27.4.2013 | 21:38
Dræm kjörsókn í Reykjavík.
Úrfrá því geta menn m.a. spekúlerað í þeirri mikli ráðgátu sumra sem hafa velt mikið fyrir sér undanfarin misseri, hve fáir sögðu nákvæmlega hvað þeir ætluðu að kjósa - þeir ætluðu ekki að kjósa! Halló.
Nú, í annan stað má velta fyrir sér hvort minni þáttaka í Reykjavík en Landsbyggð hafi einhver áhrif á niðurstöðu kosninga í heild. Eg met það svo að þetta gæti haft þau áhrif að Framsókn og Píratar fái minna í heildina en búist var við.
Það breytir sennilega litlu um þingmannafjölda Framsóknar vegna þess hve þeir fá marga kjördæmakjörna menn á Landsbyggð - en gæti haft áhrif á Pírata í heild. Þeir verða líklega á mörkunum kringum 5%
Ágiskun:
A: 8%
B: 22%
D: 28%
S: 16%
V: 13%
Þ 4.9%
Aðrir minna.
![]() |
Minni kjörsókn í Reykjavík en 2009 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.