23.8.2013 | 11:43
Aðildarumsókn að Sambandinu er í fullu gildi.
Þetta hef ég margsagt fólki. Núverandi ríkisstjórn er með Aðildarumsókn að Sambandinu í gangi.
Sumir innbyggjar hérna hafa látið blekkjast af skrumi og villuljósum þeirra framsjalla og töldu sér trú um að Aðildarumsókn væri ekki lengur í gildi. Það er bara rangt og utanríkisráðherra Kaupfélags Skagfirðinga staðfestir það loksins þegar á er gengið og honum stillt upp við vegg. Þá loksins stundi hann sannleikanum uppúr sér.
Umsóknin hefur ekki verið afturkölluð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá er bara um að gera að draga aðildarumsóknina tilbaka hið fyrsta og vera ekki með þetta hálfkák. Enda var umsóknin frá 2009 ólögleg skv. stjórnarskrá eins og bent hefur verið á.
Austmann,félagasamtök, 23.8.2013 kl. 12:25
Þetta gengur ekki lengur. Í alvörunni. Ísland er orðið aðhlátursefni erlendis. Einhver verður að kippa í spottann áður en hann Siggi frá Sauðárkróki gengur lengra í vitleysunni.
Að gera vanhæfan og ómenntaðan sendil að utanríkisráðherra, er með ólíkindum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 13:10
Jú, auðvitað skaðar þetta landið svakalega og erlendis er auðvitað hlegið að þessu.
En margir velta fyrir ser afhverju svokölluðuð núverandi stjórnvöld vilji ekki darga umsókn til baka eins og uppleggið var fyrir kosningar.
Skýringin á því er aðeins ein. þeir vilja það ekki eða treysta sér ekki í það.
Jafnframt staðfestir þetta að allt tal gegn Aðildarumsókn undanfarin ár var bara della og lýðskrum. Umsókn var söguleg nauðsyn fyrir landið.
En fyrir utan þetta atriði, þá er stjórnunartaktar núverandi stjórnvalda svo sérstakir og einkennast aðallega af einhverju blaðri útí loftið um eiginlega öll atriði nema það að aflétta álögum á LÍÚ og elítuna - að samanlagt hlýtur þetta að teljast vísbending um að þetta land eða ríki sem Ísland kallast - það er bara nánast stjórnlaust og maður spyr sig hvort landið sé alveg við það að missa sjálfræði og fullveldi. Vegna fábjánagangs elítunnar og rugludalla sem styðja elítuflokkanna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.8.2013 kl. 13:23
Edit. Gunni, en ekki Siggi.
Siggi Ingi er annar fogl, þó líklega skömminni skárri.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 13:30
Það er margt umhugsunarvert við pólitíkina á Íslandi núna. Td. hvernig stjórnunartaktar framsókn og sjallar ætla að tileinka sér.
Þeir eru augljóslega með gamla trikkið: Ráðherra ræður.
Að, altso, mikil umræða hfur verið undanfarin misseri um breytta stjórnunarhætti, meira samráð, lýðræði, valddreifigu og sona.
Allt í fari núverandi stjórnvalda er í andstöðu við það.
Þessvegna er alveg tilefni til að spurja sig að því: Var fólk að kjósa það í síðustu kosningum? Einræði ráðherra? Algjört afturhvarf til gamalla tíma. Mörg risa skref afturábak.
Þeir sem kusu framsókn og sjala hljóta að hafa viljað það. Því stjórnartaktar þeirra voru alveg fyrirsjánlegir.
Þá dettur manni í hug frasinn: Hver þjóð fær það stjórnvald sem hæfir henni.
Þetta virðist bara hæfa meirihuta innbyggja. Al-ónýt og gagnslausir framsjallar og elítumenn.
Ja, jú jú, þeir púkka uppá sína elítu og svona, auðmenn oþh. 5% þjóðarinnar. En allur almenningur fær bara svipuna á sig. Fólk hlýtur að vilja þetta. Annars hefði það ekki kosið framsjalla.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.8.2013 kl. 13:52
"Að, altso, mikil umræða hfur verið undanfarin misseri um breytta stjórnunarhætti, meira samráð, lýðræði, valddreifigu og sona." Langar að benda þér á vegna þessara orða að umræðan snýst meira um að skipta þingbundnum ríkisstjórnum út fyrir fólk með kunnáttu og reynslu .Það hefur enginn ráðherra ,hvorki í þessari né fyrrverandi ríkisstjórn haft þekkingu eða reynslu til að hafa þessi ráðherraembætti með höndum.Lestu samantektir á bloggsíðu Rakelar Sigurgeirsdóttur ef þú vilt kynna þér þetta mál.
Jósef Smári Ásmundsson, 23.8.2013 kl. 14:55
Það er nú mun fleira en þetta atriði sem umræðan hefur snúist um. Umræðan hefur m.a snúist um að færa lýðræði í átt að beinu lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslum. En samkv. núverandi stjórnvöldum þarf ekki einu sinni þingið! Hegðan núverandi stjórnvalda er úr öllum takti við umræðuna undanfarin misseri og gagnrýni þeirra á fv. stjórnvöld verður nú harla einkennileg og ósannfærandi þegar horft er uppá þessar óskapargerðir núverandi stjórnar. Ráðherra einfaldlega valtrar yfir allt og alla. Ráðherrann ræður!
