18.6.2013 | 01:12
Upplýst hverjir eiga Framsjallaflokkinn. (Staðfest)
,,Á árunum 2008-2011 fengu ríkisstjórnarflokkarnir rúmlega tífalt hærri fjárframlög frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi en allir aðrir flokkar til samans (...) framlög til stjórnarflokkanna fái þeir rúmar 32 milljónir en aðrir flokkar fái samanlagt aðeins tæpar þrjár.
Þegar litið sé til framlaga til frambjóðenda í prófkjörum megi svo sjá að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafi fengið rúmar 3,7 milljónir fyrir Alþingiskosningarnar árið 2009. Á sama tíma hafi frambjóðendur annarra flokka ekki fengið neitt.
Fyrir kosningarnar í ár hafi milljónirnar sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fengu svo verið rúmlega 6,3. Á meðan hafi frambjóðendur annarra flokka fengið um 12.000 krónur. Þetta þýði að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fái um þriðjung allra framlaga frá lögaðilum frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Sama gildi um flokkinn sjálfann, tæpur þriðjungur framlaga lögaðila komi frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi."
http://www.ruv.is/frett/rikisstjornarflokkarnir-thadu-styrki
Fyrsta verk? Hygla eigendunum á kostnað almennings.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.