EU og US að hefja formlegar fríverslunarviðræður. þetta er breikíng.

,,EU and US free-trade talks launched.

The European Union and the US will begin formal talks on a free-trade agreement, paving the way for the biggest trade deal in history.

European Commission President Jose Manuel Barroso made the announcement following President Barack Obama's State of the Union address.

A deal would bring down trading barriers between the two biggest economies in the world.
...
http://www.bbc.co.uk/news/business-21439945


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Aldeilis gaman að heyra.  Splunkunýr EES samningur milli USA og ESB.

Og US of A þarf auðvitað að taka upp allt regluverkið - eins og við?

Kolbrún Hilmars, 13.2.2013 kl. 17:45

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. Verður tvíhliða samningur milli þessara tveggja aðila.

EES samningurinn var upphaflega ekkert annað en aukaaðild að EU eins og margoft hefur verið farið yfir. Um 80% aðild að EU.

það sem síðan gerðist þegar flest löndin tóku skrefið til fulls og gerðust formlegir aðilar að Sambandinu og á endanum voru aðeins 3 mjög fámenn lönd eftir í þessum pakka - þá þokuðust nefnd 3 lönd smám saman útá jaðarinn.

Noregur, í krafti olíuauðæfa sinna gátu alveg brugðist við þessu. þeir hafa fært sig meira í bein samskipti við EU og lobbýja stíft fyrir sínum prívatmálum.

Talað er um núna að EES Samningurinn muni barasta leggjast af með tímanum og miðað við þróunina þá gæti það meir að segja gerst fljótt.

Ef það gerðist - þá væri Ísland í verulega vondum málum. Nojarar geta alveg bjargað sér. þeir gætu farið útí tvíhliða dæmi svipað og Sviss. þeir hafa peninga til þess að standa í slíku þvargi. Líktenstein hefur Sviss. Líktenstein er nánast bara lítið Sviss. Ísland er aleitt. Og eins og landið hefur hagað sér uppá síðkastið þá gæti það staðið uppi aleitt og án vina.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.2.2013 kl. 18:42

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar minn, viðskiptasambönd er eitt - vinir er annað!

Við erum aðeins í slæmum málum ef við kunnum ekki að greina þar á milli.  :)

Kolbrún Hilmars, 13.2.2013 kl. 19:09

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú, eg get alveg tekið að nokkru leiti undir að það er ekki endilega samansem merki milli viðskipta og vináttu. Ekki endilega. þó það geti hjálpað til.

Samt sem áður lít ég þannig á að ,,lönd eigi vini". Eg lít þannig á. það eru ekki aðeins hagsmunir.

Sem dæmi, að ef maður ferðast um heiminn, þá sér maður eða finnur strax að Norður Evrópa á alveg óskaplega mikið sameiginlegt með Íslandi. Maður sér þetta og finnur sérstaklega ef maður ferðast lengra. þá verður N-V Evrópa bara nokkurnvegin eins. þetta er sama menning og sama fólkið og sömu grunngildin að leiðarljósi.

Skandinavar eru eins og bara sama fjölskylda og Ísland. þetta eru eins og frændur.

Eins og heimurinn er að þróast, lönd mynda bandalög á svæðum sem semja svo við önnur svæði o.s.frv. - þá er bókstaflega bráðnauðsynlegt fyrir Ísland að rækta sambandið við sína frændur og vini í Norður- og Vestur-Evrópu.

það er samt eins og það sé engin stemming fyrir hérna uppi því allavega tímabundið. Og eg verð að segja, að ég skil ekki þessa andúð gagnvart Evrópu hjá Íslendingum. Eg barasta næ því ekki.

Eg held að þróunin hérna uppi undanfarin ár, vaxandi einangrunarhyggja að því er virðist - eg held þetta geti verið stórvarasamt fyrir Ísland og sérstaklega ef þróunin almennt í heimsmálum er höfð til hliðsjónar. þróunin er meiri samvinna og samstarf.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.2.2013 kl. 19:32

5 identicon

Breikíng Njúvs!?

Hefur þú ekki heyrt um CETA ? eða Stop CETA! ?

Breikíng njúvs fyrir þá sem fylgjast ekki með.

Heiðar (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 19:35

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, það er engin einangrunarhyggja fólgin í því að vilja vera sjálfstæður og engum háður. 

Ég gæti alveg komið með persónulega samlíkingu því viðvíkjandi, en læt það vera og eftirlæt lesendum þínum að nota ímyndunaraflið - og eigin lífsreynslu.

