26.2.2013 | 10:54
Hugsanavilla Sjalla varðandi það hvað verðtrygging er.
Þeir Sjallar segja í einni sinni ályktun sem barst af furðufundi um helgina:
,,Verðtrygging hefur bæði kosti og galla. Hún ver sparnað en getur magnað skuldir eins og dæmin sanna."
http://www.xd.is/media/landsfundur-2013fl/stjornmalaalyktun_landsfundur2013.pdf
þetta er bara alvarleg hugsanavilla og sætir furðu að svona komist inní einhverja ályktun eða samþykkt.
Verðtrygging gerir það að verkum að peningaupphæð sem er verðtryggð - heldur raunverðgildi sínu. Bæði á sparnaði og á skuld. Hún ,,magnar" ekkert annað umfram hitt.
Var engin unglingur þarna til að skýra þetta út fyrir þeim eins og unglingarnir skýrðu út fyrir þeim að ekki væri hægt að taka upp Canon lög hérna 2013?
Verðrýrnun krónu? Sjallar aldrei heyrt um það? Verðtrygging viðheldur bara raunverðgildi krónu frá degi til dags. Allt og sumt. Krónu sem er eitthvert sérstakt sáluhjálparatriði hjá þeim að Ísland hafi sem gjaldmiðil.
Athugasemdir
Svakalega hlýtur þú að vera viti borinn maður.Að geta endalaust sagt hvað allir aðrir en þú hafa rangt fyrir sér.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 26.2.2013 kl. 11:01
þetta heitir að benda á staðreyndir. Tengist ekkert því er þú sjallababblar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.2.2013 kl. 11:52
Hugsanlega væri gott fyrir sjalla og aðra pólitíkusa að horfa á "Ert þú skarpari en fimmti bekkingur" í sjónvarpinu.
Jósef Smári Ásmundsson, 26.2.2013 kl. 13:10
Þetta er alveg rétt hjá sjöllum þ.e. að verðtrygging geti magnað skuldir. Hér fyrir neðan er línurit tekið úr grein eftir Ólaf Margeirsson. Þetta línurit sínir skuldir Íslendinga sem hlutfal af landsframleiðslu. Það er eftirtektarvert að sjá hvað gerist upp úr 1980 þegar verðtryggingin var tekin upp. Ekki er annað að sjá en að verðtryggingin hafi einmitt magnað skuldir.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 13:29
það er nú bara broslegt að ætla að sanna með línuriti að verðtrygging ,,magni" upp skuldir.
Eg veit ekki hvert umræðan er að fara hérna á íslandi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.2.2013 kl. 13:32
Línuritið segir og sannar meira en þín orð geta sannað, Ómar...
Ólafur Björn Ólafsson, 26.2.2013 kl. 14:01
Ok. skýrðu í stuttu máli hvað þú heldur að þetta línurit sýni og/eða sanni?
Mitt mat á nefndu línuriti liggur fyrir. það er hreinn barnaskapur og/eða heimska en til vara vísvitandi blekking að halda að þetta línurit sýni að verðtrygging ,,magni" skuldir.
En eftir er að sjá snilldar rökstuðning ykkar sjalla því viðvíkjandi. Tengist það hugsanlega eithvað ,,boðorðunum tíu" eða?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.2.2013 kl. 15:21
Eins og ég segi Ómar þú ert svo viti borinn að það hálfa væri nóg.Er nokkur möguleiki að fá eiginhandaráritun hjá þér?
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 26.2.2013 kl. 17:52
Ómar er að éta upp vitleysuna í lobba, sem kemur reglulega fram á bylgjunni og kallar hækkanir á lánum og vöruverði launalækkun.
Afleiðingarnar af þessum hækkunum eru vissulega minni kaupmáttur, en orsökun er engu að síður hækkandi lán og vöruverð.
Hvað sem útúrsnúningum lobba líður, og þeirra vitleysinga sem éta þessa þvælu upp eftir honum.
Ómar er nú ekki alveg sá skarpasti á netinu eins og dæmin sanna.
Sigurður (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 17:56
Eg bíð bara í rólegheitunum eftir útskýringu á hvernig þetta línurit ,,magni" skuldir.
þangað til standa mín orð 100%. þau voru á þennan veg:
,,Verðtrygging gerir það að verkum að peningaupphæð sem er verðtryggð - heldur raunverðgildi sínu. Bæði á sparnaði og á skuld. Hún ,,magnar" ekkert annað umfram hitt."
Allir sem hafa lokið HAG 101 vita þetta. það velkist etv. fyrir þeim er eigi hafa lokið HAG 101. Skal ekkert segj um það.
En að sjallar skuli láta svona hugsanavillu fara frá sér á prenti er alveg með ólíkindum. þetta er álíka vitlaust og að öll löggjöf á íslandi skuli byggjast á ,,boðorðunum tíu" eða að ,,banna skuli ESB".
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.2.2013 kl. 18:08
Þetta are nú bara spurning um "perskektív". Skuldirnar magnast ekki miðað við þá vísitölu sem vertryggingin styðst við en þær gætu magnast miðað við tekjur skuldara og verðgildi eigna. Hún getur magnað skuldirnar miðað við verð húsnæðis þegar húnsæði lækkar í verði en vísitalan fer upp á við.
Ég velti því fyrir mér hvar vælið um vertrygginguna var á þeim tíma þegar eignir og tekjur hækkuði hraðar en vertryggðu skuldirnar. Datt engum í hug á verðtryggingin væri "vond" þá?
Hörður Þórðarson, 26.2.2013 kl. 19:07
Hvort telurðu Ómar að línuritið sé rangt, bara einhver mynd út í loftið eða hitt að þú komir ekki auga á að hægt sé að lesa úr línuritinu áhrif verðtryggingar á verðbólgu?
Varðandi hið fyrra þá er náttúrulega lítið hægt að sanna eða afsanna, ég gæti auðvitað hafa teiknað þetta upp sjálfur út í loftið og sagt að þetta væri svona. Það er að vísu ekki svo heldur tók ég þetta úr pistli frá Ólafi Margeirssyni http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/avoxtunarkrafa-og-vidmid-lifeyrissjoda-?Pressandate=20090416+and+user%3D0+and+1%3D1
Í þessum pistil er Ólafur reyndar að tala um ávöxtun og hver óeðlilegt það sé þegar fjármálakerfið krefst meiri ávöxtunar en hagvöxturinn gefur tilefni til.
Línuritið atarna lýsir kanski fremur hvernig vextir hafa farið fram úr hagvextinum heldur en hinu hvað verðtryggingin sé slæm ein og sér. Hún hefur þó greinilega gert mögulega þessa stókostlegu eignatilfærslu frá skluldurum til fjármagnseigenda sem virðist hefjast við upphaf verðtryggingar.
Grun hef ég um að í téðu línuriti meigi einnig greina afleðingar peningaútgáfu bankanna.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 21:54
Bjarni, það eru svo margar hugsanavillur í þessu hjá þér - að það er alveg spurning á hvað villu eigi að byrja.
Skulum einfalda þetta. Hvað stendur á þessu spjaldi að umrætt línurit sýni? Jú, skuldir íslendinga miðað við landsframleiðslu.
Hvað kemur verðtrygging inní dæmið? Halló.
Hefur ekki hitastig hækkað svipað glóbalt á umræddu tímabili miðað við meðaltal frá 1950? Og er það þá ekki bara verðtryggingunni að kenna!
Eins og eg segi, að eg veit ekki hvert þessi þóð er að fara. Eg er alveg barasta hissa að hver einasti hagfræðingur komi ekki fram og hafni svona vitleysu.
Verðtrygging tekur ekkert frá lántakendum og færir til sparnaðar. Allt og sumt sem hún gerir er að viðhalda raunverðgildi hvorutveggja.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.2.2013 kl. 22:25
Ómar, við göngum þá útfrá því, rökræðunnar vegna að línurítið sé rétt þ.e. sýni skuldir íslendinga miðað við landsfamleiðslu!
Þá er næsta skref að athuga eins og þú spyrð réttilega, hvar verðtrygging komi inn i dæmið.
Nú var það verulegt vandamál fyrir "tíma" verðtryggingar, að verðbólgan gerði það að verkum að ekki borgaði sig að eiga peninga. Mímörg dæmi eru til frá þeim tíma þar semhvers kyns sjóðir og eins smá upphæðir t.d. fermingagjafir, sláturhúsinnleg, blaðamannslífeyririnn hans Eiðs Guðnasonar o.sv., gufuðu næstum upp á örfáum árum og urðu að engu. Fólk reyndi að fjárfesta í fasteignum og tækjum, ef einhver eignaðist pening þá var honum umsvifalaust eytt í einhvern andskotann frekar en láta hann brenna upp í verðbólgubálinu.
Við þessar aðstæður a.m.k. allan 8. áratuginn skv. línuritinu (sem var mikill verðbólguáratugur) þá lafði hlutfallið milli skulda og landsframleiðslu í 1 á móti 1. Útaf fyrir sig merkilegt og fróðlegt og mætti stúdera betur. Svo verður allt í einu afgerandi breyting upp úr 1980. Einmitt þegar verðtryggingin er að komast á af miklum þunga (hafði verið til áður en ekki svona almenn) http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1593
Allt í einu fer að borga sig að eiga peninga og láta vextina vinna fyrir sig. Ný manntegund steig fram á sjónarsviðið á Íslandi, Homo intrestus (sbr t.d. Guðmund Gunnarsson eyjubloggara). Fólk sem í alvöru trúir því að vextir og fjármagn sé sjálfstætt hreyfiafl jafnvel eins og óháð því undirliggjandi hagkerfi sem það þó byggir sína tilveru á. Í kjölfarið myndaðist nýtt fyrirbæri, eða gekk í endurnýjun lífdaga, lífeyrissjóðskerfisskrímslið.
Einmitt þegar þessi gósentíð fjármagnseigenda hófst upp úr 1980 með verðtryggingunni þá fara skuldirnar að vaxa og vaxa og vaxa miðað við landsframleiðslu.
Hvers vegna í ósköpunum gerist þetta Ómar, hefur þú frambærilega skýringu?
Ef verðtryggingin er svona góð að hún verndar sparnaðinn af hverju snýr línuritið þá ekki öfugt (eins og hjá Norðmönnum)? Hefðu skuldir ekki átt að lækka og lækka miðað við landsframleiðslu þegar þjóðin gat loks farið að spara?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 23:52
þú hlýtur að vera grínast bjarni. Eg hef tekið eftir því að nokkrir einstaklingar á netinu eru barasta eins og að tröllast.
Fyrir það fyrsta, er þetta ekki heildarskuldir þjóðarbússins? Erlend skuldastaða? Held það jú.
Bjarni, þetta hefur ekkert með verðtryggingu að gera. þessi skuldastaða átti eftir að vaxa umtalsvert fram að hruni 2008.
Ennfremur ver verðtrygging ekkert sparnað per se. Hún heldur aðeins raunverðgildinu - þ.e.a.s. ef sparnaðurinn er verðtryggður. það er ekki allur sparnaður verðtryggður. Sumt er óverðtryggt. Sumt er í gjaldeyri.
Allt og sumt sem verðtrygging gerir er að halda raunverðgildi á verðtryggðum skuldbindingum. Sparnaði sem og lánum.
það tekur hvorugt af öðru. Heldur bara verðgildi á hvorutveggju.
Ennfremur, þá áttu menn alveg peninga fyrir 1980. það er mikill miskilningur að halda eitthvað annað. þeir geymdu peninga í verðtryggðum sjóðum eða ríkisskuldabréfum. þar voru auðugir í yfirburðastöðu. það var nánast enginn svo vitlaus að geyma peninga í banka til lengri tíma litið.
Bankarnir, í ríkiseigu, virkuðu svo þannig að þar fengu aðallega flokksmenn fyrirgreiðslu og/eða fyrirtækjaeigendur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.2.2013 kl. 00:50
Hvers vegna í ósköpunum gerist þetta Ómar, hefur þú frambærilega skýringu?
Ef verðtryggingin er svona góð að hún verndar sparnaðinn af hverju snýr línuritið þá ekki öfugt (eins og hjá Norðmönnum)? Hefðu skuldir ekki átt að lækka og lækka miðað við landsframleiðslu þegar þjóðin gat loks farið að spara?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 00:58
Stundum hef ég á tilfinningunni þegar ég hef skoðað bloggin þín Ómar, að þú teljir þig vera vinstrimann. Er þá ekki skrítið með ykkur vinstri menn hvað þið eruð trúaðir á kapítalismann, fjármagnið skal koma fyrst fólkið svo, kanski.
Ætli það sé lífeyrissjóðskerfið sem hefur gert ykkur svona?
Stalín sagði jú að menn færu ekki í verkfall hjá sjálfum sér. Þegar verkalýðsfélögin hanga í lífeyriskapítalinu eins og hundur á roði en gleyma hinni raunverulegu stöðu umbjóðenda sinna (t.d. eins og Gylfi Arnbjörnsson sem ekki vildi hrófla við verðtryggingarstökkbreytingunni) þá opnuðust trúi ég augu margra fyrir hinni nýju tegund vinstrimanna á Íslandi!
Svo þegar Sovétspeninn þornaði þannig að jafnvel allra heimskustu mönnum var orðið ófært að syngja internationalinn af einhverri sannfæringu, þá blasti hið nýja sæluríki við, ESB. Það má kanski hugsa sér að þetta ESB dekur stafi af pólitískri trúarþörf a.m.k. hjá VG. (Væri kanski bara betra að þeir færu að tileinka sér hin kristnu gildi, t.d þú skalt ekki ljúga (Steingrímur J.) , eða, þú skalt ekki vexti taka)
Ekki það að krötunum er vorkun (ert þú kanski einn af þeim Ómar) að trúa á þetta reglugerðarbákn. Þeir trúa jú á reglur og prógröm.
Blairisminn var þeirra ljúfa leið í sameiningu reglugerðarveldisins og nýfrjálshyggjunnar. Leið sem ekki svo hægt og rólega er að splundra Evrópusambandinu í frumeindir og kynda undir einmitt þeim öfgum sem það var stofnað til að forðast!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 01:31
Bjarni, þú virkar soldið eins og bitur sjalli sem er í vörn fyrir nýfrjálshyggjunna.
En varðandi spurninguna um hvort línuritið eigi ekki ,,að snúa öfugt" og þá eins og hjá nojurum (en slíkt línurit er ekki fram sett hér).
Sjáðu til, fyrst, eg met það svo að línurit Ólafs sé heildarskuldir Ísland og þá helst erlendar skuldir sem hlutfall af gdp. - en hinsvegar gæti eg alveg trúað að td. skuldir heimilanna sýndi álíka trend. þ.e.a.s. hækkun skulda á síðustu árum - nema eftir að vinstri stjórnin tók við sem hefur aðstoðað heimili á allan hátt með niðurfellingum og stórauknum vaxtabótum.
Nú, að spurningunni, á það ekki að snúa öfugt - að það fer bara eftir því hvernig einstaklingar/samfélög og eða svæði eru innstillt. það þarf ekkert að fara mörgum orðum yfir tískuna sem hefur verið hér síðustu áratugi. það komst sú tíska á að sjálfsagt væri að skuldsetja sig og það barast á unga aldri. þessi tíska byrjaði með svokallaðri uppakynslóð rétt eftir 1980. það var krafa almennings að fá að taka lán. Eg man vel eftir þessum tímum. Fyrir 1980 - þá bókstaflega var allt önnur stemming í samfélaginu. það er erfitt að lýsa henni ef menn lifðu það ekki. Fólk tók helst ekki lán, þ.e. vnjulegt fólk, nema þá tilneytt og þá eins lítið og hægt var. Enda var afar erfitt að fá lán eins og magoft hefur verið farið yfir nema á ofurvöxtum til skams tíma - sem þurfti svo alltaf að framlengja á enn hærri vöxtum o.s.frv.
Nú eftir 1990 óx enn þessi skuldatilhneyging og því tímabili komu helvítis kreditkortin og uppúr 2000 - keyrði bókstaflega allt um þverbak.
þetta hafði ekkert með verðtryggingu að gera per se náttúrulega. þetta var bara stemming í samfélaginu. það var tekið lán - og alveg til hins ýtrasta og rúmlega það.
Mér finnst stundum að það sem fólk sé í raun kalla eftir sé, að ríkisvaldið hafi mun meiri afskipti af lántökum fólks. Á undanförnum áratugum hefur tískan jafnframt verið að ríkið skipti sér ekki af neinu. Allt átti að gerast milli frjálsra aðila á markaði.
En, vel að merkja, þetta trend er ekkert bundið við Ísland. þetta er alþjóðlegt trend.
Varðandi Norðmenn, að þá er soldið önnur stemming þar. þeir spara. þeir spara bara og spara. það er svona mórall og stemming í samfélaginu. (þó sumir segi að þetta sé að breytast á allra síðustu árum). En ef samanburðarlínuritið er um erlendar skuldir Norðmanna - að þá kemur þar margt til. Olíuauðurinn og afar nákvæm efnahagsstjórn til margra áratuga. Gæti alveg trúað að þeir hefðu ekki skuldað svona mikið erlendis.
Allt þetta breytir því ekkert að framsetning sjalla í ályktuninni er óhemju vitlaus og furðulegt að sjá svona frá virðulegum flokki. þetta er svo óvandað. Var enginn hagfræðingur þarna á fundinum eða? Verðtrygging tekur ekkert öðruvísi á skuldum en sparifé. Hún viðheldur raunverðgildi á hvorutveggju. Verðtryggingunni er alveg sama hvor féð er inneign eða skuld. Hún tekur jafnt á hvorutveggju. Viðheldur verðgildinu.
Mér finnst að allir, allir, ættu að fallast undireins á mína framsetningu vegna þess að verðtryggingu er aldrei hægt að lýsa eða skilgreina öðruvísi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.2.2013 kl. 01:53
Viltu ekki hafa samband við þennan hagræðing Ómar, og kenna honum fræðin.
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-og-raunveruleikinn
Þú kannt hagfræðina eflaust miklu betur en doktorsneminn.
Sigurður (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 07:44
það eru alltaf einhverjir hagfræðngar sem eru á skjön við allt og alla. Svona spaugfræðingar spruttu líka upp síðast þegar sjallar voru stjórnandstöðu. þegar sjallar eru ekki í stjórn þá veður uppi bullið. það er bara svo langt síðan að slíkt gerðist að fáir muna það og/eða eru ekki nógu gamlir til þess að muna það.
Er það ekki þessi sem er með þá kenningu að útlán ,,verði til úr engu"? þ.e. að peningar ,,verði til úr engu" og ekkert mál sé bara að dreifa peningum til allra og enginn borgi? Jú, þetta er hann. Hefur sennilega fengið einhverja hagfræðingagráðu úr kornflekspakka.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.2.2013 kl. 13:30
Ég hef hér að ofan verið að benda á línurit sem sýnir að skuldir hafa aukist miðað við landsframleiðslu allan þan tíma sem verðtrygging kom á af fullum þunga, þ.e. frá því upp úr 1980.
