Hollenski fjármálaráðherrann: Ísland mun borga Icesaveskuldina uppí topp plús álag. EFTA dómurinn breytir engu um endurgreiðsluna. Auk þess höfum við MoU undirritað af yfirvöldum í Hollandi og Íslandi.

þetta kom fram í svari  Jeroen Dijsselbloem fjármálaráðherra Hollands til þingsins.  

 ,,Nederland en IJsland hebben samen eerder een 'memorandum of understanding' getekend. En dat staat nog steeds overeind."

http://www.nu.nl/economie/3362468/terugbetaalafspraak-met-ijsland-staat-nog-altijd.html

220px-Conferentie_over_toekomst_NL

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jeroen Dijsselbloem fjármálaráðherra Hollands bíður sallarólegur eftir endurgreiðslu skuldarinnar.  (Sennilega heldur hann þarna á MoUinu.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Ómar. Óskhyggja þin fyrir því að Ísland þurfi að blæða fyrir

einkafyrirtæki er mikil. En ekki snúa út úr þýðingunni,

'memorandum of understanding'

Það var undirritað og skrifað af heyglum og ég segi

landráðafólki.  Að hafa skilning af minnisblaði..???

Hvaða skilning...??

Er skilngur af minnisblaði bindandi fyri þjóð..???

Ég tók aldrei þátt í þessum innlánsreikningum á "Icesafe"

og ekki börnin mín heldur.

En þeir sem það gerðu, trúðu því virkilege að vextirnir

væru svo háir, að þeir myndu græða á þeim.

Þeirra var ógæfan að trúa þessu bulli og þeirra var

tapið. Ekki Íslensku þjóðarinnar.

Spara þér svo ómakið að svara mér sem "þjóðrembing"

eða "sjalla mann" því ég er hvorugt þó þú haldir annað.

Þetta er bara mín  skoðun óhðáð þeim lýsingum sem

þér er svo gjarnt að nota á fólk sem er þér ekki sammála.

Með vinsemd.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 02:06

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er ekki allt í lagi með þennan hollenzka gallabuxna-pólitíkus?

ÍSLAND (ríkissjóður og ísl. borgarar) mun EKKI borga Hollendingum Icesavae, eins og þú vildir svo eindregið, Ómar Bjarki, hldur þrotabú einkafyrirtækis, Landsbankans.

En þar á ofan ætluðu nær 70% alþingismanna að láta íslenzkan almenning borga ólögmæta VEXTI af þessari ólögvörðu kröfu, og þapð eru engar smáræðis fjárhæðir.

Hvaðan ætluðu Icesave-greiðslukröfumenn eins og þú og Áfram-hópurinn (Heiða Kristín Helgadóttir í Besta flokknum og Bjartri framtíð, Vilhjálmur Þorsteinsson í CCP, Margrét Kristmannsdóttir í Pfaff og SVÞ, Sveinn Hannesson í SI, Árni Finnsson í Náttúruverndarsamtökunum, Hörður Torfason söngvari, Guðmundur Gunnarsson í Rafiðnaðarsambandinu o.fl.) og fjöldi annarra, auk Rúv-liðsins og stórkarla í fjármálalífi, atvinnulífi, vitlausri verkalýðsforystu, afvegaleiddra háskólamanna og okkar brigðulu stjórnmálastéttar (flestra á Alþingi nema framsóknarmanna og fáeinna réttsýnna Sjálfstæðisflokks-þingmanna) að taka þessa vexti, sem greiða hefði þurft skv. Icesave-III-samningnum, þ.e. um 63,6 milljarða króna í beinhörðum gjaldeyri til 1. marz sl., ef þjóðin hefði samþykkt þann Buchheit-samning í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl 2011? Það væri búið að borga þetta úr ríkissjóði (og beðið næsta gjalddaga), ef farið hefði verið að ráðum ykkar. Hefðuð þið skorið meira af heilbrigðiskerfinu?

Sjá nánar hér:

Krónuteljari við svartholið Icesave.

Hættu svo þessum fráleitu tilraunum þínum til að endurrita söguna og að byggja í þeim tilgangi mál þitt á fákunnandi lýðskrums-pólitíkusum sem vita minna en ekki neitt um þetta málefni.

Jón Valur Jensson, 8.3.2013 kl. 09:07

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið málfræðilegt fljótabragð á þessu, en efnið skilar sér þó vel.

Jón Valur Jensson, 8.3.2013 kl. 09:09

4 identicon

Hollenskir handrukkarar á leiðunni? Annars finnst mér þetta merkileg eintök af íslendingum sem eru sífellt með hausinn upp í afturendanum á erlendum kröfuhöfum, en umturnast af illsku ef rætt er um lágmarksleiðréttingar fyrir Alþýðuna....

GB (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband