Enda málefni þrotabúa föllnu bankanna í dómssölum? Elítustjórnin fer fram eins og kálfar.

Það kom fram hjá þeirri voðalegu stofnun RUV í kvöld að slitastjórn Glitnis er eigi sátt við áform um skattlagningu á eignir þrotabúss en sú skattlagning var tíunduð í fjárlagafrumvarpi.  Svo var að skilja á slitastjórn að þeir vildu að dómsstólar skæru úr um þetta álitaefni.

Svokölluð ríkisstjórn hefur sennilega vitað þetta alveg,  Líklega er þetta mál hugsað til að peppa upp þjóðrembingsstemmingu.   Gæti trúað því.

Hitt er svo annað, að ef þetta er viðhorf slitastjórna annarra þrotabúa þá spyr maður sig líka hvernig muni ganga að ná í þessa 400 milljarða sem framsóknarmenn fullyrtu og lofuðu fyrir kosningar að kæmu strax og aðilar máls bókstafleg biðu eftir að fá að gefa framsóknarmönnum 400 milljarða. 

Nú, að öðru leiti aukast áhyggjur manna um hag landsins vegna þessarar kálfslegu framgöngu framsjalla.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband