Mennirnir tveir sem innbyggjar ætla að láta stjórna landinu hérna með rjómapönnukökuáti.

Ok.  þetta er annar.  Honum tókst að setja fyrirtæki á hvolf sem á ekki að vera fræðilega hægt að setja á hvolf.  En honum tókst það.  Með auðvitað stórkostlegu tjóni fyrir allan almenning með einum eða öðrum hætti.    

Hinn hefur aldrei gert neitt nema fæðast með silfurskeið í munni.  Þurfti aldrei að gera neitt nema leika sér einhversstaðar út um allan heim - en tókst samt  ekki að taka nokkurt próf.   Kom svo hingað upp og skreytti sig ýmsum tilum og riddaragráðum.  þóttist hafa unnið einhverja seríu fyrir sjónvarpið um skipulagsmál í 50 borgum hahaha.    

Og þetta kjósa innbyggjar fyrir helstu ráðamenn hérna.  Getur bara skýrst með heimsku talsverðs hluta innbyggjara.  Hreinræktaðri andskotans heimsku.   Og inní heimskuna spilar sennilega síðan græðgi og siðleysi ásamt fúlu þjóðrembingsprumpi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður ekki leiðtogi eins helsta stjórnmálaflokks lands afþví þú sérst fæddur með silfurskeið í munninum. Þú færð ekki inngöngu í besta háskóla í heimi afþví að vera fæddur með silfurskeið í munni. Oxford tekur ekki við nokkrum manni bara afþví hann geti borgað. Ófáum sonum lávarða og vellríkra manna hefur verið synjað þar um skólavist. Tókst ekki að taka nein próf? Í Oxford eins og mörgum betri skólum en hér á landi býðst sá valkostur og hefur gert í áratugi að sleppa mastersgráðu og fá hana í staðinn metna upp í doktor, en auðvitað þá aðeins að maður hafi að baki nám sem jafngildir mastersgráðu. Öðruvísi fær maður ekki inngang sem doktorsnemi, sem Sigmundur var skráður þar við skólann. Margir kjósa að sleppa mastersgráðunni en fá hana frekar metna, afþví þá þarf ekki að velja nýtt ritgerðarefni, eingöngu að stækka þá sem átti að verja í mastersprófið. Þetta er aðeins gert ef samþykki hefur fengis fyrir mastersritgerðina og hún dæmd nógu góð til að vera stökkpallur í doktorsritgerð, frekar en óbreytt mastersritgerð. Öfund gerir engann stærri eða betri mann.

Doktor (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 03:37

2 identicon

Ég kýs VG. En kýs líka að leiðrétta fáfræði, öfund og heimskulega hleypidóma lítilla sveitakalla sem skilja ekki muninn á háskólanámi við Oxford og litlu skólana á Íslandi, og nenna ekki heldur að kynna sér þennan mun, en kasta bara fram sleggjudómum. Gráðuleysi Sigmundar, þar sem hann fékk að vera metinn sem doktorsnemi, telst "fínna" en mastersgráða í mörgum tilfellum þar í landi og meira traustvekjandi, því ritgerð og nemandi þurfa að vera sérstaklega góð til að menn fái leyfi til að sleppa við masterinn. Það er í raun viðurkenning á því að ritgerðin sé of góð fyrir master.

Doktor (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband