Um Madeleine McCann hvarfið, rannsók og málaferli.

Að eins og flestum er kunnugt hvarf barnið í sumarfríi foreldranna í Portúgal og síðan hefur mikið verið fjallað um málið í breskum fjölmiðlum og oft eru þessar umfjallanir bresku fjölmiðlanna þýddar í öðrum fjölmiðlum m.a. hér á landi.  Nýverið var td. mikil umfjöllun vegna sérstakrar rannsóknar bresku lögreglunnar o.s.frv.

En lítið sem ekkert hefur verið minnst á að McCann hjónin eru nú í málaferlum í Portúgal við fv. rannsóknaraðila þar í landi sem stóð ásamt fleirum að rannsókninni á hvarfinu upphaflega í Portúgal:   http://portuguese-american-journal.com/lisbon-madeleine-mccanns-parents-e1-million-libel-action-portugal/

Þessi maður,   Gonçalo Amaral, gaf út bók eftir að rannsóknin stoppaði í Portúgal þar sem hann lýsti viðhorfi og uppleggi rannsóknaraðila og lagði fram ástæður þess afhverju McCann hjónin hefðu á endanum verið úrskurðuð í stöðu grunaðra.   Vegna þessa vilja nú McCann hjónin fá bætur, að mér skilst.  Megnið af þessari bók er á netinu:   http://goncaloamaraltruthofthelie.blogspot.com/

Miðað við þá umfjöllun sem málið hefur fengið í fjölmiðlum er dáldið athyglisvert hve litla sem enga umfjöllun atriðin er koma fram í bók Amaral hafa fengið.

Portúgalska rannsóknin var alveg framkvæmd á hefðbundinn hátt og eftir þar til gerðum reglum í slíkum málum.  Málið er, að það átti sér alveg sýnar ástæður að portúgalskir rannsóknaraðilar hurfu frá brottnámskenningunni sem meginkenningu þegar dáldið var liðið á rannsóknina.    Jafnframt átti það sér alveg sínar ástæður að sumt í hegaðan og gjörðum McCann hjónanna vakti grunsemdir og í framhaldi að hugsanlega væru einn eða fleiri úr breska ferðahópinum sem segði ekki alveg allan sannleikann.  Og þá vaknar auðvitað sú spurning hjá rannsóknaraðilum:  Hvað er verið að fela og afhverju er ekki allur sannleikurinn sagður o.s.frv.  Og þannig fer rannsóknin smám saman inná þá braut - og fram koma ýmis atriði sem styrkja grunsemdirnar.

Það er eiginlega merkilegt eða umhugsunarvert hvernig hægt er af breskum fjölmiðlum að sneiða alveg hjá þeirri hlið sem kemur vel fram í bók Amaral. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband