Framsjallastjórn mun ekki fella niður húsnæðisskuldir flatt og almennt á næstunni og sennilega aldrei með þeim hætti er Framsókn lofaði.

Það eru nokkrar ástæður fyrir því.  Skulum telja upp nokkrar.

1. Það er ekki hægt.  Ríkið hefur ekki efni á því enda varð Landskassinn beisiklí gjaldþrota 2008.

2. það er ósanngjarnt að dreifa peningum ríkis með þeim hætti er framsókn lofaði.

3. það verður aldrei sátt um efnið.

4. Það eru huge verkefni á vegum ríkis sem þarfnast sárlega fjármagans.  Svo sem velferðarkerfið.

5. Framsóknarmenn ætluðu aldrei að standa við loforðið.  Þeir voru bara, í raun, að kaupa atkvæði með gúmmítékka.

Nú eru margar sögur á kreiki um að fólk hafi hætt snögglega við að selja íbúð sína.  Ástæðan:  Fólk vildi bíða eftir 20% niðurfellingu Framsóknar.

Almennt er fólk þarna úti að bíða bara eftir tékkanum frá Framsókn.  Og jafnvel búið að gera plön fyrir sumarið hvernig peningunum verður eytt.

Þetta er eitthvað það hroðalegast loforð í allri lýðræðissögu Íslands.  Hryllingur hvernig Framsókn hagar sér.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, þú þarft ekki að vera ósáttur ef þetta verður niðurstaðan Ómar minn. Þetta hljómar bara eins og uppskeruhátið fyrir ykkur í samfylkingunni.

Þessi stjórn, sem væri þá í raun að fylgja ykkar stefnu, yrði væntanlega hrakin frá völdum og þar með kæmust þið upp í fyrra kjörfylgi. Í framhaldinu gætuð þið svo dundað ykkur við það næstu árin að sleikja upp kröfuhafa og baða ykkur upp úr sjálfshatri. Að ekki sé nú minnst á að áfría Icesave málinu til ósigurs.  

Seiken (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 14:10

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sorrý stína, en eg hef ekkert með SF að gera. Þ.a.l. er allt tal um SF irrelevant þessu viðvíkjandi.

það er svo kjarni efnis, er að Framsókn lofaði fólki peningum bara núna eftir helgi gegn því að fá atkvæði þess.

Þetta jafngildir bara að lofa fólki greiðslu fyrir atkvæði.

Þessi staðreynd er alveg brútalt æpandi.

En jú jú, svona þjóðfélag viljið þið framsjallar fá. Hryllingslýðskrum til að elítan ykkar geti létt álögum á sig en aukið álögur á hina veikari setti í samfélaginu. Þið vilduð þetta - og fenguð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2013 kl. 14:21

3 identicon

Engar áhyggjur Ómar.  Ef þetta verður niðurstaðan þá skal ég hjálpa þér að steypa þessari stjórn.

Það sem ég mun hins vegar ekki aðstoða þig við eru tilraunir ykkar til þess að hreinsa upp eiginfé íslenskra heimila til þess að greiða fyrir sambandsaðild. 

Seiken (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 14:41

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvaða ,,tilraunir" og hvaða ,,okkar"?

Það er þetta sem eg að tala um. Það er ósköp eðlilegt að hér varð hrun.

Tal margra innbyggjara er með miklum fádæmum.

Þeir koma gjörsamlega af hæstu fjöllum þegar þeri uppgvvöta hvernig verðtrygging virkar. Verðtrygging sem er búin að vera á öllum lengri lánum í um 30 ár og verðbólga hefur alltaf verið há og lánin hafa alltaf ,,hækkað" eins og kallað er.

Það að hægt sé að kynda svona lýðskrum upp útaf engu engu sérstöku sínir - að það var ósköp eðlilegt að hér varð hrun. Og mikil hætta er á að Framsjallar starti öðru hruni innan skamms bara vegna óvitaskapar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2013 kl. 14:56

5 identicon

Nei, nei Ómar.

Fólki er vel kunnugt um hvernig verðtrygging virkar og það hefur umborið hana í nokkra áratugi. Sá tími er liðinn.

Það sem kemur hins vegar ekki til greina, er að í framhaldi af bankahruni þar sem styrktaraðilar ykkar samfylkingarmanna prentuðu krónur á stjarnfræðilegum skala og notuðu þær til þess að hreinsa upp gjaldeyrisforða þjóðarinnar, að þá skulu lántakendur þurfa að bæta lánveitendum að fullu óhjákvæmilegt gengisfall sem af þessu hlaust.

