Niðurfærslur húsnæðisskulda verða alltaf borgaðar með skattfé almennings, eðli máls samkvæmt.

Ef talað er um flata niðurfellingu uppá 400 milljarða, þá er um gríðarlega millifærslu peninga frá og til eftirfarandi hópa:

1.  Frá hinum verr settu til hinna betur stæðu í þjóðfélaginu.

2. Frá Landsbyggð til Höfuðborgar.

þetta er alveg plain og borðleggjandi.  þessi umræða var öll tekin 2009 og alveg ótrúlegt að flestir virðast hafa steingleymt henni og það á að fara í gegnum allt aftur, lið fyrir lið.  Flöt niðurfærsla er gjörsamlega galin hugmynd.  Færa fé frá fátækum til hinna betur stæðu í þjóðfélaginu.  Engum nema Framsóknarelítunni sem dytti slíkt í hug.

Nú, öll slík  niðurfærsla yrði auðvitað að miðast að því að aðstoða hina verr settu og þá sem raunverulega á aðstoð þurfa að halda og yrði þá áframhald á stefnu og framkvæmd núverandi stjórnvalda sem hefur með útsjónarsemi fellt niður mikið magn skulda og ekki síst aðstoðað skulduga gegnum vaxtabóta- og skattakerfið með jöfnunarprinsipp að leiðarljósi.

Þetta tal sem mikið er í tísku núna um að ríkið eigi von á um 400 milljarða gjöf frá vondum útlendingum eða til vara að framsóknarmenn ætli að ráðast í slíkt með kylfum og haglabyssu - er í besta falli einhver brandari eða í fersta falli lýðskrum.

þetta tal hefur eftir margra daga umræðu ekki fengið neitt bakköpp eða útskýringar á nokkurn hátt.

þessvegna er loforð framsóknarmanna ekkert annað en opinn tékki á skattgreiðendur hérna.  Almenning í landinu.  Hjúkrunarkonur, bændur og sjómenn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband