Um hvað snýst Icesavemálið fyrir EFTA Dómstól?

Eitthvað hefur borið á því núna þessa dagana, að menn viti ekki um hvað Icesavemálið snýst og einhver vandræði eru með hvernig eigi þá að túlka niðurstöðuna. Sem eðlilegt er ef menn vita ekki hvert upplegg ESA er.

Í stuttu máli snýst upplegg ESA fyrir EFTA Dómsstólnum í umræddu atriði að farið er fram á það að EFTA Dómstóll lýsi því yfir, að þegar Ísland feilað að greiða út lágmarksinnstæðutryggingu til innstæðueigenda í B&H innan tímaramma sem gefinn er í dírektífi 94/19, þá hafi Ísland feilað að uppfylla skyldur sínar samkvæmt nefndu dírektífi og vísað í greinar 3,4,7 og 10 í áðurnefndu dírektífi og/eða grein 4 í samningnum um Evrópska Efnahagssvæðið.

þetta finnst mér dáldið skýrt. ESA er að segja að Ísland eigi að borga.

Niðustaðan verður annaðhvort feilaði eða feilaði ekki. þó má í sjálfu sér hugsa sér einhverja millileið í teoríunni.

Ef Dómstóllinn dæmir að Ísland hafi feilað, dæmir áfellisdóm - þá verður Ísland að borga. þá er Dómstóllinn að dæma það að Ísland eigi að borga og það strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hvað áttu við þegar þú segir að ef dómur falli þannig að Ísland hafi "feilað" og að Ísland eigi að borga og það strax? Áttu við að ríkissjóður eigi að greiða út fé, eða ertu að segja að TIF eigi að greiða út fé tafarlaust? Eða á að ljúka uppgjöri þrotabús Landsbankans þá og þegar til að fjármagna slíkar útgreiðslur? Hvaðan á féð s.s. að koma?

Og hverjir væru móttakendur slíkra greiðslna?

Mig langar s.s. að fá að vita hvað þú átt við með Íslandi og hvaða aðilar í B&H þú telur eiga rétt á tafarlausum greiðslum í kjölfar slíks dóms.

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.1.2013 kl. 22:47

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ísland, ríkið, Landskassinn, á að borga og það strax. Ríkið feilaði augljóslega varðandi umrædda skildu samkvæmt dírektífi. þ.e. Ríkið greiddi ekki trygginguna innan þar til gerðs tímaramma. Óumdeilt.

Hvernig svo Ríkið fjármagnar þetta - það er því í sjálfsvald sett. Hugsanlega má fjármagna dæmið með skatti á fjármagnsgjörninga og/eða fjármálafyrirtæki.

Viðkomandi Ríki ræður því alveg. það sem er ekki val í þessu dæmi er, að umrætt Ríki verða að sjá til þess að innstæðutrygging sé greidd eins og ríkin á EES Svæðina hafa öll skuldbundið sig til með ESB/EES Samningunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.1.2013 kl. 22:56

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þú ert sem sagt að segja að ríkisábyrgð sé á innstæðum í bönkum. Ég átti svo sem von á því að slíkur væri skilningur þinn, en það er hins vegar alrangt hjá þér.

Dírektífið segir hvergi að ríkisábyrgð sé á tryggingarsjóðum, heldur einungis að viðkomandi landi beri að tryggja að greiðsla úr þeim fari fram innan tilskilins tíma. Þetta gekk ekki eftir í tilfelli Icesave af ástæðum sem okkur eru kunnar, þ.e. neyðarástand ríkti í landinu. Slíkt skapar ríkjum neyðarrétt sem tekur öllum öðrum rétti frammi. Þó voru sett neyðarlög sem settu innstæður í forgang til að tryggja hag allra innstæðueigenda, og bönkum voru skipaðar skilanefndir á fyrstu dögum hrunsins. Þ.e. stjórnvöld gerðu ráðstafanir til að tryggja hag innstæðueigenda. Það er m.ö.o. TIF sem á sjá um að lágmarkstrygging berist innstæðueigendum innan tilskilins tíma, ekki ríkissjóðs á eigin kostnað.

ESA fer heldur ekki fram á að ríkissjóður greiði innstæður heldur að (Ísland) þ.e. stjórnvöld "take the necessary measures to comply with this reasoned opinon". Slíkt felur ekki í sér að "Landskassinn" eigi að greiða út fé á sinn kostnað. Það er alveg á hreinu að slík skylda er ekki til staðar hvernig sem dómur fellur.

Þetta ættir þú "upplýstur maðurinn" að vita nú þegar.

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.1.2013 kl. 23:24

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef argoft sagt að tal hérna uppi um hvort ,,ríkisábyrgð" sé á innstæðum sé í raun röng spurning. Spurningin er: Á ríkið að sjá til þess að innstæðutrygging virki. Svarið hlýtur að vera já. Annars væri tilgangslaust að setja lög um innstæðutryggingar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.1.2013 kl. 23:56

5 identicon

ESA álitið er bara um hvort dírektífið hafi verið rétt innleitt og implementað á Íslandi. Það leiðir ekki beint til þess að Ísland eigi að borga. Það eru fleiri lög og atriðið sem þarf að taka tillit til þar, t.d. neyðarréttur ríkis ofl. sem íslenskir dómstólar munu fjalla um ef bretar og hollendingar vilja halda áfram með málið.

Jonni (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 13:29

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ómar: Þögn þín er ærandi nú þegar dómur hefur fallið Íslandi í vil! Ertu maður til að biðjast forláts á upphrópunum þínum?

Erlingur Alfreð Jónsson, 28.1.2013 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband