Var að lesa moggagrein frá rétt fyrir 2000. þar segir: ,,Eftir fæðinguna lágu þessar konur á sæng í tvær vikur og máttu ekki hreyfa sig fram úr rúminu þann tíma." http://www.mbl.is/greinasafn/grein/330518/?item_num=166&dags=1997-05-11
Ha?? Máttu ekki fram úr rúminu? Í tvær vikur??
Hvað var í gangi. Hver var ástæðan? Já já, nú þekki eg alveg svarið sem er eitthvað á þá leið að: Ja, konur þurftu svo mikið að vinna heimafyrir fyrr á árum og rétt var talið að þær fengju að hvíla sig o.s.frv.
Ok. get keypt þetta - en afhverju ,,máttu þær ekki fram úr rúminu" í tvær vikur? þetta meikar engan sens, að mínu mati.
Og ég hef fengið þetta staðfest úr nokkrum áttum, að fyrir ekkert löngu hafi konum bókstaflega verið bannað að fara úr rúminu í um 10 daga eftir fæðingu. þær máttu ekki fara á klósettið! Heyrðu, eina sögu heyrði eg frá gamalli konu þar sem hún vissi til að konur hefðu bókstaflega verið mataðar í rúminu! það var álitið of erfitt fyrir þær að borða sjálfar! Sennilega.
þetta finnst mér mjög furðulegt og þarfnast útskýringa.
Athugasemdir
Það er greinilegt að þú hefur aldrei verið sængurkona, Ómar.
Svona til fróðleiks, þá eru margar konur sem eru/voru illa leiknar eftir fæðingu. Með grindargliðnun, illa rifnar, og sumar dóu hreinlega. Yfirleitt eru/voru þær dæmdar til hvíldar af viðkomandi lækni eða ljósmóður. Fagfólki semsagt.
Auðvitað eru/voru alltaf einhverjar sem sluppu betur, en engin ástæða er til þess að alhæfa út frá þeim.
Kolbrún Hilmars, 19.3.2013 kl. 18:09
þessi skýring gengur ekki. Eg hef talað konur er muna þessa tíma og sumar þeirra þekkja margar, margar aðrar eldri konur o.s.frv. - að þá erum við að tala um að þetta var gegnumgangandi. Skipti ekkert máli hvort konur vildu liggja í rúminu eða ekki. þær urðu að gera það! þar var skipun!
Jafnframt eru margar konur núna alveg slappar og sona, grindargliðnun og annað - en þær fara samt á fætur og bara út af spítala og rúmi eftir nokkra tíma.
Þarna er því líklegast, að mínu mati, eða það er sú kenning sem eg er með þessu viðvíkjandi, að við erum að tala um einhverja forneskju sem hefur náð átrúlega langt til okkar tíma - nánast í gær.
þ.e.a.s. að þetta hlýtur að tengjast þeirri forneskju og einkennilega sið, að álitið var að konur væru ,,óhreinar" eftir barnsburð í ákveðinn tíma. það er engin önnur skýring líkleg. þetta var bara arfleifð af einhverri forneskju.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2013 kl. 18:53
Ps. þetta með ,,fagfólk" að þá efast eg ekkert um það að þessi skipun kom, allavega á seinni árum, frá fagfólki eða ljóðmæðrum og þessháttar - skólagengum.
það gerir þetta mál enn dularfyllra. Konum var skipað að liggja í rúminu! þær máttu ekki fara úr rúminu! Og voru jafnvel mataðar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2013 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.