11.5.2013 | 18:50
Þetta er allt sviðsett. Sennilegast voru engar ,,viðræður" uppí lúxusíbúð. Það var bara farið þangað til að sviðsetja myndir.
Uppleggið er að höfða inná svona ,,naivisma" kjósenda Framsjalla enda reiða þeir nú ekki vitið í þverpokunum. Sumir kusu þá vissulega útaf þeirri einföldu staðreynd að Frasjallar hafa fyrst og síðast á stefnuskrá að hygla velstæðum á kostnað hinna verr settu í samfélaginu. Þ.e.a.s. taka frá fátækum og færa til auðugra. Þetta er pólitískur armur ákveðinna viðskiptaklíka í landinu sem kunnugt er.
Myndirnir af þeim silfurskeiðadrengjunum í lúxusíbúðinni eru augljóslega bara uppstilling til að færa naive þenkandi kjósendum þeirra. Svona séð og heyrt kjaftæði. Það hefur augljóslega enginn fundur eða viðræður verið þar. Þetta er bara uppstilling. Og mér finnst þetta einstaklega kjánalega og illa gert þó vissulega hafi verið lagt talsvert í naive- og aulaímyndina sem fólki er færð.
Alvöru skipting bitlinganna og feitu bitanna fer auðvitað fram í reykfylltum skuggalegum myrkrakompum Framsjallaelítunnar í Rvk.
Það sést vel þarna að ekkert er í bollunum, tóm skál, tómir diskar - og pönnsurnar ósnertar. Haha og svo er settöppið: Silfurskeiðadrengir voða mikið að hugsa! Eitthvað sem gæti ekki gerst í fyrsta lagi. Og hvað ætti Simminn að vera lesa þarna útí bláinn eða Baddinn í tölvunni. Þetta meikar ekki einu sinni sens. Svo stjúpid og naive er það. Skyrturnar eru ekki einu sinni sannfærandi. Þetta er allt of naive og kjánalegt.
Fundað fram eftir degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem tekið er eftir er hve fáir eru kallaðir að viðræðunum.
Engir málefnahópar. Eitthvað ef til vill hringt í menn og þeir spurðir.
Það getur verið afar hættulegt að flokksmenn séu ekki upplýstir hvað er að gerast? Menn fara að gerast órólgir og þá getur allt sprungið.
En ef til vill er þetta ímyndunarferlar og vinna, eins og þú bendir á.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.5.2013 kl. 19:42
Fyrst núna að byrja að ræða um skuldavanda heimilanna. Hvað hafa þeir verið að ræða hingað til? Fjölgun ráðherra sagði Bjarni í hádegisfréttum.
Sveinn R. Pálsson, 11.5.2013 kl. 19:43
Já. Þetta verður eitthvað skrautlegt.
Í fyrsta lagi, að mínu mati, er augljóst að þeir eru að reyna að hafa ímyndunarferla. Þeir eða bakliðið metur það þannig að sé áhrifaríkt á innbyggjara. Sem er sennilega rétt mat.
Í öðru lagi, þá eruðvitað eftirtektarvert að núna í dag fyrst komu orðin ,,skuldamál heimilana" upp. En þá höfðu margir undrast í nokkra daga afhverju þau orð væru hætt að heyrast.
Í þriðja lagi virðist sem það eina handfasta sé fjölgun ráðherra um hugsanlega 3. Dugar ekki minna. Það er merkilegt. Það bendir sennilega til að Sigmundur fái forsætisráðherrann - en Sjallar fái þá fleiri ráðherra. Mundi ég ætla.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 20:08
Ómar hversu margir voru ráðherrar hjá fráfarandi ríkistjórn og hverjir voru það ???
Ómar hversu marga blaðafulltrúa höfðu ráðherrar fráfarandi ríkisstjórnar og hverjir voru það
Hversu margir aðstoðarmenn gegndu störfum hjá fráfarandi ráðherrum og hverjir voru það .
Hversu margir voru ráðnir til starfa fyrir utanríkisráðuneytið sem ekki voru flokksmenn.
Og prufa nú að svara ??
sæmundur (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 21:21
Sæmi fróði hann situr í frans
í svartaskóla og rembist við
að rís'undir nafni hann rínir svo stíft
í rúnir að gleymt honum er sjálft nafnið
sjálft nafnið, eigið nafnið
að gleymt honum er það sjálft nafnið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 21:37
Er þetta ekki að verða lítilsvirðing við innbyggjara að bjóða þeim upp á þetta asnalega "publicity stunt". Daglega nýjar myndir af silfurskeiðingum brosandi út að eyrum. Eru þessir milljónamæringjar ekki bara að leika sér?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 22:39
Jú. Sammála þessu. Þetta er bara mógðun.
