Hvernig ætlar hinn íslenski Berlúskóní að ,,afnema skuldir"?

Hann segir að vondir útlendingar eigi að gefa íslendingum pening.  Þeir eru svo vondir þessir útlendingar að þeir eru hrægammar!  Segir hinn íslenski Berlúskóní.

Ok.  ef við segjum að þessi leið sé til - þá er í raun um tvær leiðir að ræða:

1.  Samningar við vonda útendinga.

2.  Eignaupptaka hjá vondum útendingum.

Milli þessara tveggja leiða er mikið og stórt  bil.  þetta eru í reynd tvær ólíkar leiðir.

Hinn íslenski Berlúskóní, hinn popúlíski flokkur, - hann fæst ekki einu sinni til að segja hvora leiðina hann ætlar að fara!

það er með ólíkindum og mikil fádæmi og mikil nýjung - ef innbyggjarar ætla ekki að fá fram nákvæmar skýringar áður en þeir kjósa svona lýðskrum og kjánaþjóðrembing yfir sig.  Miklum ólíkindum og alveg fáheyrt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki berlúskóní-inn í Seðlabankanum nú þegar byrjaður að semja við vondu útlendingana um að gefa peningana sína?

Má þá ekki einhver annar berlúskóní reyna það líka?

Eða er ekki sama hvaða berlúskóní reynir þetta.

Ef hann hefur umboð frá samfylkingu,þá er það fínt mál, en ef umboðið kemur frá framsókn, þá er það íll meðferð á vondum útlendingum.....

Þú ert alveg með þetta eins og svo oft áður!

Sigurður (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 12:43

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er allt annað sem háttvirtur Seðlabankastjóri er að tala um. Hefur háttvirtur Seðlabankastjóri talað um.

það er m.a. málið. það sem Seðlabankastjóri er að segja tengist á engan hátt ,,niðurfellingu skulda" uppá hundruð milljarða.

Hinn íslenski Berlúskóní, formaður floksins Framsókn Ísland!, hann er hinsvegar að tala eins og þessir hundruð milljarðar geti komið einhvernveginn með ,,harðri samningatækni" gagnvart ,,vondum hrægömmum útlenskum".

Hinn íslenski Berlúskóní verður að skýra þetta út miklu betur hvernig hann ætlar að ná þessu af ,,útlenskum hrægömmum vondum".

Ætlar hann í eignaupptöku? Hann verður að svara því hvort það er að hans mati option í stöðunni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2013 kl. 13:29

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Hefur háttvirtur Seðlabankastjóri talað um ,,niðurfellingu skuda heimilanna" sem kallast, uppá hundruði milljarða? Nei.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2013 kl. 13:30

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Illa talar þú um nýkjörinn formann þinn, Ómar. Veit Jóhanna af þessu?

Gunnar Heiðarsson, 3.4.2013 kl. 13:36

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef vel á að vera í umræðunni hinni pólitísku fram að kjördegi, þá verur að þvinga framsókn Ísland! til að gefa ákveðin svör.

þetta var svo sem allt í lagi hérna fyrir 2000, fíkniefnalaust Ísland o.s.frv. og allir að fá lán. það út af fyrir sig er allt í lagi. Álíka og ísbjörn í húsdýragarðinn. (þó þetta með 90% lán hafi haft alvarlegar afleiðingar og einn af þáttunum sem leiddi til framsjallahrunsins.)

Í þessu tilfelli núna er loforðið allt annars eðlis. það er verið bókstalega að lofa fólki pening.

þessvegna vekur alveg athygli hvernig framsókn virðist ætla að setja þetta fram án allrar útskýringa - nema að þa eigi að taka þetta af vondum útlendingum (sm er auðvitað ekkert svar eða útskýring)

Jafnframt vekur athygli að það virðist eiga að láta Sigmund vera sem mest í sviðsljósinu og það er eins og það séu engir aðrir frambjóðendur hjá Framsókn Ísland!

þetta er augljóslega búið að plana og skipuleggja allt á auglýsingastofum og af PR fræðingum.

það er verið að höfða til fólks sem veit ekki neitt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2013 kl. 14:37

6 identicon

Hvað verður um peningana sem frúin í hamborg (seðló) fær frá vondu útlendingunum?

Fara þeir til money heaven?

Sigurður (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 21:40

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Stutta svarið er: Hann fær enga peninga frá vondum útlendingum.

Lengra svarið er, eðli máls samkvæmt - mun lengra. Hinsvegar hef eg rekið mig á að þetta efni er það flókið í einfaldleika sínum að afar erfitt er að fá fólk niður á raunsættumræðuplan. Og það nýtir Framsókn sér til hins ítrasta.

Það sem ekki er verið að tala um er að vondir útlendingar gefi einhvern ,,afslátt" og sá afsláttur standi bara eftir sem eign og framsóknarflokkurinn geti farið að gera eitthvað skemtilegt með heimilunum í landinu fyrir þann pening.

það er verið að tala um að möndla með þessar króueignir eða snjóhengju og þar skiptir mestu máli á hvað gengi skiptningin fer fram. Allur ,,afsláttur" fer í að bræða snjóhengjuna í rauninni.

það sem er þó hugsanlegt er, að með þessu möndli og samningum um niðurfærslu snjóhengju, þá myndist í framhaldi ákveðið svigrúm fyrir ríkið og hugsanlega og kannski væri hægt að nota slíkt svigrúm, ef næst, til að aðstoða skulduga.

það er þó ekkert fast í hendi og það er ekkert verið að tala um hundruði milljarða í cash sem hægt er að útdeila si sona eftir kosningar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2013 kl. 22:00

8 identicon

Þú ert alveg í algerum sérflokki á blogginu :)

"Lengra svarið er, eðli máls samkvæmt - mun lengra."

Hahahahahahahahahahaha

Sigurður (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband