22.4.2013 | 23:49
Framsóknarflokkurinn ,,svarar" spurningum um hvernig þeir ætla að draga 400 milljarða upp úr hatti vondra útlendinga - engin svör. Ekkert sem hönd er á festandi.
Þetta er náttúrulega með hreinum ólíkindum og ósköpum. Td. bara hægt að líta á fyrsta svar - Haa??
,,1. Snýst leið Framsóknar bara um krónueignir kröfuhafa í þrotabúunum, það er reiðufé og virði Arion banka og Íslandsbanka? Ef svarið er já er þá ekki ljóst að 300 milljarðarnir sem Stefán talar um verða ekki notaðir tvisvar, það er (A) til þess að fækka krónum í umferð, lækka skuldir ríkisins og til að liðka fyrir afnámi gjaldeyrishafta annarsvegar og svo (B) hins vegar til að lækka lánaskuldir heimilanna um 20%?
Svar: Í lið (A) koma fram ósamrýmanleg markmið: ,,fækka krónum í umferð, lækka skuldir ríkisins og liðka fyrir afnámi hafta". Það er ekki hægt að taka krónur úr umferð með því að lækka skuldir ríkisins. Það er augljóst að ef ríkið notar krónur til að greiða skuldir sínar, þá fá einhverjir þær krónur til afnota og þær eru þá aftur komnar í umferð. Nema viðtakendur krónanna geti greitt upp einhverjar skuldir við banka og geri það. Í lið (B) er hægt að ná fram lækkun skulda heimila og að fækka krónum um leið. Að því leiti sem krónur væru notaðar til að greiða niður skuldir heimila við banka þá myndi peningamagn lækka sem því næmi."
http://frostis.is/10-spurningum-ossurar-um-framsoknarleidina-svarad/
Athugasemdir
Þarna sést strax að framsókn svarar ekki spurningunni. þ.e.a.s hvort ekki sé verið að nota sömu krónurnar tvisvar. Framsókn snýr út úr grunnspurningunni beisiklí.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.4.2013 kl. 23:54
Svo kemur seinna varðandi þennsluáhrif: ,,Ef lækkunin er greidd út á löngum tíma (t.d. 20 árum) þá yrðu þensluáhrifin hverfandi."
Haa?? 20 árum? 1% á ári??
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2013 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.