21.4.2013 | 16:08
Ísland er að borga Icesaveskuldina upp í topp. Þetta virðist flækjast fyrir mörgum. Vitleysisþjóðaratkvæðagreiðslurnar og bjánatal framsóknar skiptu engu.
Ísland er að borga skuldina upp í topp Með eignum og í gegnum Nýja Landsbankann sem er í ríkiseigu. Ekki aðeins lágmarkið heldur uppí topp. Afhverju flækist það svo fyrir fjölmiðlum að segja fólki það?
Jafnframt er hreinn barnaskapur að halda að það yrði yfirhöfuð leyft að stefna viðskiptahagsmunum landsins við vinaþjóðirnar B&H í voða með einhverjum fíflagangi eins og bjánatali framsóknar. Um þetta var því samið á bakvið tjöldin 2009-2010. Með skuldarbréfum frá nýja banka til þess gamla.
Eftir það snerist samningur milli ríkjana aðeins um að Ísland fengi ákveðinn siðferðisstimpil sér til hagsbóta. Framsóknarvitleysingar sem lítið kunna og lítið geta og indefensskúrkarnir ásamt forsetagarmi komu í veg fyrir það með tilheyrandi stórtjóni fyrir land og lýð og borga menn þann skaðakostnað framsóknar á næstu árum.
Þetta er ekkert flókið.
Athugasemdir
Þú ert að tala um skuldabréf frá nýja Landsbankanum til þess gamla. Þú ert þar að tala um gjörning undir verkstjórn Steingríms J. með samverknaði Jóhönnu-liðsins. Þetta hittir þína eigin menn fyrir.
Beint er það þó þrotabú Landsbankans, sem borgar Icesave-skuldina, ekki ríkissjóður, eins og þú agiteraðir manna mest fyrir, ásamt þínum rögu og þrælspilltu pólitíkusum.
Samkvæmt Buchheit-samningnum, sem þú agiteraðir fyrir, værum við að borga VEXTI af Icesave-innistæðunum -- værum nú búin að borga 65 milljarða kr. í vexti (til 1. apríl sl.) og allt í erlendum gjaldeyri -- en ekki vexti af einu né neinu né heldur greiðslur af höfuðstól samkvæmt EFTA-dómsúrskurðinum.
Já, enn máttu skammast þín, en bölsótast samt í þrjózku þinni og iðrunarleysi.
Sjá nánar hér á frábærri upplýsingasíðu Samstöðu þjóðar: Krónuteljari við svartholið Icesave.
Jón Valur Jensson, 21.4.2013 kl. 21:42
Svo er komið Ómar, að það eru einungis andstæðingar þínir í Icesave-deilunni sem vilja eiga við þig orðastað. Áhugavert væri að fá útskýringu á fullyrðingu þinni.
Þú heldur því fram að samið hafi verið um að Icesave yrði greitt upp í topp, “Með eignum og gegnum Nýja Landsbankann…” og “Um þetta var því samið á bakvið tjöldin 2009-2010.”
Hvaða heimildir hefur þú fyrir þessum ummælum?
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 21.4.2013 kl. 22:42
Er eg að tala um skudarbréf? Að sjálfsögðu er eg að tala um skuldarbréf - TVÖ SKULDARBRÉF! Man ekki einu sinni hve mörghundruð milljarðar þau eru. Allt borgað í gegnum Nýja Landsbankann.
Það hefur legið fyrir síðan i raun 2009 og alveg örugglega frá 2010 að þetta yrði borgað uppí topp plús álag í gegnum bankann sem er í eigu ríkis.
Maður á ekki orð yfir slíkum barnaskap hjá fulorðnum mönnum að halda það að hægt sé að stefna viðskiptahagsmunum og lánamöguleikum hjá vinaþjóðum okkar B&H í slíkan voða sem kjánaþjóðrembingar vildu - en fengu ekki. það var bara amið um etta á bakvið tjöldin náttúrulega og þar var ekkert SJS eða Jóhanna sem hafa unnið þrekvirki við að bjarga landinu undan ykkur sjallabjálfum. Þeir sem stóðu að slíkum baksamningum voru auðvitað fjármálamógular íslands ýmisskonar enda sjallar í höfuðpóstum yfir þessu þrotabúi sínu.
þetta er öllum ljóst sem huga hálfa hugsun og hafa sett sig inní mál.
Auk þess sem þessi Efta dómur Páls Hreinssonar, sem ykir furðulegur og engin fyrirmynd neinsstaðar, þýðir í raun að Ísland á að borga allt uppí topp plús álag - þó hann þurfi ekki að dæma um það því ESA var svo sniðugt að hafa það ekki með í upplegginu.
Það versta er þó skaðinn og tjónið sem framsóknarmenn, indefens, forsetinn og kjánaþjóðrembingar hafa valdið þessu landi með fíflaganginum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.4.2013 kl. 23:18
Hvers vegna ertu svona æstur Ómar, ef nýlenduveldin fá allar sínar kröfur greiddar "upp í topp plús álag" ??
Hverjir gerðu baksamningana sem þú talar um?
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 21.4.2013 kl. 23:31
Eigi æstur. Það verður að halda þessari staðreynd til haga. Icesaveskuld ykkar sjalla verður alltaf boruð uppí topp plús álag. það kemur fram ofar hverjir og hvernig um þetta var samið. þessi baksamningur hefur hinsvegar ekki fengið neina athygli. (Jú jú, maður hefur séð 1-2 vera að tala um þetta í aðdraganda kosning - en sem betur fer veit enginn um hvað þeir eru að tala.)
Þessi fíflagangur framsóknar, indefens, forsetagarms og kjánaþjóðrembinga - var bara það. Fíflagangur í pólitísku prumpprópagandaskyni.
Fiflagngurinn náði slíkuð hæðum og útbreiðslu að nú er meir að segja talað þannig - að ísland sé ekki að borga þetta!
það er ekki hægt annað en brosa að einfeldni margra innbyggjara hérna. Svo borga þeir og borga bæði icesaveskuld sjalla og fíflagang framsóknarforsetakjánaþjóðrembinga. Allt uppí topp plús álag.
Síðan ætla þeir núna að knýja fátæka og landsbyggðarmenn til að borga skuldir auðugra efnamanna í reykjavík: Innbyggjarar: Jibbí! Haa?? Það er bara ekki í lagi með hluta innbyggjara. Heimska hluta innbyggjara er stórlega vanmetin. þeir vita ekki einu sinni hvernig verðtrygging virkar! Samt labbar annar hver maður hérna inní banka og tekur lán til margra tuga ára verðtryggt - og hefur ekki hugmynd um hvernig verðtrygging virkar. Síðan snúa þeir sér við - og þá halda þeir að þeir ráði því hvort ákveðin skuld við vinaþjóðir B&H sé borguð! þvílík heimska.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.4.2013 kl. 00:01
Ég get glatt þig Ómar, því að þú ert ekki eini kjölturakki Evrópusambandsins sem afneitar Icesave-ósigrinum. Það gerir Guðmundur Gunnarsson líka:
Kjölturakkar ESB hafa ekkert lært af endalokum Icesave-deilunnar
Samstaða þjóðar, 22.4.2013 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.