Það er ótrúlegt að Hægriflokkarnir hafi komist til valda á þann hátt að þeir ætluðu að láta alla fá feitan tjékka og í framhaldi láta skuldir gufa upp.

Þetta er alveg ótrúlegt.  Og ótrúlegheitin eru tvíþætt.  1. Að til skuli vera svo ábyrgðarlaust fólk sem framsjallar að lofa slíku í kosningabaráttu og gera að meginmáli og í raun eina máli í aðdraganda kosninga.  2. Að svo margir kjósenda hafi keypt slíkan málflutning.

Í stóra samhenginu er þetta mikill váboði fyrir Ísland og innbyggja, að mínu mati.  Vegna þess einfaldlega, að þetta almennt séð elur á og kyndir undir ábyrgðarleysi og fyrirhyggjuleysi.  Þetta eru vond skilaboð inní samfélag.

Svo er mikil tíska núna að tala um að ,,þjóðin sé ung" og framtíðin þ.a.l. björt o.s.frv.   Hafa ber í huga að unga fólkið elst um við þessa ábyrgarleysis- og fyrirhyggjuleysisumræðu.  Unga fólkið er að alast upp við að allt sé barasta ekkert mál og einhverjir pólitískir loddarar geti látið skuldir gufa upp og/eða að útlendingar borgi.

Maður getur ekki annað en staðið í forundran gagnvart ábyrgðarleysi og fyrirhyggjuleysi Framsjalla.  Hegðan þeirra er óhugnaleg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir menn eru við völd út af fólki eins og þér. Þögli meirihlutinn fékk nóg. Hann kaus þetta yfir sig á móti þessu þrasi og þrugli í ykkur háværa minnihlutanum. Ekki afþví hann fíli þessa menn svona rosalega vel. Þvert á móti er honum frekar illa við þetta allt. En vildi bara losna við þetta þvaður. Meira að segja ykkur eigin sáu sig knúna til hálf-svíkja ykkur fyrir "Bjartari framtíð", því þeir voru orðnir svo þreyttir á þrasinu. Ég ber ekki ábyrgð á því. Ég kaus Pírataflokkinn :)

Kall (IP-tala skráð) 12.10.2013 kl. 13:32

2 identicon

Ef ég væri Sigmundur myndi ég hafa alla kvabbandi Samfylkingarbloggara í fríu uppihaldi. Þið komuð honum til valda. Hann var fyrst Sigmundur forríki með silfurskeiðina, framandi fólkinu í landinu. Svo fór háværa "vinstri" liðið að dæma manninn fyrir að vera ekki nógu vel menntaður, og þá fór allt fólkið út á landi í frystihúsunum að "tengja sig" við hann. Veslings fórnarlamb snobbara í 101. Og Framsóknarflokkurinn fékk flest sín atkvæði bara út á þetta. Ef þið væruð meiri mannþekkjarar og þekktuð þessa þjóð mynduð þið halda kjafti. En einhver af þessum kvöbburum hlýtur hreinlega að vera á launum hjá íhaldinu og mig grunar ákveðna aðila um það. Ekki þig að vísu, en ef svo er verður að segjast að það er að vísu mikil kænska, en þó um leið afskaplega óheiðarlegt. Svoleiðis hefur oft verið gert og er eldgamalt og lúalegt bragð.

Kall (IP-tala skráð) 12.10.2013 kl. 13:36

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hef kannski misst af einhverri "ópólitískri" frétta-auglýsingu opinberu og "óháðu" fjölmiðlanna, í aðdraganda kosninganna?

Ég man ekkert eftir að einhver hafi lofað feitum tékkum í aðdraganda kosninganna, eftir kosningar. Og meira að segja held ég að Egill Helgason og frú hafi trúað hannaðri fjölmiðla-eftirálygi, og beðið eftir þessum "tékka", morguninn eftir kosningar? Eitthvað á sumt fólk eftir að læra, um fjölmiðla-ábyrgð líðandi stundar samkvæmt staðreyndum sannleika.

Ég man hins vegar eftir því loforði, að glæpsamleg og vísitölutryggð verðtrygging á þrælandi almenningi skyldi afnema eftir kosningar.

Ég furða mig á að einhverjir reyni að tala niður svo lífsnauðsynlegt forgangs-mál á Íslandi í dag? Meira að segja Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er úrtölumaður um þetta mál málanna á Íslandi, ásamt ESB-flokkunum Evrópu-Seðlabankastýrðu?

Hvað veldur?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.10.2013 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband