22.4.2013 | 21:12
Íslendingar ætla að kjósa sig aftur í tímann, að því er virðist.
Ef fram fer sem horfir og íslendingar kjósa Framsjalla til valda hérna, að þá þýðir það bara að snúið verði aftur til helmingaskiptafyrirkomuagsins sem var hérna við líði. Og það þýðir líka afturhvarf og hugarfarslega stöðnun.
Framsjallar eru ekki að bjóða uppá neitt nema þetta sama gamla. Engin framþróun heldur afturför í raun.
Orsökin fyrir þessum pólitísku furðulegheitum íslendinga er langtíma propaganda Framsjallafjölmiðla og brúnstakka þeirra sem djöflast hafa látlaust síðan þeir voru settir út fyrir garð.
það er ljóst að það skiptir miklu fyrir valdablokkir að baki Framsjöllum að þeir komist sem fyrst að þjóðarkjötkatlinum og geti farið að moka feitu bitunum uppá sinn disk á kostnað almennings.
það veldur vissulega vonbrigðum að pólitísk greind íslendinga sé ekki meiri en þetta. Gerir það nefnilega. Veldur vonbrigðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.