31.1.2013 | 00:08
Sjallar ætluðu að koma Jónasi frá Hriflu á Geðveikrahæli 1930.
þetta er náttúrulega með ólíkindum að þessi flokkur eigi slíka sögu. þeir ætluðu að berja á pólitískum andstæðingi sínum með því að stimpla hann geðveikann. Ennfremur töluðu þeir mikið um í sínum málgögnum og ræðum, að hann væri skapvondur - og stundum að hann væri eiturlyfjaneytandi. þetta gerðu þeir allt í opinberri umræðu.
Heyrðu, svo er þarna geðlæknir - sem nánast örugglega hefur verið Sjalli - og þeir senda hann heim til Jónasar sem var með flensu. (þarna spilar líka inní læknadeilan svokallaða en Jónas vildi koma skikki á læknamál í landinu) Jónas lýsti þessari heimsókn m.a. svona:
,,Ekki eruð þér fyrr sestur en þér segið að þér komið frá forsætisráðherra og hafið verið að reyna að hindra að framkvæmt yrði eitthvert reginhneyksli. Þér bætið við að ýmsar sögur gangi um mig í bænum, sem séu kenndar yður, en þér segist treysta mér til að trúa ekki slíkum áburði. Þér sátuð dálitla stund, undarlega nervös og flöktandi. Erindi kom aldrei neitt, en eitt sinn létuð þér í ljós að yður fyndist ýmislegt abnormalt við framkomu mína. Ég spurði spaugandi hvort þér kæmuð til að bjóða mér á Klepp. Þér svöruðuð því ekki, en af óljósu fálmi yðar þóttist ég vita um bombuna og segi að ef þér sendið eitthvert skjal út af þessu tagi þá myndi það vera historískt plagg. Þér þögðuð við, en virtust vera að tæpa á því að ég léti undan læknunum um veitingu embætta. Ég benti yður á að ekki væri læknislegt að koma í heimsókn á þessum tíma dags. Um læknana væri ekkert nýtt að segja. Nokkrir þeirra hefðu gert uppreisn móti lögum landsins. Stjórnin hefði gert sínar ráðstafanir. Þar væru engar millileiðir. Sá sterkari mundi sigra að lokum. [...] Konan mín fylgdi yður til dyra. Á ganginum var ljós og fólk þar á ferli. Skrifstofa mín er næsta herbergi við stofu þá, er ég lá í, og þunnt skilrúm á milli. Þar var dimmt. Þér genguð þar inn og konan mín á eftir inn fyrir þröskuldinn. Þér kveiktuð ekki á rafljósinu þótt þér hlytuð að vita að kveikja mátti við dyrnar, en þær voru opnar fram á ganginn. Er konan mín var komin inn fyrir þröskuldinn grípið þér þétt með báðum höndum um handleggi hennar og segið dauðaþungum og alvarlegum rómi: Vitið þér, að maðurinn yðar er geðveikur?" (wiki)
þetta er snilldarlegur texti. En Jónas var mjög fær penni, eins og kallast. Afar vel ritfær og með mikla æfingu í skrifum. Sískrifandi.
það athyglisverða við Jónas á þessum árum, árunum fyrir seinna stríð, að hann gaf aldrei þumlung eftir í átökum við Sjalla. Aldrei þumlung. Eins og kemur þarna fram hjá honum. ,,Sá sterkari mun sigra að lokum". Engin málamiðlun. Ef hann fékk högg - þá kom högg til baka frá Jónasi. (Viðhorf hans breyttust svo til þeirra Sjallamanna eftir stríð og við uppgang kommunismans.)
Í þessu tilfelli snerist þetta allt í höndunum á Sjöllum og Jónas jók fylgi sitt.
það er líka athyglisvert, að á þessum tímum skyldi Mogginn ásaka Jónas um að neyta eiturlyfja. Og það er ekkert vafamál að þeir eru að ýja að því. Að reyna að koma því orði á hann. Finn nú ekki greinina í Mogga núna en hún er eitthvað á þá leið að frásögn er í blaðinu um undarlega hegðun Jónasar á einhverjum fundi fyrir norðan og látið liggja að því að ástæðan sé eiturlyfjaneysla. Ólafur Thors hafði áður sagt svipað um Jónas í ræðu. þetta er náttúrulega með ólíkindum. Sjallar hafa aldrei sætt sig við lýðræðið ef þeir eru ekki í stjórn og sitja að kjötkötlunum.
Athugasemdir
Ertu hálviti? Hiler ætlaði líka að útríma giðingum.Eru Þjóðverjar að því í dag?Farðu nú að andrkotast til að láta af þessu sjalla hatri og ég lofa þér því að þér líður betur á eftir.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 31.1.2013 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.