21.4.2013 | 12:28
Hvað kosta kosningaloforð Sjallaflokks og Framsóknar?
Nú lofa bæði Sjallar og Framsókn að þegar þeir verða teknir við hérna í maí, að þá eigi ríkið að borga húsnæðisskuldir vel stæðra eignamanna í Rvk. Þeir leggja það þannig upp að viðkomandi eigi að fá skattaafslátt sem fari í afborgun húsnæðisskulda. Man ekki alveg töluna í augnablikinu en um er að ræða tugi þúsunda á mánuði í skattaafslátt.
Þetta verða þá tekjur sem ríkið verður af. Hvar ætla þeir að skera niður á móti? Og hve mikið þarf að skera niður. Hvað kostar þetta?
Alveg undarlegt að sjá ekki nokkurn fjölmiðil spyrja slíkra einfaldra spurninga. Fjölmiðlar á íslandi eru meira og minna handónýtir. Enda allir í eigu og/eða undir áhrifavaldi þeirra Framsjalla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.