20.2.2013 | 16:10
Afhverju tóku Sjallar gjaldeyrisforða landsins haustið 2008 og köstuðu honum útum glugga á efstu hæð í Seðlabankanum?
Við þeirri krúsíal spurningu fást engin svör! Why, why, why? Afhverju gerðu mennirnir þetta!?!
,,Fjárlaganefnd Alþingis ákvað í morgun að skila Alþingi skýrslu um samskipti nefndarinnar við Seðlabanka Íslands, í tengslum við lán Seðlabankans til Kaupþings upp á 500 milljónir evra 6. október 2008. Nefndin hefur enn engar upplýsingar fengið sem varpa ljósi á hvers vegna lánið var veitt og hver tók lokaákvörðun um það.
Fjárlaganefnd Alþingis fundaði í morgun um þrautavaralán Seðlabanka Íslands til Kaupþings upp á 500 milljónir evra, liðlega 86 milljarða króna, hinn 6. október 2008, skömmu áður en bankinn féll og sama dag og neyðarlögin voru samþykkt á Alþingi.
Óljóst er hverjar endurheimtur verða af þessari lánveitingu, en að hluta eru þær tengdar gengi danska skartgripaframleiðandans Pandóru, en lánið var upphaflega veitt með veði í danska bankanum FIH.
Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður VG, segir að nefndin muni nú taka saman öll gögn um samskipti við Seðlabanka Íslands vegna málsins, og afhenda Alþingi skýrslu um þau, þegar hún er tilbúin.
,,Við höfum reynt að afla upplýsinga um þessa lánveitingu frá Seðlabanka Íslands, og hvers vegna hún átti sér stað, en höfum ekki fengið neinar upplýsingar sem máli skipta. Seðlabankinn neitar enn að afhenda upplýsingar, eins og afriti af símtali þeirra tveggja manna sem tóku ákvörðun um þess lánveitingu," og vísar til Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, og Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns stjórnar Seðlabanka Íslands."
http://www.visir.is/allt-a-huldu-vardandi-lan-til-kaupthings---skyrsla-logd-fyrir-althingi/article/2013130229950
Athugasemdir
Davíð Oddsson reyndist okkur dýr, meira að segja rándýr!¨
Þessi afhending gjaldeyrisvarasjóðs Seðlabankans til braskaranna án nokkurra trygginga var bæði löglaus og siðlaus.
Hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn þegir þunnu hljóði um þetta mál þegar á er minnst, þeir vissu eða máttu vita að þetta var ekki unnt að réttlæta.
Guðjón Sigþór Jensson, 21.2.2013 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.