Í stóra samhenginu má alltaf finna samlíkingu við litla samhengið.  Auðvitað eiga allir að rækta sín sambönd við vini og frændur.  

En það fer alltaf allt í hund og kött þegar fólki er þröngvað til nánara samneytis en viðkomandi kæra sig um.

Kolbrún Hilmars, 13.2.2013 kl. 19:47

7 identicon

Þessi rómantíska evrópuhugsun þín (sem er sprottin frá nýfrjálshyggjupésum) er að sjálfsögðu jafn hallærisleg og kjánaþjóðrembings hugsunarhátturinn.

Heiðar (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 20:57

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er ekkert rómantískt við þetta. þetta er bara ísköld lýsing á staðreyndum. Svona er raunveruleikinn. Og svona er þróunin. Hvað hefur verið að gerast í Evropu undanfarna áratugi? Jú, lönd hafa myndað samstarf og samvinnu um sýna sameiginlegu hagsmuni. Allt og sumt. það er þekkert rómantískt eða rembingslegt við það.

Hitt, þetta með að allt sé einhvernveginn súper á Íslandi og ljóminn aukist við einangrunarhyggju - það er augljóslega rembingslegt. Af þeim greunni spretta svo ótal kjánaþjóðrembingsmál sem skaða í heildina og til langs tíma land og lýð.

Varðandi það sem Kolbrún segir síðast að það ,,fer alltaf allt í hund og kött þegar fólki er þröngvað til nánara samneytis en viðkomandi kæra sig um." - að þá er það ekki rétt lýsing á því er um ræðir. Afhverju sjá öll Evrópuríki sér hag í að vera í Sambandinu? það er af því þau hagnast á því í heildina séð. Samstarfið og samvinnan er til góða á allan hátt fyrir fólkið. þetta Samband, ESB, er til þess að viðkomandi þjóðir og lönd ræði saman og leysi sameiginlega sín hagsmunamál.

Ísland hefur alveg sömu hagsmuna að gæta í þessu sambandi. þarna eru okkar lang mikilvægustu viðskiptalönd sögulega séð.

En náttúrulega, að um Aðildarsamning núna verður þjóðaratkvæði. það mun ekkert stjórnvald geta gerst aðili að Sambandinu án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. þannig að engum er þröngvað neitt.

Nú, en almennt séð um aðild að EU og þjóðaratkvæðagreiðslur - að þá tel eg að þær séu óheppilegar. það er óheppilegt að setja svona mál í þjóðaratkvæði. það væri betra ef pólitísk apparöt kjörin af fólkinu sæju um þetta - eins og þau hafa alltaf gert á Íslandi. NATO, EFTA, EES, Sameinuðu Þjóðirnar , Alþjóða Matvælastofnunin o.s.frv. það var engin þjóðaratkvæðagreiðsla þá. Sem betur fer.

það leiðir hugann að því, að sögulega á Ísland ekkert merka eða góða sögu um þjóðaratkvæði. Hvað gerðu þeir? Jú, þeir settu á áfengisbann alveg útí bláinn sem ómögulegt var að framfylgja vegna vinsælda áfengis. Og svo héldu þeir þjóðaratkvæði um þegnskilduvinnu. Sem var auðvitað fellt. Ennfremur tókst þeim að breyta kosningunum 1908 í þjóðaratkvæði um svokallað Uppkast sem fjallaði um samband Íslands og Danmerkur eða stöðu Íslands í ríkinu.

Uppkastið var samningur sem Hannes Hafstein stóð að og var nánast það sama og samningurinn við Fullveldið 1918. Íslendingum tókst að breyta kosningunum 1908 í nokkurskonar þjóðaratkvæði um Uppkastið með þvílíkum svikabrigslum að fáheyrt var lengi síðan. þetta eitraði síðan íslenska pólitík í áratugi á eftir sá fíflagangur.

þegar ekki fleiri búa hérna og menningin er eins og hún er, allir þekkja alla og fjölskyldur eru mikilvægar oþh. - þá er varasamt að efna til ófriðar með þjóðaratkvæðagreiðslum. það er ekki sniðurg hugmynd til lengri tíma. Jú jú, þjóðaratkvæðagreiðslur geta alveg átt við. þær hafa kosti vissulega. En þær hafa galla líka. Veigamikla galla og vankanta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2013 kl. 00:16

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það þýðir auðvitað ekkert að efna til þjóðaratkvæðagreiðslna ef fólkið hefur ekki áhuga á málefninu.

Aðeins 37% tæp tóku þátt í stjórnlagaþingskosningunni og aðeins 49% rúm í stjórnlagaráðs-tillögum-eitthvað-kosningunni.

Mér sýndist fólk hins vegar hafa haft mikinn áhuga á Icesave atkvæðagreiðslunum. Man í augnablikinu ekki nákvæmar tölur en mun hafa verið um 70% í bæði skiptin.

Kolbrún Hilmars, 14.2.2013 kl. 12:53

10 identicon

Skrítið. Ég hef verið að lýsa þessum staðreyndum og raunveruleika fyrir fólki. Þessi þróun sem sumir vilja halda að sé næstum guðleg ef ekki guðleg, en er aðeins sjúklegt og aumlegt verk manna sem sjá sig í guðlegu ljósi að leiða hina heimsku hjörð hina réttu slóð og sú slóð lítur heldur ekki neinum eðlislögmálum.

Nei, það er ekkert remingslegt við það, er það?

Nei, aðeins ísköld staðreynd eins það var og er að gerast í evrópu.

Í hverju felst einagrunarhyggja?

"Ísland hefur alveg sömu hagsmuna að gæta í þessu sambandi. þarna eru okkar lang mikilvægustu viðskiptalönd sögulega séð."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2013 kl. 00:16

Að vilja aflétta tolla álögur, greiða fyrir viðskiptum milli þjóða hömlunarlaust, en vilja ekki lúta færibandar reglugerðum sem þjóna hvorki landi né þjóð og það án allra valkosta?

Í upphafi var EU ekki hugsað sem sjalla-sósíalískt miðstýrð stofnun sem þjónaði félagslegri þjónustu einkarekinni bankastarfsemi, eða einkarekinni starfsemi yfir höfuð, eða hvað?

" Afhverju sjá öll Evrópuríki sér hag í að vera í Sambandinu? "

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2013 kl. 00:16

Þegar að fíkillinn ánetjast þá er engin spurning hvar hann vill halda sig.

"En náttúrulega, að um Aðildarsamning núna verður þjóðaratkvæði. það mun ekkert stjórnvald geta gerst aðili að Sambandinu án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. þannig að engum er þröngvað neitt."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2013 kl. 00:16

Það verður ekki gert fyrr en stjórnarskránni verður breytt, líkt og hefur verið gert í löndum evrópu við inngöngu.

Hér sýnir Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2013 kl. 00:16 ólýðræðislega fasíska frontinn sinn.

"Nú, en almennt séð um aðild að EU og þjóðaratkvæðagreiðslur - að þá tel eg að þær séu óheppilegar. það er óheppilegt að setja svona mál í þjóðaratkvæði. það væri betra ef pólitísk apparöt kjörin af fólkinu sæju um þetta - eins og þau hafa alltaf gert á Íslandi. NATO, EFTA, EES, Sameinuðu Þjóðirnar , Alþjóða Matvælastofnunin o.s.frv. það var engin þjóðaratkvæðagreiðsla þá. Sem betur fer."

Í öllum þessum tilvikum voru íslenskir flokkar ekki kosnir til að taka ákvörðun um gerð alþjóða samninga og því samningslausir gagnvart þjóð sinni.

Spyrja má hvers vegna ekki er ákvæði um refsingu í stjórnarskrá íslendinga um þá sem grafa undan grunnlögum landsins og hafa þau grunnlög að háð og spotti?

Kannski um sjálftökulög að ræða enda er um að ræða sáttmála friðar í samfélagi þjóðar í þjóðlegu samhengi en ekki í alþjóðlegu samhengi?

Enda hljóðar 47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna …1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild.

Ef við tökum alþjóðalög með sem alþingismenn okkar hafa brotið ásamt stjórnarskrá sem Ómar virðist styðja heilshugar þá virðist Hitler vera engill.

Ekki miðað við mannfjölda heldur ásetning og með orðun Ómars " það væri betra ef pólitísk apparöt kjörin af fólkinu sæju um þetta ".... Því apparötin hafa sinn guðlega ljóma og vita hvenær hver þarf að deyja og hver þarf að lifa eins og stuðningur sjalla og framsjalla á morðum í ólöglegu stríði á hendur Íraks þjóð segir okkur til um.

Það eru til margar mikilvægar spillingasögur um evrópusambandið sem ættu að ná eyrum íslendinga, en það er bara vegna þess að íslenskir fjölmiðlar fjalla ekki um þær spillingarsögur og geta þess vegna ekki tekið ákvörðun um hvað snýr upp né niður.

En Þú ættir að vita það,manna best

Heiðar (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband