8.5.2013 | 11:07
Verklausir Framsjallar.
Stjórn landsins er áfram í styrkum höndum þeirra SJS og Jóhönnu sem björgðu landinu á undanförnum árum og komu þjóðarskútunni á réttan kjöl með jafnræðisprinipp að leiðarljósi. Eftir kosningar fyrir að verða tveim vikum hefur svo átakanlega komið fram hverskonar Framsjallaöfl þetta eru sem meiripartur innbyggjara kaus yfir sig. Undir forystu silfurskeiðadrengja þar sem annar hefur aldrei gert neitt en hinn fór að paufast eitthvað og setti allt umsvifalaust á hvolf af einskærum óvitahætti, að því er virðist.
Nú, síðan undanfarna viku hafa peyjarnir þóst vera að mynda stórn þar sem augljóslega var fyrst og fremst verið að tala um hver ætti að fá hvaða bitling - en að öðru leiti hafa þeir ekki gert annað en að éta. Hafa graðkað í sig rjómapönnukökum í lúxusíbúðum Framsjallaelítunnar hérna. Að éta - það getur þetta. En að vinna - það getur það ekki.
Starfsstjórn má gera hvað sem er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel orðað.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 11:21
Aldrei reiknaði maður með öðru en að þú Ómar Bjarki skyldir það ekki að vinstra hyskinu var hafnað í kosningunum.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 8.5.2013 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.