1.2.2013 | 00:51
Um hrun banka og frasa- og áróðurskennda umræðu hægri afla um efnið.
Skrítin og skringileg er umræðan og sérstaklega hjá hægri öflunum um hrun banka og fjármálakerfis. það er eins á kostnaður ríkis af hruni fjármálakerfisins hérna hafi aðeins og eingöngu verið Icesavereikningarnir sem voru netreikningar í B&H reknir í útibúaformi af íslenskum banka, undir íslensku eftirliti og með íslenska lágmarkstryggingu. Rétt eins og hvert annað útibú á Ísafirði (Ef það er þá banki þar).
Að mínu áliti er þetta vísvitandi áróður hægrimanna. Og má þá segja að þetta Icesavemál hafi verið mikill happafengur fyrir þá.
það að 90% af fjármálakerfi landa hrynji á einum degi - það hefur auðvitað margvíslegan kostnað í för með sér sem lendir á Ríkinu.
það sem menn sumir virðast eiga erfiðast með að sjá fyrir sér eða horfa á úr yfirsýn er, að bankakerfi er dáldið sérstakur rekstur. það er ekki eins og hver önnur sjoppa útí bæ. Mann hugsa þetta soldið þröngt margir. Menn hugsa þetta soldið í umræðunni svona og í þessari röð: 1. Banki gjaldþrota. 2. Ég á að borga. 3. Ég vil ekki borga. Svo er ekkert hugsað meira.
Vandamálið er að þetta er ekkert svona einfalt. þetta hugsanaferli er gagnlaust. En áróðurinn og frasarnir ganga vel svona. það er auðvelt að lýðskrumast í kringum slíka uppsetningu.
það er alveg sama hvað mönnum finnst um hegðan banka og fjármálabatterísins, að slík starfsemi er hluti af hryggjastykki nútíma samfélaga. Samfélag án bankastarfsemi er skrítin tilhugsun. Ríki verða alltaf að koma inní dæmið með einhverjum hætti ef verulegt áfall verður í bankastarfsemi. Að gera ekkert hefur enn meiri skaða í för með sér.
þessvegna verður ríkisvaldið að hafa strangt og effektíft eftirlit með bankakerfi og fjármálastarfsemi. það er aldrei hægt að gefa bankastarfsemi fullkomlega frjálsar hendur.
Megintilgangur eftirlitsins á að vera að viðkomandi starfsemi byggi ekki upp startegíska áhættu fyrir landið eða efnhags landa í heild þannig að veruleg ógn verði að.
Lausnin er ekki ,,að láta banka fara á hausinn" eins og sagt er. Lausnin er að hafa það gott eftirlit með starfseminni að ríkið komi ekki til með að skaðast þó bankar fari á hausinn og í öðru lagi helst að koma í veg fyrir að þeir fari á hausinn. það á ekki að gera með björgunum heldur með eftirliti sem miðar að því að það þurfi aldrei neina björgun.
það er auðvitað tóm vitleysa og ábyrgðarleysi af fyrstu gráðu að láta bankakerfi örríkis vaxa í 10X þjóðarframleiðslu. Áhættan er allt, allt, alltof mikil.
Athugasemdir
Ó, ertu þá hérna ennþá?
Ég sem hélt þú værir kominn með hauspoka af skömmustukennd vegna alls þíns þráláta Icesave-greiðsluskyldu-áróðurs í löngum bunum árum saman og út um allt netið, þar sem þú gazt látið "ljós" þitt skína.
En grútarlamparnir gömlu lýstu fólki í gamla daga betur en þín "leiðsögn" í þessum málum.
PS. Ég veit, að samgöngur til Seyðisfjarðar (þar sem ég starfaði nú áður á Gullveri NS og lenti eitt sinn í svo miklum snjó á Fjarðarheiði í framanverðum júní, að hann var sums staðar hærri en rútan) hafa teppzt í a.m.k. 3 sólarhringa. Það er kannski þess vegna sem þú hefur ekki getað pantað þér hentugan hauspoka ennþá. Mundu samt að hafa hann með gati til að anda að þér fersku lofti og gæjugati til að sjá veruleikann í kringum þig og gleðina skína af andlitum samlanda þinna vegna sigurs þeirra í Icesave-málinu.
Og nota bene : vegna þess að við fórum EKKI samningaleiðina þína og Steingríms, Össurar og Jóhönnu, Björns Vals og 10 milljóna ESB-styrkþegans Árna Þórs Sigurðssonar.
Jón Valur Jensson, 1.2.2013 kl. 01:18
Stendur allt 100% er eg mælti. Landinu bar siðferðileg skilda að semja um essu skuld. Allt og sumt. þó að einhverjir öfgamnn og fjármálaveldið þekki ekki siðferði, þá er það nú samt sem áður mikilvægur eiginleiki mannskepnunnar.
það var vegna siðferðulegu hliðarinnar sem svo mikill skaði og tjón hefur orðið og verður fyrir landi af þessu þvargi þjóðrembinga. það var vegna siðferðilegu hliðarinnar sem fráleitt var að þvæla svo ljótu máli í dómssali.
Nú, varðandi laga og reglugerða hliðina þá stendur það allt 100% enda óhrekjanlegt.
það sem gerðist með EFTA Dósstólinn er, að það furðulega gerðist hann tók upp túlkun sem minnti á íslensku orðhengilstúlkunina hérna uppi í fásinninu og sópaði réttendum almennings, neytenda, léttilega útaf borðinu og eins og vildi meina að innstæðutrygging almennings hefði bara verið plat og tók sér stöðu þétt við hlið fjármálaveldisins.
Dómur þessi þykir af öllum hinn undarlegasti. Illa rökstuddur og úr takti og þvert á hefðbundna túlkun Evrópulaga sem lítur til anda laganna, heildarmyndar og neytendaréttar og tryggingar.
Enda virðist sem enginn nema þá einhverjir 3-4 hérna uppi taka mark á þessum dómi og telja hann einskis nýtann. Svo afkáranlegur og ósanngjarn þykir hann.
þó ber þess að geta, að þeir treysta sér ekki til að dæma um Jafnræðisþáttinn. Smeygja sér hjá því. Treysta sér ekki til þess.
En við þetta, og varðandi þann hluta er dómurinn sneri að, þá setur dómurinn siðferðilegu ábyrgðina á hvert ríki og í umrdæddu tilfelli, á Ísland.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2013 kl. 01:44
Endilega haltu áfram með svona skrifum að gera þig að kjána í augum allra bloggverja og að endingu þjóðarinnar. Og hættu ekki að elska ESB svona ástríðufullt, það hæfir víst í þínum huga til að vega á móti vanrækslu þinni við eigin þjóðarhagsmuni.
Svo nenni ég ekki að fylgjast með fleiri endemissvörum þínum við þessu.
Jón Valur Jensson, 1.2.2013 kl. 01:50
... gægjugati !
Jón Valur Jensson, 1.2.2013 kl. 01:58
það eru þjóðarhagsmunir, miklir og stórir, í húfi að lönd haldi þokkalega siðferðilegu afstöðu sinni á réttum kili. Annað er skaðlegt.
Margir íslendngar hafa aldrei skilið þetta mál almennilega og hugsa það ekki í heildarmynd eða í samhengi og samspili við umheiminn.
það eru öll vestræn ríki á því að þessi neytendaréttur sé varinn. Innstæðutrygging sé virk. Enda ekkert annað land sem hefur brotið það.
það er m.a. þessvegna sem þessi dómur EFTA vekur furðu og hneykslan og er talinn hafa enga þýðingu fyrir nokkurn.
það á náttúrulega eftir að líða tíminn og margt á eftir að koma betur í ljós, en þetta virkar soldið eins og EFTA vilji ekki almennilega blanda sér í þetta og setji siðferðið einfaldlega í hendur Íslands. Hugsanlega hefur sr. Páll samið þennan dóm mestanpart. þeir hafa bara leyft honum að semja eitthvað útí loftið.
Sennilega, í stóru myndinni, er þetta merki um hnignun EFTA eða EES Samningsins þar sem aðeins 3 ríki samanstanda af.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2013 kl. 02:08
Hver heldur þú að gefi nagdýrsrssgat í ált þitt Ómar? Taktu nú hausinn úr hringvöðvanum og settu hann í hauspoka.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.2.2013 kl. 04:34
Hættu þessum dónaskap Jón Valur, og þegið þú Jón Steinar! Látið manninn vera! Þetta er alvitur maður sem hefur alltaf rétt fyrir sér! Þegið þið báðir tveir! Hann Ómar veit allt. Hann hefur aldrei þurft að læra neitt og aldrei skipt um skoðun. Hann biðst heldur ekki afsökunar eins og einhver aumingi og vesalingur. Þið skuldið honum aftur á móti afsökun báðir tveir!
I slave (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 05:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.