Sjúrður Skaale þingmaður og Esben Sværdrup forstjóri uppsjávarfiskirís í Danmörku ræða síldarkvóta Færeyinga í danska ríkissjónvarpinu.

Soldið merkileg umræða.  Færeyingar hafa ákveðinn punkt í sínu máli - en í heildina er málefnagrunnur þeirra dana sterkari, að mínu mati.  Réttmæti punkturinn hjá færeyingum er að hugsanlega ættu þeir skilið örlítið meiri síldarkvóta og þá sennileg á kostnað Íslands - en þessi einhliða margföldun á kvóta er útúr öllum kortum náttúrulega.

Sjúrður Skaale er þingmaður Færeyja á danska þinginu, að eg tel.  Var fyrst í Þjóðveldisflokknum en er nú í Jafnaðarflokknum.   Hann þykir hafa snarskipt um afstöðu þegar hann skipti um flokk en Þjóðveldið kreft sjálfstæði Færeyinga en Jafnaðarmenn telja að það sé ekki raunhæft og hag Færeyja betur borgið í samstarfi við Danmörk.

Fyrr á árum var Sjúrður gamanleikari og söngvari og varð þekktur þannig.  Má heyra umræðu þeirra Sjúrðar of Sværdrup hér:

 ,,- Hetta er óhoyrt! Eingin sild er í ES-sjógvi í løtuni, og danska stjórnin má steðga ætlanini hjá ES at seta tiltøk í verk móti Føroyum. Tað segði Sjúrður Skaale, fólkatingsmaður, í sendingini Deadline á DR2 í gjárkvøldið."

http://kvf.fo/Archive_Articles/2013/06/04/sjrur-skaale-stjrnin-m-stega-es


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hér má sjá youtubeband af Sjúrði þar sem hann hefur snarskipt um skoðun á sjálfstæði og fullveldi Færeyja. Soldið fyndið:

http://www.youtube.com/watch?v=547CuYJoHeU

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.6.2013 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband