Tryggvi Herbertsson hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður og efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar sagði á ÍNN að loforð framsóknarflokksinns væri óframkvæmanlegt.

Þetta er bara ekki hægt, sagði Tryggvi.  Og bætti við:  Því miður.  

Og var mjög alvarlegur þegar hann sagði þetta.

Nú, vitað er að Tryggvi er vel tengdur inní Sjallaflokk sem gefur að skilja og m.a Bjarna Benediktsson.

Það að Tryggvi hafi ekki séð eða heyrt af neinum raunhæfum plönum framsóknar varðandi Loforðið - það hlýtur að segja fólki eitthvað?


mbl.is Glímir við samskipta- og væntingavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Láttu þig dreyma - - - - - -

Hörður B Hjartarson, 1.9.2013 kl. 00:27

2 identicon

Ómar þú hefur þetta ekki rétt eftir

Tryggvi sagðist ekki sjá hvernig þetta væri framkvæmanlegt

það er svolítið stór munur á þessu

sæmundur (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 12:28

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú. Alveg rétt haft eftir. Hann sagði að hann sægi ekki að þetta væri hægt - því miður. Og bætti við að ef hægt væri að finna 250 milljarða - þá myndi hann óska Dr. Sigmundi próflausa til hamingju og þjóðinni allri - og éta hattinn sinn!

Þetta þýðir á mannamáli að hann telji Loforð Framsóknarmannaelítuflokksinns sem þeir keyptu sig til einvalda með óframkvæmanleg.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.9.2013 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband