27.3.2013 | 12:13
Framsóknarflokkurinn: Ísland verði alþjóðleg fjármálamiðstöð.
,,Ég á mér þann draum að í framtíðinni verði Ísland þekkt um víða veröld sem alþjóðleg fjármálamiðstöð," Sagði formaður framsóknarflokksinns.
http://www.visir.is/island-verdi-althjoda-fjarmalamidstod/article/2005111210054
Athugasemdir
Já, ekki var það fallegt hjá Blairistanum Halldóri. Framsóknarmenn eiga sína stóru sök á hruninu, því verður ekki neitað. Halldór dróg þá (misviljuga) út í forað frjálshyggunnar svona á svipaðan hátt og Steingrímur J. dróg VG með sér út í ESB,IMF og Icesave forað Samfylkingar.
En nú eru hnattvæðingar og frjálshygguórar að baki, Halldór horfinn úr pólitík,Framsóknarmenn vonandi búnir að taka sönsum og reynslunni ríkari og dæmið af Kýpur á jafnvel við báða órana, þ.e. Ísland sem fjármálastöð norðursins og hitt að inngangan í ESB leysi einhvern skuldavanda eða komi í veg fyrir hann!
Er þetta þá ekki bara spurning um XB næst, Ómar?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.3.2013 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.