14.9.2013 | 00:35
Dæmi um hve fjölmiðlar í Færeyjum eru að sumu leiti miklu mun betri en þessir svokölluðu fjölmiðlar hér.
Það er verið að ræða þennan vitleysisgang færeysku stjórnarinnar varðandi rányrkju þeirra á sameiginlegum stofnum sjávar svo sem síld og makríl. Þar dregur fjölmiðlamaðurinn fram þá staðreynd, að ekkert er vitað eða gefið upp hver krafa færeyinga í raun er. Og í framhaldi verður þá efnið þannig, eðli máls samkvæmt, að viðsemjendurnir vita það ekki heldur. Þegar uppleggið er þetta - þá náttúrulega eru núll prósent líkur á að hægt sé að semja.
Þetta dregur fjölmiðlamaðurinn fram og stillir ráðherranum bókstaflega upp við vegg þannig að kjánalegheitin eru öllum auðsjánleg og undireins skiljanleg. Markmið færeysku stjórnar er þá bara að veiða og veiða eins mikið og hægt er. Og semja ekki. Hægt að sjá þetta hérna:
http://kvf.fo/netvarp/sv/2013/09/13/es-tinglimir-vilja-herda-tiltokini-moti-foroyum
Nú, þetta er auðvitað alveg sama uppleggið og hjá LÍÚ hérna uppi í elítuklíkufásinni.
Aldrei nokkurntíman hefur nokkrum fjölmiðlamanni hér dottið í hug að benda á þessa einföldu staðreynd. Ekki einu sinni hafa þeir ymprað á ofanlýstu. Svo undirgefnir og kengbognir eru þeir gagnvart veldi LÍÚ-klíkunnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.