Auglýsingaskrum Framsóknarflokks og karakterar í sögum Guðrúnar frá Lundi.

Soldið merkilegt og umhugsunarvert að fylgjast með skrumi Framsóknarflokksinns.  Þetta er augljóslega þaulundirbúið og útspekúlerað.  Það eru ákveðinir PR sérfræðingar eða auglýsingstofur sem hanna þetta.

Og nefnilega, að skrumið virðist hitta á einhverja taug í mörgum innbyggjurum.  Einhverja brasktaug.  Að einhvernveginn sé hægt með einföldum trikkum að redda öllu fyrirhafnalaust og aðalvandamálið séu leiðindi úrtölumanna o.s.frv.

Að sumu leiti minnir PR skrum Framsóknar á karaktera sem algengir voru í bókum Guðrúnar frá Lundi sem eg las gjanan sem krakki.

Að í bókum hennar voru oft karakterar sem tóku allt létt og fóru kæruleysislega að í sínu atferli og allt átti að vera einhvernveginn ekkert mál.   Þegar slíkur karakter var kynntur til sögunnar í bókum Guðrúnar - þá vissi maður alveg eftir smá þjálfun í bókum hennar að slíkum karakterum myndi ekki farnast vel í framþróun sögunnar.  

Það er soldið eins og PR herferð og auglýsigaskrum Framsóknar sé líkt þessu eða höfði inná ofanlýsta taug.   Þ.e.a.s. að framsóknarmenn setja sig soldið fram eins og ofannefndir karakterar í bókum Guðrúnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

ÓÓÓ, nú fer maður að skilja sálartötrið þitt: Guðrún frá Lundi.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 25.4.2013 kl. 00:20

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Guðrún frá Lundi er einn merkasti rithöfundar Íslands. Það er almennt viðurkennt núna. Samtími hennar og aðstæður ettu henni þó sínar skoður náttúrulega.

Jafnframt er svo merkilegt sögur hennar að tíminn sem þær gerast á er yfirleitt rétt fyrir 1900 (stundum aftar) og að þeim tíma er flutningur á mölina varð algengur. Þ.e.a.s. hún fangar tilurð íslands eða þjóðarinnar eins og við þekkjum það í dag.

Inn á milli eru alveg magnaðir kaflar og hlutar í sögum hennar og stórmerkilegir karakterar sem eru í raun tímalausir.

Jú jú, það er á stundum, virðist manni, ákveðinn siðferðisboðsskapur í og með í sögum hennar. Þ.e.a.s. að það virðist ekki leyna sér hver afstaða hennar er. En það skemmir svo sem ekkert fyrir beinlínis því hún var svo góð sögumanneskja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.4.2013 kl. 02:02

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Guðrún frá Lundi er einn merkasti rithöfundar Íslands. Það er almennt viðurkennt núna. Samtími hennar og aðstæður settu henni þó sínar skorður náttúrulega."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.4.2013 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband