14.4.2013 | 02:40
Ísland 2003: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (...) varar við hugmyndum um að auka húsnæðislán upp í 90%. Framsókn: ,,Þetta eru varkárir menn".
,,Í skýrslu sendinefndarinnar segir að það hvíli fyrst og fremst á ríkisfjármálum og annarri stefnu stjórnvalda að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Í því samhengi er varað við því að hugmyndir stjórnvalda um útlánaaukningu Íbúðalánasjóðs verði að veruleika. Það er sagt geta grafið undan lausafjárstýringu Seðlabankans. ,,Þetta eru varkárir menn og leggja áherslu á að þetta verði innan strangra marka," segir ÁrniMagnússon félagsmálaráðherra..."
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=263655&pageId=3703300&lang=is&q=%DEetta%20eru%20vark%E1rir%20menn%20%FEetta
LOL. það er mikið ólíkindum skaðinn sem framsóknarmenn hafa unnið landi og lýð. En því skal eigi gleyma að þeir Sjallar voru með þeim framsóknarmönnum í þessari vitleysu eins og annarri á einræðistímabili þeirra. Sjallar geta ekkert firrt sig ábyrgð af þessum hagstjórnarmistökum - sem nánast allar stofnanir innanlands sem utan vöruðu stranglega við! Nema einhverjar framsóknarstofnanir.
Syndir framsóknarmanna eru stórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað er betra að tala um 2003 heldur en Hrunið á vakt Samfylkingarinnar og mislagðarhendur við björgun á eigin klúðri sbr. 110% skjaldborgarlánin.
Það má Sigmundur og nýtt fólk í Framsókn eiga að þau hafa lært af reynslunni og ættla að leiðrétta of miklar skuldir heimilanna. Þveröfugt við vinstri ríkisstjórnarflokkana sem ætla að styrkja skjaldborgina um bankana.
Jón G (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 04:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.