22.5.2013 | 17:09
Það orð sem manni dettur í hug þegar Framsóknarflokkur og Sjallamannaflokkur eru nefndir er óábyrgð.
Allt yfirbragð samstjórnar Framsjalla er gríðarlega ósannfærandi og óábyrgðin og vitleysið er alveg óskaplegt. Svokallaður stjórnarsáttmáli er mestanpart gaspur útí bláinn og froða sem ekkert mark er á takandi. Það er bara alveg svakalegt að fólk skuli hafa kosið þessa elítu til valda hérna og hugsanlega rústa þeir landinu með hreinum óvitahætti. Gæti trúað því að margir séu nú farnir að sjá eftir því að hafa látið táldragast af þeim silfurskeiðungum.
Athugasemdir
vonandi nær Sólskinsstjórnin að koma í veg fyrir svona eins og neðangreint dæmi sýnir hvað samfylkingin var að gera almenningi
Það er dýrt að vera sykursjúkur á Íslandi. Móðir sykursjúkra tvíbura í Neskaupstað borgar um 180 þúsund krónur á ári í lyf, búnað og komugjöld og kostnaðurinn eykst um tugi þúsunda með nýju niðurgreiðslukerfi lyfja.
Tvíburarnir Anna Jórunn og Þórhildur Eir Sigurgeirsdætur eru 19 ára en greindust með sykursýki eitt fyrir 16 árum. Insúlín heldur þeim á lífi og eru þær með litla insúlíndælu innanklæða.
En lyfið er ekki lengur ókeypis og sykursjúkir mega illa við slíku. Þeir þurfa að greiða fyrir svo margt annað svo sem fylgihluti fyrir insúlíndælu; forðahylki og sérstakar nálar. „Og þetta þarf að skipta um á þriggja daga fresti og heildarkostnaður hjá okkur á ári við þetta er 66 þúsund. Það er bara fyrir þetta,“ segir Margrét Þórðardóttir, móðir Önnu og Þórhildar.
Margt fleira þarf að kaupa og ýmis fæða þarf alltaf að vera innan seilingar. Eftir að þær urðu 18 ára keyrði um þverbak. Nú þarf að borga næstum 5000 krónur fyrir læknisheimsókn á þriggja mánaða fresti og enn meira fyrir reglubundnar heimsóknir til augnlækna. Þá borga sjúkratryggingar aðeins brot af kostnaði við sítengdan blóðsykursmæli en hann getur bjargað lífi ef blóðsykur fellur í svefni. Móðirin borgar og þegar insúlín hætti að vera ókeypis varð mikill kostnaður enn meiri. „Ég gæti trúað að beinn kostnaður núna fyrir þessa breytingu sé svona um 180 þúsund,“ segir Margrét. „Það er áður en við þurfum að fara að borga fyrir lyfin.“
„Ég dey á innan við viku ef ég fæ ekki lyfin mín og ég þarf að borga næstum 50 þúsund á ári fyrir þau,“ segir Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir. „Guðbjartur Hannesson hringdi í mig og var að tala um að endurskoða þetta aðeins.“
Fráfarandi velferðarráðherra bað Sjúkratryggingar að skoða breytingar til að bregðast við ýmsum kostnaði fullorðinna með sykursýki. Hins vegar heldur ráðuneytið því fram á vef sínum að foreldrar barna með sykursýki geti notað ummönnunnarbætur til að greiða lyf og fylgihluti. Margrét bendir hins vegar á að ummönnunarbætur þjóni öðrum tilgangi. Foreldrar geti ekki haft ung sykursjúk börn ein heima og vart unnið fulla vinnu.
„Ég vann til tvö á daginn þegar þær eru litlar. Þannig að mér finnst mjög skrítið að ætla fara að nota ummönnunarbætur í greiðslur á lyfjum þegar ummönnunarbætur eiga að vera hugsaðar kannski til að dekka vinnutap við það að vera með langveikt barn,“ segir Margrét.
Til baka
sæmundur (IP-tala skráð) 22.5.2013 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.