Í framhaldi er svo hægt að hugleiða hve áróðursstaða núvernadi stjórnar og fyrrverandi stjórnar er ólík. Núv. stjórn hefur alla megin fjölmiðla í sinni eigu og/eða áhrifavaldi. Núverandi stjórnvöld fara létt með að valtra bara yfir alla með própaganda og umræðustjórnun.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.8.2013 kl. 15:16
Ég geri svolítinn greinarmun á lýðræðinu og stjórnarháttum Ómar.Lýðræðið á að sjálfsögðu að efla og draga úr flokksræðinu.en það er að sjálfsögðu eðlilegt að meirihluti kjörinna fulltrúa móti stefnuna .En þeir sem framkvæma hana verða að hafa fullt vit og kunnáttu til þess og þar er best að hafa fólk utan þingsins..Varðandi umsóknina um ESB finnst mér rétt að staldra við og sjá hverju fram vindur hjá sambandinu sjálfu.Það eru margir á því(til að mynda Bretar) að það sé ekki á réttri leið,t.d. miðstyring allt of mikil.Meirihluti þjóðarinnar er á þessari skoðun ef eitthvað er að marka síðustu kosningar.En það á að sjálfsögðu að halda málinu opnu en hrapa ekki að ályktunum.
Jósef Smári Ásmundsson, 23.8.2013 kl. 15:48
Afsakanir og réttlæting fyrir því að þið kjósið framsjalla alltaf til einvalda.
Það er irrelevant þessu viðvíkjandi hvað er rétt að gera varðandi efnisatriðið.
Það sem skiptir máli eru vinnubrögðin.
Vinnubrögð elítustjórnarinnar eru þau sömu og voru þegar hreppstjórar voru einvaldir hérna sautján hundruð og súrkál.
Þetta viljið þið. Gangið í gapastokk elítunnar og eruð svo lúbarðir þar með þjóðrembingssvipu. Þetta kjósið þið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.8.2013 kl. 17:41
Já, Ómar. Það er leitt að þú færð núna ekki þessa bitlinga og ölmusur frá ESB, sem þú varst að vonast eftir. Ég hef virkilega samúð með þér - Not!
En reyndu í guðanna bænum að halda þér við efnið. Þú skrifar bara út og suður um allt mögulegt annað sem kemur ESB-umsókninni ekkert við. Reyndu að einbeita þér, væni minn.
Austmann,félagasamtök, 23.8.2013 kl. 18:56
Kemur allt aðildarumsókn að Sambandinu við.
Skringilegheit Elítustjórnarinnar varðandi ESB Aðildarumsóknina hlýtur að koma til umfjöllunar þegar minnst er á Aðildarumsókn að Sambandinu.
Vandamálið virðist vera, að umtalsverður hluti innbyggjara bókstaflega skilur ekkert pólitík eða tilgang pólitískra flokka. Þar blandast einnig sterklega inní furðulegur kjánaþjóðrembingur af stórri gráðu ásamt einhverri vitleysu bara í hugmyndafræði umtalsverðs hluta innbyggja. Útá það gera svo lýðskrumskenndir elítuflokkar eins og td. Framsóknarflokkurinn gerði síðast og Sjallamannaflokkurinn að einhverju leiti.
Fólk margt virðist enganveginn fatta að annaðhvort styður það Jafnaðarprinsipp þar sem ríkisvaldi er beitt í þágu almannahagsmuna - eða þeir styðja ríkisvald sem styður elítuhagsmuni á kostnað almennings.
Það er ekkert þar á milli.
Þessvegna þegar fólk er að kjósa Framsjallamannaflokkinn - þá er það að kjósa sig í gapastokk elítunnar.
Frumorsökin þarna að baki hlýtur að verða að teljast hreinlega heimska, menntunnarleysi og almennt þekkingarleysi..
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.8.2013 kl. 00:16
Ómar, varla ertu að halda því fram, að það hafi verið jafnaðarmannaflokkar í síðustu ríkisstjórn? Jóhönnustjórnin sem tók alþýðuna í þurrt rassgatið meðan elítan fékk að halda áfram að auðgast óáreitt? Meðan Samfylkingin og VG hygluðu bönkunum og gáfu skít í þá sem minnst máttu sín? Ekki mikill jöfnuður þar, enda varð Steingrímur þekktur sem hækja auðvaldsins.
VG og Samfylkingin myndu ekki þekkja jöfnuð, þótt hann biti þau í afturendann. Að Samfylkingin kalli sig jafnaðarmannaflokk gerir flokkinn ekki að jafnaðarmannaflokki. Ekki frekar en þýzki nazistaflokkurinn NSDAP yrði mannúðlegur við að breyta nafninu í Húmaníska flokkinn. Jöfnuður kemur ekki af því að víkka opinbera stjórnsýslu, ráða femínista í toppstöður endalaust, loka augunum fyrir spillingunni og láta öryrkja deyja úr sulti og armóð. Jöfnuður eykst m.a. af auknu lýðræði og velsæld eykst þegar atvinnuvegirnir (útflutningsgreinar) fá að vaxa og dafna, en þetta tvennt var vinstristjórninni svo ógeðfellt, að hún reyndi ótal sinnum að afnema það. Sem henni var refsað fyrir í síðustu kosningum eins og kunnugt er.
Austmann,félagasamtök, 24.8.2013 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.