23.9.2013 | 10:48
Framsjallastjórnin veldur samdrætti.
Nú eru afleiðingarnar af því að kjósa Sjalla og Framsóknarmannaflokk til einvalda óðum að koma í ljós. Þegar liggur fyrir að stjórnin hefur komið í gegn stórkostlegum fjármagnsflutningum frá hinum verr settu til hinna betur stæðu. Jafnframt að Yfirutanríkisráðherra hæstvirtur Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að neyða landið í samstarf við Rússa og Kína. Næst á dagskrá er samdráttur fyrir landið og lýðinn með tilheyrandi skaða. Þetta vildi fólk. Þetta kaus meirihluti innbyggja yfir sig. Og verði þeim bara að góðu.
Samdráttur líklega framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tveir menn hvíla eins og mara á íslensku þjóðinni.
Báðir þjást af "psychopathological disorder".
Forseta ræfillinn með "magalomania" og Davíð Oddson með "inferiority complex".
Til að komast á rétta braut verður þjóðin að losna undan áhrifum þessara manna.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.9.2013 kl. 12:20
Forsetinn var líka kosinn með yfrburða kosningu líkt og ríkisstjórnin. Innan þriggja ára gengur yfir Ísland versta hrun´sem hefur orðið síðustu hundrað árin. verði þjóðinni að góðu. Hún vill þjást! slíkt er aðalsmerki íslendinga og áð á hún sameiginlegt með Haitibúum!
olkr@simnet.is (IP-tala skráð) 23.9.2013 kl. 12:43
Það er bara eitt svar við þessum pistli, eftirköst frá eyðingarstjórn VG og samspillingar, öll önnur svör eru ómarktæk enda frá bitrum töpurum...
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 23.9.2013 kl. 13:13
Það er alls ekki liðinn nægur tími frá kosningum, til að afleiðingar gjörða ríkisstjórnarinnar geti komið í ljós. Þið eruð vonandi að grínast, því annars eigið þið heima á stofnun.
Petra (IP-tala skráð) 23.9.2013 kl. 18:47
Hvaða stofnun Petra? Ef til vill Lánastofnun. Ætli ég velji ekki Landsbankann. gott að eiga heima þar. Eða þá á Veðurstofunni. Veðurstofan er eina STOFNUNIN sem ég treysti.
óli (IP-tala skráð) 23.9.2013 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.