En nb., nú skulu menn taka vel eftir, að nú geta menn sé hve jákvæð umfjöllun eða framsetning meginfjölmiðla skiptir rosalega miklu máli. Skiptir öllu máli.
Held að fólki mörgu finnist þett krúttí-púttí og spennandi. Fólk er svo naive.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 22:58
ekkert svar enn gæti verið að þú sért enn að telja
Því að fráfarandi stjórn setti ekki bara met í níðast á almenningi með álögum heldur hafa aldrei fleirri verið ráðherra engin stjórn hefur haft fleirri blaðafulltrúa
sæmundur (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 01:19
Og adrei hafa fleiri sæmundar og sigurðar framsjallaskrönglast með innihaldslaust bjálfabull.
Það sem verður nefnilega fróðlegt að sjá, hvernig framsjallafjölmiðlum tekst núna að setja lokið á pottin er þeir hafa kynnt undir linnulítið í 4 ár. Verður nefnilega mjög frólegt og ber að dokkjúmentera fræðilega.
Siggi Hlö! Hahaha. Þvílíkur skrípaleikur og móðgun við hugsandi fólk.
En fólkið virðist nefnilega falla fyrir þessu. Og það er mjög merkilegt. Stórmerkilegt. Ásamt því að vera skerí. Verulega skerí hve áróður/propaganda og framsetning fjölmiðla - stjórnar því hvernig pöpullinn hugsar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.5.2013 kl. 01:42
Ps. Þ.e.a.s. að sá sem ræður fjölmiðlunum eða sá sem hefur áhrifavald yfir fjölmiðlum - hann ræður hvernig fólk hugsar. Í svona tilfellum eins og stjórnartaka hægri afla og elítu - þá skiptir öllu máli fyrstu viðbrögð. Gerir það ogt í propaganda - en alveg sérstaklega mikilvægt í slíkum tilfellum er nú um ræðir. Það er aveg sérstaklega mikilvægt að innprenta jákvæða mynd í huga fólks strax. Þetta virðast ímyndarsérfræðingar hægri aflana fatta og leggja mikla vinnu í.
Þetta er hérna, altso, huxleyískt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.5.2013 kl. 01:47
Þið kratat látið ykkur þetta að kenningu verða....
pakkakíkir (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 11:46
Það var sem mig grunaði
þú nærð ekki að telja hvursu margir voru ráðherrar í fráfarandi ríkisstjórn enda var elítan að skreyta sig með titlum og alkyns dúllum og pöpullinn í samfó var bergmuninn af snilldar leikfléttum Jóhönnu og hennar hirðar.
En sem betur fer áttaði almenningur sig þegar að líða fór á kjörtímabilið og því fór sem fór Jóhanna yfirgaf sökkvandi skip sem og stýrimaðurinn (ég reyndar hélt að hann færi til Grikklands ) og almenningur vonandi farið að eignast fyrir salti í grautinn
sæmundur (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 16:51
Eg nenni ekki að eltast við hálfvitatal leigupenna útrásarvíkinga og framsjallaelítu svo sem sæmunda og sigurða. Skrif slíkra óberma dæma sig sjálf. Slík óbermi eru m.a. ástæða þessa að framsjallar rústa landinu hérna reglulega og tæma alla sjóði sér til handa og byggja glæsi- og lúxushýsi vitt og breitt og éta þar humarsteik og skála í kapmpavínu uppá hvern dag. Síðan rjómapönnukökur í eftirrétt. Í restina kemur svo presturinn og segir amen og hallelúja.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.5.2013 kl. 17:40
Og ps. þetta er sennilegast allt rétt hjá mér sem eg benti á í pistli. Spuni og ímyndarherfð andskotans. Síðan hefur bæst við þetta. Sigg Hlö? Hahaha. Vitleysingurinn Jóhannes öskrandi eins og fífl. Að þessir menn skuli ekki skammast sín. Þetta hyski virðist vera alveg siðlaust.
Varðandi fyrsta verk þeirra Framsjalla um að fjölga ráðherrum - það er auðvitað bara til að geta sett fleiri á beit við þjóðarkjötketilinn. Á kostnað hinna verr stæðu í þjóðfélaginu. Verður fróðlegt og sennilega óhugnalegt að sjá niðurskurðinn á velferðarkerfinu frá þessum óbermum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.5.2013 kl. 17:57
Gaman að lesa lýðræðisástina sem skín úr skrifum þínum
Heldur þú ekki að Jóhanna og Steingrímur hafi skorið allt niður sem hægt var
sæmundur (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.