3.2.2013 | 17:23
Michael Noonan og ósigur Íslands.
Í fyrstu, miðað við stutt kvót sem höfð eru eftir Nooan fjármálaráðherra í independent ie., þá er ekki alveg ljóst, nákvæmlega, við hvað hann á.
Mætti velta fyrir sér hvort hann sé að tala frá breiða sjónarhorninu, þ.e.a.s. að almenningur hafi líka átt hlutabréf í bönkum og útrásarfyrirtækum o.þ.h. Fall krónunna o.s.frv.
Eg hallast frekar að því, að manngreyið hafi bara ekki hugmyndaflug í að considera það - að Ísland mismunaði eftir þjóðerni.
þannig meika ummælin perfectly sens.
Ísland vann engan sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar ég held að Noonan fjármálaráðherra íra hafi verið að tala um heimsmeistarakeppnina í handbolta, hvað heldur þú að hann hafi átt við?
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 3.2.2013 kl. 18:05
Nei. Ekki um það. Hann er að tala um ,,Íslensku leiðina" svokölluðu í fjármálahruninu.
Hann var á einhverjum fundi. Og þá fóru einhverjir tveir að segja: Afhverju fer Írland ekki Íslensku leiðina, ,,Burn the Bondholders" sem kallað er og það er einhver lítll hópur á Írlandi sem heldur þessari afstöðu uppi. Ennfremur virðist einhver hafa minnst á að Ísland hafi unnið dóm.
þá segir Nooan þetta, eitthvað á þá leið sirka, að Ísland sé bara allt annað dæmi en Írland og utan við allt og alla.
Í framhaldi segir hann að enginn sigur hafi verið unninn. Gæti vel verið að þeir hafi unnið dóm en um engann sigur hafi verið að ræða og þegar Ísland framkvæmdi ,,Burn the Bondholders" planið þá hefði það í raun þýtt að innstæður almennings hafi verið þurkaðar út.
þetta síðastnefnda sem Moggi setur í fyrirsögn - hlýtur að verða að túlkast sem að hann sé að meina innstæður bókstaflega.
þá er eins skýringin sú, að hann viti ekkert í dýpri atriðum um vitleysisganginn hérna uppi. Hann viti bara að Ísland hafi farið á hausinn 2008 og nú hafi dómur sagt að Ísland þyrfti ekki að borga innstæður. Annað viti hann ekki og hafi heldur ekki áhuga á því. Ísland er eitthvað afskekkt í fásinni í hans huga.
það er eðlilegast að túlka þetta svona, að mínu mati.
þá hefur hann einfaldlega ekki hugmyndaflug í að considera það að íslendingar hafi mismunað eftir þjóðerni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.2.2013 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.