19.6.2013 | 20:10
Stjórnarflokkarnir virðast vera algjörlega stjórnlausir.
Það verður að segjast eins og er, að því fleiri dagar sem líða frá stjórnartöku þeirra framsjalla - því meir verður ráða- og verkleysið.
Þetta verður að flokkast sem algjört einsdæmi í sérkennilegum, vægast sagt, vinnubrögðin sem þessi svokallaða stjórn stendur fyrir.
Undarlegheitin eru af þeirri stærðargróðu, að felmtri slær á þjóðina.
Hvað höfum við gert? Hugsa margir sem kusu Framsókn.
Ef það fer ekki að koma allavega örlítið brot af vitrænu frá stjórnvöldum - þá veit eg eigi hvernig þetta endar.
Gæti alveg endað með að þeir rústuðu landinu.
Skuldarar fá leiðréttingu | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Athugasemdir
Flest bendir þegar til þess að Kögunarstjórnin verðu sú aumasta í sögu lýðveldisins og mun ekki verða langlíf. Valin liðleskja í nær hverju rúmi. Enda miðar þeim ekki áfram heldur aftur á bak.
En hversu lengi mun Bjarni Ben geta sætt sig við þessa analphabeta? Bjarni hefur þó „format“, það verður að viðurkennast þrátt fyrir allt hans brask og klaufalega vafninga.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.6.2013 kl. 21:07
Jú, eg er sammála þér þarna í breiða perspektífinu.
Hvað sem um Bjarna og þá sjalla marga má segja, þá verð ég að viðurkenna að ég hef alltaf haft svona pínulítið respekt fyrir Bjarna. Pínulítið.
En það verður að segjast eins og er, að hann er barasta niðurlægður af framsóknarflokknum og verri hluta sjallaflokks. Finnst mér.
Mér finnst eins og Bjarni, sé hingað til eins og áhorfandi að sérkennilegum uppákomum. Svona eins og hann reki upp stór augu, alveg steinhissa - en getur ekkert að gert.
Ofan á þtta kemur svo tal hans um ,,að ná jafnvægi í fjárlögum" - og á hinn kanntinn eru menn í stjórnarliðinu að tala um fleiri hundruð milljarða í gegnum einhvern sjóð.
Eins og eg segi, að maður furðar sig á þessum ruglanda- og hringlandahætti stjórnarinnar. Þetta er slæmt. Mjög slæmt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2013 kl. 22:03
það eru engir stjórnlausir nema þið vinsti menn ,sem hagið ykkur eins og vitglóran se frá ykkur tekin ..og var þó ekki of mikil fyrir !!...Og það er "SLÆMT "...fyrir land og þjóð .....Rikisstjórinn er slett sama um rausið i ykkur !!
rhansen, 19.6.2013 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.