16.7.2013 | 10:54
Óheppilegt tal forsætisráðherra framsóknarmanna.
Þetta er alveg óskaplega kjánalegt á að hlýða og virkar svo mikið útí hött og óheppilegt að fátítt er að sjá slíkt.
Jú jú, þetta hentar kannski einhverjum kjánaþjóðrembingum sem kusu framsóknarflokkinn - en í heild skaðar þetta landið og veður íslendingum til minnkunnar og athlægis.
Erum að skoða allar leiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar Bjarki!
Varst þú fæddur þegar íslendingar færðu út sína landhelgi fyrst í 50 mílur síðan 200 mílur?
Lestu yfir ræður, efni og athafnir frá þessum tíma.Skrifaðu síðan þessi orð þín aftur. Hver verrður þá "til athlægis?"
Jóhanna (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 12:29
Það var enginn fæddur þegar ,,færðu út sína landhelgi fyrst í 50 mílur síðan 200 mílur".
Einfaldlega vegna þess að það hefur eigi enn gerst.
Ísland er með enga 200 eða 50 mílna Landhelgi.
12 mílur, minnir mig, landhelgin.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.7.2013 kl. 13:47
óMAR bJARKI!
"Af litlu verður vöggur feginn". Útúrsnúningur fer alltaf verst með þann sem sem gerir hann. Þetta sýnir bara "visku þína og húmor" Eða? Auðvitað getur manni orðið fótaskortur á tungunni sem mér varð á í þessu falli. En það breytir ekki minni spurningu. Hefur þú aldrei lesið neitt um fiskveiðibaráttu íslendinga. Finnst þér það kjánaþjóðarembingur að vilja ekki láta vaða ofaní sig með skítuga skóna? Óska eftir svari án útúr snúninga.
Jóhanna (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 15:00
Stefán Bjarki talar sífellt um hvað allt íslenskt sé fíflalegt, vitlaust og óþarft.
Að halda sínum málstað á lofti gagnvart öðrum þjóðum er alltaf fáránlegt og ber vott um yfirgengilegan þjóðernishroka.
Hans baráttumál er að leggja íslenskt þjóðfélag niður og að góðir menn í Brussel sjái um verstöðina
norður í ballarhafi.
Snorri Hansson, 17.7.2013 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.