7.2.2013 | 21:43
Bítlar live í Ástralíu 1964.
Á eftir farandi bandi sjást Bítlar á sviði í Ástralíu. You cant do that. það náttúrulega búið að rita og tala margt og mikið um nefnda hljómsveit - en myndir segja meira en mörg orð. þarna eru Bítlarnir að performa alveg þvílíkt, að mínu mati. þetta er með ólíkindum framsækið og vel gert og snyrtilega auk djúprar tilfinningar fyrir tónlist og skilnings á listaþætti tónlistar. þetta er svo vel fram sett að hægt er að spekúlera lengi í þessu.
Svona var samt oft uppstillingin hjá Bítlunum á tónleikum. John með sinn hljóðnema og Paul og George deila einum. Vissulega var Paul líka áberandi þegar hann var forsöngvari - en þegar Lennon er í forystu, þá sér maður virkilega hvað Bítlarnir voru. þessi rosalegi sterki performans hjá John og með ólíkindum flott bakköpp og röddun hjá Paul og George. Ringo er svo meira eins og sér á parti með sínar trommur. Magnað alveg. þarna er svokölluð bítlamanía í hámarki.
Héldu að Sir Paul væri götuspilari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir trítluðu ekki á eimreiðinni einsog sænsku söngböndin á þessum tíma nema til að semja eithvað ógrynni laga í tilraunauptökum í stúdíoi sem rúmaðist í eldhúsi eins þeirra og kynntust indverskum gúrúum í miðalda stærðum.
Ekki nema að undra að sannfæringin hafi leitt þá saman eftir að hafa skotist upp á stjöruhimininn þetta sumar.
eno (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.