Þetta hef ég talið vísbendingu um að sjallar hafi rétt fyrir sér að verðtrygging magni verðbólgu. Þetta eru þó ekki bein rök fyrir því heldur meira það að verðtrygging hafi skapað grundvöll fyrir þessa skuldasöfnun.
Upp úr þessu kemur svo miljón evru spurningin, af hverju minka ekki skuldir þjóðarinnar eftir að það fór að borga sig að spara? Ómari hefur ekki tekist að svara þessu af neinu viti fremur en að hann hafi lagt fram nein haldbær rök fyrir nokkrum sköðuðum hlut í þessu efni, sem er merkilegt því oft ratast kjöftugum satt á munn!
Hin beinu rök fyrir því afhverju verðtrygging magni verðbólgu eru á hinn bógin þau að vegna áhrifa verðtryggingar þá bíta stýrirvextir illa og verða því hærri en ella. Þetta veldur aðsogi gjaldeyris sem aftur veldur þeirri þenslu og verðbólgu sem stýrivextirnir áttu að draga úr. Þetta gerðist t.d. í aðdraganda hrunsins og er vel ef sjallar hafa lært þarna af reynsluni.
"Vinstrimaðurinn" Ómar gerir sér náttúrulega ekki grein fyrir neinu af þessu en er fastur í vitlausri skotgröf í röngu stríði á röngum stað og tíma ;-)
(En það er nú kanski einmitt þess vegna soldið gaman að honum)
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 14:09
þetta er bara hringavitleysubabbl í þér og ansi nýfrjálshyggjusjallakennt.
,,Vertrygging magni verðbólgu"? Er það það nýjasta hjá ykkur framsjöllum?
þetta er gallinn við internetið. Sjallatröllin.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.2.2013 kl. 15:16
Tjaaaa....annar ykkar er klárlega með hagfræðigráðuna úr kornflexpakkanum, það er á hreinu.
Held samt að hann hafi meira vit á þessu en þú Ómar.
Reyndar hef ég aldrei séð þig sína þekkingu á nókkrum sköpuðum hlut.
Sigurður (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 16:08
það er nú ekkert skrítið. það má draga í efa að einhver ,,sigurður" sjalli sé yfir höfuð til.
Sá sem eigi er til - hann sér ekkert og skilur ekkert.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.2.2013 kl. 16:44
þar sem talsvert hefur borið á tröllskap sjalla hérna ber að endurtaka og undirstrika hugsanavilluna sem furðufundurinn þeirra sjalla setti frá sér á dögunum:
,,,Verðtrygging hefur bæði kosti og galla. Hún ver sparnað en getur magnað skuldir eins og dæmin sanna."
Hahaha.
það er alveg stórfuðulegt hve mikið af svona óvönduðum og órýndum yfirlýsingum og ályktunum furðufundur sjalla lét frá sér. það er eins og einhverju hafi bara verið hent saman tilviljankennt og svo lagó!
Í einu tilfelli neyddust þér að ,,kjósa aftur". þá snerist vitleysan um að öll löggjöf ætti að byggjast á ,,boðorðunum tíu".
það eru miklu fleiri ályktanir þar sem hefði helst þurft að kjósa aftur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.2.2013 kl. 18:02
Hvort ég sé til eða ekki skiptir engu máli.
Ólafur Margeirsson er klárlega til, og það þarf meir en hagfræði 101 til að komast í doktorsnám til Bretlands.
Þú hins vegar hefur hvorki lokið hagfræði 101 né nokkru öðru fagi í hagfræðinni.
Þess vegna er það alveg öruggt mál að hann er meiri sérfræðingur en þú í þessum efnum.
Þú þykist nú reyndar sérfræðingur á fleiri sviðum, eins og lögfræði, alltaf jafn fyndið þegar þú ert að hneykslast á vitleysingunum í EFTA dómstólnum, sjálfsagt villt þú meina að dómararnir þar hafi hlotið sín réttindi úr enn einum kornfleks pakkanum fyrst þeir eru á annarri skoðun en þú.
Sigurður (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 19:01
Eigum við nú að fara ræða undarlegan icesavedóm hérna? Við ,,sigga sjalla" sem hugsanlega er eigi til!
Jú jú, við getum gert það.
Var ekki Páll Hreinsson, Sjalli, að dæma Ísland ábyrgt uppí topp!?
það gæti farið svo. Að kallanginn hafi bara verið að dæma ísland ábyrgt uppí topp. því miður. Verðtryggt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.2.2013 kl. 19:17
Það er honum Ómari líkt að færa ekki nein rök fyrir neinu sem kemur út úr lúðrinum á honum.. Þetta eru allt skoðanir hans á líðandi málefnum, bara skoðanir.. þessu rugli ber ekki að taka alvarlega.
Charles Geir Marinó Stout, 27.2.2013 kl. 19:28
Það er í stíl við aðrar lögskýringar þínar og lögfræðikunnáttu að þú lesir það út úr dómnum að við höfumn verið dæmd til að greiða allt upp í topp, og verðtryggingu að auki.
þú ert alveg með þetta, það er reyndar ekki einn einasti lögmaður á jörðinni sammála þér, en skýringin á því er kannski sú að allir lögmenn jarðríkis hljóta gráður sína frá kellogs.
Sigurður (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 19:35
Uppí topp! Verðtryggt. (sem skiptir samt engu máli því verðtryggt þýðir = heldur raunverðgildi skuldar.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.2.2013 kl. 19:40
Athyglisvert - spurning hver fékk hvað úr morgunkornspakkanum-
En launin mín eru ekki verðtryggð - hvernig skildi nú standa á því??
Bjarki (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 12:48
það getur ekki verið að Ólafur Margeirsson hafi alvöru hagfræðigráðu. Hlýtur að hafa fengið þetta í kornflekkspakka en hugsanlega úr seríospakka. (Eg hef hinsvegar hvergi sagt að eg hafi hagfræðigráðu. Eg hef talað um HAG 101.)
Almennt um Pressuna, að hafa menn ekkert hugsað útí hvernig fjölmiðill það er? það er fjölmiðill auðmanna og útrásarvíkinga! Halló.
þetta er svo típiskt þegar elítan hérna og sjallar eru settir útí kuldann. þá spretta upp einhverjir svona spaugfræðingar þar sem hvergi er heil brú málflutningi.
Hinn meinti ,,hagfræðingur" heldur því fram að útlán banka verði til úr engu!
Eg skal ekkert fullyrða um hve lengi menn þurfa að vera í fínum skólum útí heimi á kostnað almennings til að framflytja svona andskotans vitleysu eins og kemur alltaf frá þessum meinta hagfræðingi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2013 kl. 13:28
Varðandi laun, að þá hafa þau hækkað umfram neysluvísiölu að meðaltali og það umtalsvert. Að sjálfsögðu kemur tímabundið bakslag þegar sjallabjálfar, sem þið kjósið slag í slag, trekk í trekk, til einvalda hérna rústa landinu. Nema hvað. Mennirnir hafa ekkert fjármálavit.
það sem gerðist við sjallahrunið var ekki það að lán ,,stökkbreyttust". Verðtryggð lán stóðu í stað að raunverðgildi. Rétt eins og verðtryggðar innstæður.
það sem gerðist var að kaupið lækkaði.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2013 kl. 13:32
Ómar, það er mér sorglega erfitt að skrifa hér á síðu þina. En þú ert örugglega að grínast þegar þú heldur því fram að peningar séu búnir til í alvöru verksmiðjum, þar sem dagvaktinn tekur við af næturvaktinni. Ómar minn þú ert þér hér svo að atlægi að það syrgir mig, því mér þykir vænt um alla, líka ruglaða sósílasta aumingjast Statista sem vita ekkert í sinn haus, eins og þig.
Blessaður kallinn!
kristjanerl (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 17:30
http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2013 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.