Eru stjórnvöld að framkalla annað hrun með óvitaskapi sínum og bulltali?

Það er alveg ljóst að tal núverandi stjórnvalda, langt ofan í koki, er þegar orðið sjálfstætt efnahagsvandamál fyrir þetta land og lýðinn er það byggir.  Að maður minnist nú ekki á framtíðarkynslóðir.  Óvitaskapurinn og ábyrgðarleysið er algjört.  Núverandi stjórnvöld virðast á góðri leið með að koma á rústalagningu.   Það er gjörsamlega allt í molum sem þessir menn snerta á.  
mbl.is Landsbankinn ekki á leið í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála og það sem meira er að stjórnarfyrirkomulagið hjá okkur er ekki að virka til handa almennum borgara landsins því að það eru bara bankar og fjármálastofnarnir sem mokað er undir með öllum tiltækum ráðum þar hefur ekkert breyst til batnaðar og munum við því fara lóðbeint aftur á hausinn með þetta kerfi ásamt lífeyrissjóðunum!

Sigurður Haraldsson, 28.9.2013 kl. 14:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er enginn að "framkalla" neitt "annað" hrun sérstaklega.

Nýi Landsbankinn hefur nefninlega verið gjaldþrota frá upphafi, þegar stofnefnahagsreikningur hans var framinn sumarið 2009 af Steingrími J. Sigfússyni og félögum með dyggri hjálp Breta og Hollendinga.

Þannig er þetta bara áframhald af hruninu sem hófst 2006 og náði hámarki síðast haustið 2008 en hefur ekki tekið neinn endi ennþá

Þú hélst ekki að þetta væri búið er það nokkuð?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2013 kl. 16:42

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessi banki er búinn að vera gjaldþrota síðan 2008, strangt til tekið. Núverandi stjórnvöld sitja bara uppi með svarta pétur, svo að segja.

En hver vissi svosem ekki að það myndi gerast?

Ásgrímur Hartmannsson, 28.9.2013 kl. 17:09

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það var alltaf vitað að það þyrfti að endurfjármagna þessa Icesaveskuld landsins. Það er ekkert nýtt í því.

Það nýja er, að núverandi stjórnvöld valda svo miklu tjóni með furðulegu og eiginlega óskiljanlegu tali sínu.

Þetta þeirra tal getur framkallað annað hrun og rústalagningu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.9.2013 kl. 18:13

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Fegum verður ei forðað!

Sigurður Haraldsson, 28.9.2013 kl. 21:41

6 identicon

Veruleikafirrtur forseti.

Veruleikafirrtur forsætisráðherra.

Veruleikafirrtur ritstjóri Morgunblaðsins.

Veruleikafirrtir kjósendur.

Vesalings Ísland.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 19:14

7 identicon

gæti verið að seinasta ríkistjór hafi séð að þeir mindu ekki ná endukjöri og hafi því sett öll vandræðinn á 2015-20 en hef vissan skilníng á því en að fresta vandræðum en gera litið í því að skapa gjaldeyri uppí vandræðinn er ekki skimsamlegt menn géta ekki endalaust frestað vandræðum og til að ganga inní E.B. einsog suma dreimir um þar að keira niður skuldir ríkisjóðs eða auka framleiðslu fyri stjórn gerði hvorugt

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband