20.5.2013 | 20:13
Svört Hvítasunna. Verklausu drengirnir skila auðu stjórnarplaggi. Almennir flokksmenn skulu þegja og hlýða.
Þá loksins að kvöldi 2. í Hvítasunnu stynja Silfurskeiðadrengirnir nokkurnvegin upp úr sér í gegnum ,,aðstoðarmenn" að þeir hafa hripað á blað eitthvað sem kallast á stjórnarsáttmáli. Blaðið er að sjálfsögðu nánast autt. Þar segir ekkert heldur er þar bara stafafroða.
Eftirtektarvert er hversu þeir drengir niðurlægja almenna flokksmenn. Enginn fær að koma að málum. Heldur er allt bara afgreitt í lúxusíbúðum elítunnar vítt og breytt um landið. Undir það síðasta höfðu þeir hertekið hús almennings undir sitt elítumakk. Tímdu ekki að kynda upp elítuíbúðirnar lengur.
Það er táknrænt fyrir þessa stjórn því hún mun færa fjármuni frá almenningi og hinum verr settu yfir á elítuna og hina betur settu. Enda er það bókstaflega stefna umræddra sérhagsmunaflokka.
Flokksráðið fundar annað kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Leitaðu læknis
sæmundur (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 20:51
Finndu þeir nafn sjalli litli.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.5.2013 kl. 21:29
Kerfið sem Samfylking bauð þegnum sínum uppá
Í þriðja lagi er það fullyrt að sparnaður sé ekki tilgangur nýja kerfisins. Eins og svo margt annað sem hefur verið fullyrt um nýtt kerfi þá er það rangt að enginn sparnaður verði við breytingarnar. Nú verða sparaðar 220 milljónir á ársgrundvelli með því að skerða greiðsluframlag Sjúkratrygginga á ADHD-lyfjum til fullorðinna. Í þingskjali um málið er ekki hægt að skilja þetta öðruvísi en að SÍ ætli að hætta allri greiðsluþátttöku á ADHD-lyfjum til meirihluta fullorðinna. Áður voru 360 milljónir veittar í þennan lyfjaflokk, því er sparnaðurinn rúmlega 60% í þessum flokki niðurgreiddra lyfja.
Enn bætast við ósannindi frá SÍ og velferðarráðuneytinu. Er það til of mikils ætlast að opinberar stofnanir beri ekki lygar, ósannindi og hálfsannleik í almenning? Virðingarleysi SÍ, velferðarráðuneytisins, ráðherra, embættismanna og starfsmanna þessara stofnana gagnvart fólki er algjört. Nýtt lagafrumvarp hefur áhrif á um 30 þúsund einstaklinga. Það er skautað fram hjá allri réttmætri gagnrýni og hún látin standa ósvöruð. Það er gert lítið úr fólki sem hefur einlægar áhyggjur af stöðu sinni og þeim sagt að kynna sér kerfið betur. Kynningarfundur SÍ og velferðarráðuneytisins hjá Samtökum sykursjúkra
Á dögunum héldu Samtök sykursjúkra kynningarfund með fulltrúum velferðarráðuneytisins og SÍ. Þarna stóð fulltrúi velferðarráðuneytisins fyrir framan fullan sal af sykursjúku fólki og sagði blákalt að nýtt kerfi væri sanngjarnt. Þetta sagði hann þrátt fyrir að reglugerðin hefði gengið þvert á álit velferðarnefndar gagnvart sykursjúkum. Þetta sagði hann þrátt fyrir að sykursjúkir séu sá hópur sem kemur einna verst út í nýju kerfi. Þetta sagði hann þrátt fyrir að sykursjúkir þurfi nú að greiða tugi þúsunda á ári fyrir insúlín sem er þeim lífsnauðsynlegt. Þetta sagði hann þrátt fyrir að velferðarráðherra hefði farið fram á endurskoðun framkvæmdarinnar gagnvart sykursjúkum.
sæmundur (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 21:56
Jahá. Og Sjallar ætla sem sagt að fara að skera niður í velferðakerfinu. Það er nefnilega það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.5.2013 kl. 22:07
Athugasemd 3 er verk samfylkingar og vinstri grænna
ég hef ekki séð komandi stjórnarsáttmálan frekar en aðrir
sæmundur (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 22:37
Jahá. Það er sem sagt staðfest að Sjallarnir ætla að ráðast á velferðakerfið til að flytja fé til framsjallaelítunnar í landinu hérna. Þetta kemur mér svo sem ekkert á óvart.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.5.2013 kl. 22:53
En hvernig svarar þú árásum og umsátri samfó um heimilin og nýja lyfjafrumvarpi'
sæmundur (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 23:24
Nú nú. Ætla þeir sjallar líka að ráðast á heimilin hérna! Eg skal segja ykkur það. Fyrst á að rústa velferðakerfinu - síðan ráðast á heimilin!
Var ekki nóg fyrir ykkur að rústa landinu hérna og svívirða land og lýð á allan hátt bara fyrir 5 árum síðan? Hvað hefur landið eiginlega gert ykkur??
Þvílíka óbermin sem þessir framsjallar eru að orð fá eigi lýst.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2013 kl. 01:35
Athugasemd númer 8 lýsir algjörlega fráfarandi ríkisstjórn
Snilldar penni þessi Ómar sem lýsir verkum Samfó og VG hárrétt
sæmundur (IP-tala skráð) 21.5.2013 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.