28.9.2013 | 12:29
Það væri enn síður hagur Íslands ef kröfur í erlendum gjaldeyri væru greiddar í íslenskum krónum.
Þessi hugmyndafræði Framsjalla og Kjánaþjóðrembinga er álíka og hugmyndafræði bónda sem hefði misst stóran hluta fjárs síns í sjálfheldu í lélegum bithaga og tæplega fjörubeit í rákarskoru í sjávarhamri - og þá myndi bóndinn finna upp þá hugmyndafræði til lausnar, að allt fé úr næstu sveit væri líka rekið í sjálfhelduna!
Og hvaða vandamál ætti það að leysa?
Þjóðin á betra skilið en svona bull frá Framsjöllum. Og hvað næst? Framsóknardæmisagan um sveppasúpuna?
Hvati fyrir kröfuhafa að semja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar, viltu frekar, að kröfuhöfum verði greitt í erlendum gjaldeyri?
Aztec, 28.9.2013 kl. 12:51
Ómar er með lausnina.
Borgum þessa "snjóhengju" alla saman út í erlendum gjaldeyri!!
Afhverju hefur engum öðrum en Ómari dottið þessi snilldarlausn í hug????
Þetta er auðvitað lausnin!
Það væri skelfilegt að kröfuhafarnir fengju þetta í krónum....
Sigurður (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 12:58
Blax.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.9.2013 kl. 14:16
Ómar Bjarki ætti auðvitað að ráða sig til starfa sem efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar og ganga þannig keikur í spor manna á borð við Tryggva Þór Herbertsson sem hafa náð heimsklassa árangri á því sviði. Þeir eruð meira að segja mjög sammála um flest, elska verðtrygginguna, hata skuldara, og leggjast gegn öllum góðum hugmyndum ef þær fela ekki í sér hækkun eigin launa. Svo eru rökin auðvitað aldrei skammt undan heldur oftast víðsfjarri nokkrum einasta veruleika. Getur verið að Ómar Bjarki sé Tryggvi Þór í dulargervi?
Og mun Ómar Bjarki ritskoða þessa færslu mína eins og vinur hans sleggjuhvellurinn er byrjaður að gera? (Truth hurts guys.)
Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2013 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.