Hrunið var ákveðin profsteinn á siðferðisþrek fólks Ómar. Samfylkingin, að örfáum aðilum undanskildum, reyndist ekki hafa neitt.  Hún reyndi að nýta sér bága samnings- og réttarstöðu almennings til þess að ná pólitískum markmiðum sínum. Þesss vegna fóru kosningarnar eins og þær fóru.   

Seiken (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 15:26

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jahá. Mikil er illska samfylkingar.

Það er enginn ,,að bæta" neinum neitt. Það er bara verið að borga það sem á að borga samkvæmt samningum.

Íslenska krónan virkar svona. Verðrýnun. Verðtrygging? Einhver heyrt minnst á það?

Málið er að fólk virðist ekki skilja hvernig verðtrygging virkar. Það skilur ekki verðbólgueffekt, verðrýrnun og vertryggingu.

Hefur folk tekið eftir því að þegar það fer útí búð og kaupir í matinn - þá hefur allt ,,hækkað"!??

Ég hef tekið eftir því.

Og afhverju er það? Jú, það er afþví að SF er svo ill og vond!! Hún hækkar allt vöruverð!!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2013 kl. 15:41

7 identicon

Ómar.

Þáði flokkurinn þinn mútur gegn því að gefa LÍÚ makrílkvótann?

Þáði flokkurinn þinn mútur gegn því að ríkisvæða Icesave?

Þáði flokkurinn þinn mútur gegn því að hætta við fyrningarleið?

Þáði flokkurinn þinn mútur gegn því að samþykkja Árna Páls lögin?

Þáði flokkurinn þinn mútur gegn því að samþykkja 300 miljarða skuldabréf í erlendri mynt milli nýja og gamnla Landsbankans?

Þáði flokkurinn þinn mútur gegn því að líta undan á meðan bankarnir neita að hlíða Hæstaréttardómum í ólöglegum lánum?

Þáði flokkurinn þinn mútur gegn því að leyfa auðmönnum að kaupa hér krónum á verulegum afslætti gegn því að skila þýfinu heim?

Ef ekki, er þetta þá bara svona ofboðslega getulaust fólk í verkum?

Sigurður (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 16:39

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eins og áður er sagt, þá á eg því miður engan flokk. Bara því miður. Sorrý stína.

Að öðru leiti siggi sjalli, þá verðurðu að eiga þessa orðræðu þína við þinn sjallaflokk. Getur prófað að spurja þá að því. Hugsanlega geturðu prófað að spurja framsókn líka.

Þér verður áræðanlega vel tekið þar og þínar hugmyndir fá gott brautargengi. Hef enga trú á öðru.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2013 kl. 16:58

9 identicon

m.a.s. Ómar Bjarki er farinn að þvo hendur sínar af samfylkingunni...

Rosalega er það lýsandi fyrir afhroð flokksins.

Sigurður (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 19:12

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það hefur alltaf legið fyrir að eg hef ekkert með einhvera SF að gera end er eg hlutlaus í ísl. flokkapólitík.

Hitt er svo allt önnur umræða að sigga- og sæmundargrey eru líklega á málum hjá Framsjöllum og pósta úr holræsi valhallar. Talsverðar líkur á því. það er barasta allt önnur saga og umræða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2013 kl. 22:58

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Alveg hreint ótrúlegt að sjá ÓBK, afneyta SF jafn oft og raun ber vitni.  Minnir mjög á Pétur postula. 

Menn geta að sjálfsögðu verið í einhverjum trúarhóp, þótt þeir tími ekki að greiða félagsgjaldið.  Menn eru jarf trúir sínu eftir sem áður og enginn fer í grafgötur með trúarhita ÓBK né úr hvaða átt sá hiti kemur.

Hins vegar hef ég oft haft það á orði annarsstaðar, að það eru einungis tvenns lags kjósendur sem kjósa á Íslandi.  Þeir sem kjósa Framsóknarflokkinn og þeir sem gera það ekki. 

Þeir sem gera það ekki, leita í öllum skúmaskotum af sukki og svínaríi hjá þeim flokki, þó masminna væri fyrir þá að beina lukt sinni að eigin svínastíu, skúmaskotum og samsæriskenningum.

Oft leiðir þessi angist til þess að mynduð eru önnur stjórnaöfl, sem eru með stefnu Framsóknarflokksin sem hryggjarstykkið í stefnumálunum, með smá varíasjónum út og suður.

En svo verður hver að fljúg sem hann er fjaðraður.

Benedikt V. Warén, 19.5.2013 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband