19.2.2013 | 18:50
Latvia og Lithuania að taka upp Evru. Poland fylgir á eftir.
það er algjörlega ljóst hvert leiðin liggur. Allar leiðir liggja til Evru. það er bara spurning um þennan mánuðinn eða hinn. Hvað eru menn að hugsa hérna uppi í fásinni? Jú, ,,ríkisdal"! Haha. Ríkisdal. Og hvað? ,,krónu" hahaha. Og í framhaldinu á Ríkissjóður og lífeyrisþegar að borga lán fólks. þetta eru ráðagerðirnar hérna uppi.

Athugasemdir
Segjum sem svo að Ísland gangi í ESB, hve langann tíma heldur þú að það taki okkur að fá evru sem gjaldmiðil?
ÞEssu ætti að vera auðsvarað, en ég tel að loksins þegar það mundi gerast þá værir þú farinn að væla yfir því að hafa viljað fá þennan óskapnað...
En svo er ég með aðra spurningu...
Ertu orðinn svona heilaþveginn í evrópuferlinu að þú ert farinn að týna íslenskum heitum á þessum löndum???
Kveðja
Ólafur Björn Ólafsson, 19.2.2013 kl. 19:19
Ensku nöfnin eru betri. Alltaf verið ósáttur við íslensku útgáfuna af þessu.
Hve lengi við verðum a fá Evruna formlega - það byggir mest +a okkur. Fyrsta skrefið þarf að taka og það þarf að taka sem fyrst. Hálfnuð er leið þá hafin er.
En um leið og rétt stefna er tekin - þá erum við í raun þegar komin hálfpartin með Evru.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.2.2013 kl. 19:23
(Fyrir utan rugl þitt með evru.) Geturðu ekki skrifað á íslenzku?
Jón Valur Jensson, 19.2.2013 kl. 20:53
Það er víst svo að leiðin til heljar verður hafin um leið og þjóðin vill að stærstum hluta fara í ESB, það er á hreinu.
Varðandi nöfn landa eða borga þá telst það vera góður kostur og dæmi um góða menntun að notast við íslensk heiti, samanber Kænugarður í staðin fyrir Kiev. Svo heita löndin á okkar ástkæra tungumáli Lettland, Litáen, og Pólland. Við getum reyndar farið lengra aftur í tíman og notað forn nöfn sem í raun eru jafnvel betri.
Menntunarskortur sést helst á því að fólk slettir fram erlendum orðum og nöfnum í tíma og ótíma, eru að þykjast vera "menningarleg" manneskja og kunni að bregða fyrir sig á ýmsum tungum.
Ef þú hinsvegar endilega villt notast við erlend heiti á borgum þá er langbest að kynna sér heyti þeirra á upprunatungumálinu, sé þig ekki fyrir mér notast við svoleiðis.
Sjálfur kann ég og tala átta tungumál að íslensku meðtalinni og beiti þeim fyrir mig þegar á þarf að halda. Dettur ekki í hug að notast við slettur til að sína einhverja þrá til að sýna að ég geti beitt fyrir mig erlendum orðum, enda flokkast slíkt í mínum huga sem minnimáttarkennd.
Með sömu kveðju og áður
Ólafur Björn Ólafsson, 20.2.2013 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.