19.1.2013 | 16:44
ESB minnkar kvóta sinn um 15% í takt við alþjóðlega veiðiráðgjöf vegna ofveiða LÍÚ á makríl.
Hérna uppi í fásinni hvetur fyrrverandi ráðherra og Sjallaflokksmaður til að makrílstofninn verði stórskaðaður og jafnvel varanlega.
Segir sína sögu.
Maður skilur alltaf betur og betur afhverju Sjallar rústuðu þessu landi hérna.
Eigum að gefa út einhliða kvóta strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ein setning yfir þetta: Þér er ekki viðbjargandi.
Sindri Karl Sigurðsson, 19.1.2013 kl. 18:06
Þvílíkt kjaftæði
Værum við í ESB þá væri okkar hlutur á markríl í samræmi við atkvæðavægi á þingi ESB = 0,00001%
Grímur (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 18:40
Eg tala bara staðreyndir. Alþjóðleg ráðgjöf ráðlagði samdrátt vegna ofveiða LÍÚ.
Málið snýst um þetta mestanpart: EU og Nojarar hafa byggt upp makrílstofninn með nákvæmum alúðarhætti gagnvar stofninum og til stóð að hægt væri að halda sama kvóta og jafnvel bæta við.
LÍÚ er búið að eyðileggja það. Alþjóðleg ráðgjöf vísindamanna ráðlagði um 15 samdrátt. ESB fer eftir því.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2013 kl. 18:46
Það er líka staðreynd að stærð makrílstofnsins er talin vanmetin.
Þú talar um alúðarhátt EU og Norðmanna. Það eru kjaftæðisrök, enda vex fiskurinn hraðast á Íslandsmiðum, eða um ein 50%. Það hefur ekkert að gera með Norðmenn eða EU.
Og Íslendingar eru ekki að stunda neina ofveiði úr þessum stofni. Það er algjörlega órökstutt hjá þér, enda geturðu ekki rökstutt það með neinum hætti.
Kristinn (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 19:24
Jú. Eg get rökstutt og heimildafært allt uppá 100% er eg mæli. það er bara spurningin hvernig er best að orða það á internetspjallstíl. Ef skal leggja upp í stuttu máli á eftir. Eg nefnilega æ enganvegin séð þessa ,,sterku stöðu" Íslands eða LÍÚ í þessu máli. Ekki eins og það er lagt upp af LíÚ.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2013 kl. 19:50
Ykkur samfó bjálfunum er ekki viðbjargandi.Það eina sem þið hugsið um er ekki styggja esb,esb,esb,esb...............Ég skal segja þér Ómar að esb er hreinræktuð glæpasamtök.Auðvitað veiðum við Íslendingar okkar 150 til 200 þúsund tonn af makríl og hlustum ekki á norðmenn og esb glæpasamtökin sem þið samfíósar þráið svo heitt.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 19.1.2013 kl. 20:11
Leggðu spilin á borðið Ómar. Þú ert með þetta allt á hendi og hinir eru bara með hunda. 100% heimildir, leyfðu mér að sjá þessa heimildaskrá.
Sindri Karl Sigurðsson, 19.1.2013 kl. 20:22
það er spurning hvar á að byrja. Getum byrjað á að Alþjóðleg veiðiráðagjöf rétti fram fyrir um 2 árum mun hærri makrílkvóta 2013. Við endurskoðun Núna var rétt fram 15% cut frá áður ráðlagðri ráðgjöf.
Svo það hlýtur að vera útaf LÍÚ og rányrkjuveiðum þess. Eða er einhver með aðrar skýringar á að veiðr´ðagjöf fer fram á 15% skerðingu?
ESB fer eftir þessari ráðgjöf enda hugsa þeir um jafnvægi stofna en stefna ekki að rústalagningu allra hluta líkt og Sjallaflokkur og LÍÚ.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2013 kl. 20:27
,,ICES recommends 15% mackerel quota cut
...
“The International Council for the Exploration of the Seas (ICES) has recommended the 2013 total allowable catch (TAC) for mackerel should be cut by 15 percent, to 542,000 metric tons (MT).
ICES also recommended further reductions in overall catch in light of "irresponsible overfishing" by Iceland and the Faroe Islands that pushed catch levels above the scientific advice."
http://www.seafoodsource.com/newsarticledetail.aspx?id=17900
þarna stendur að Alþjóðleg veiðir´ðagjög hafi sett fram 15% cut vegna gengdarlaussrar ofveiði Íslands (LÍÚ) (og Færeyinga)
100% bakköpp.
Þá snúum við okkur að næsta atriði: Fór ESB eftir ráðgjöfinni? Svar: Já.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2013 kl. 20:35
Þetta eru snilldarök Ómar. Það getur varla nokkur maður á móti þessu mælt.
itg (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 20:41
HAHAHA...
Í einu orði eru LÍÚ alveg mestu drullusokkar alheimsins og síðan í því næsta eru ICES, ein umdeildust vísindasamtök sem til eru, dreginu upp úr hattinum.
Tek ofan fyrir þessu Ómar, veist greinilega ekki neitt um hvað þú ert að tala.
Sindri Karl Sigurðsson, 19.1.2013 kl. 20:55
Því má síðan við bæta að ICES gerir ekkert annað en að taka mælingar annara ríkja á fiskistofnum, fara yfir þær og tilkynna hvort þær eru í samræmi við þeirra mat eða ekki.
Svona eins og mafía ef þar væru einhverjir sem ættu annarlegra hagsmuna að gæta, líkt og Watson nokkur, þá er bara halelúja Ómar minn. Ekkert annað.
Sindri Karl Sigurðsson, 19.1.2013 kl. 20:58
Fyrst varðandi þetta: ,,...eru ICES, ein umdeildust vísindasamtök sem til eru.."
,,Alþjóðahafrannsóknaráðið (e. International Council for the Exploration of the Sea, ICES) er alþjóðleg vísindastofnun. Stofnunin er sú elsta sinnar tegundar en hún var stofnuð árið 1902 í Kaupmannahöfn. Aðildarríki ráðsins eru 20 talsins þar af 15 ESB-ríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Holland, Írland, Lettland, Litháen, Pólland, Portúgal, Spánn, Svíþjóð og Þýskaland, auk Bandaríkjanna, Kanada, Íslands, Noregs og Rússlands.
Hlutverk Alþjóðahafrannsóknaráðsins er að samhæfa haf- og fiskirannsóknir í Norður-Atlantshafi. Undir ráðið heyra á annað hundrað formlegar vinnunefndir sem fjalla um aðgreind verkefni á þessum sviðum. Rannsóknastofur þátttökuríkjanna og um 1600 vísindamenn á þeirra vegum taka þátt í vinnu ráðsins. Út frá niðurstöðum rannsókna sinna veitir ráðið leiðbeiningar um veiðar á einstökum stofnum í Norður-Atlantshafi. Hafrannsóknastofnun Íslands starfar náið með ráðinu og eiga Íslendingar fulltrúa sem situr í auðlindastjórnunarnefnd.
Alþjóðahafrannsóknaráðið og Evrópusambandið starfa saman á grundvelli tvíhliða þjónustu- og samstarfssamnings sem kveður á um að ráðið veiti sambandinu árlega ráðgjöf um ástand fiskistofna í Norður-Atlantshafi auk annarra tilfallandi verkefna. Árlegar tillögur framkvæmdastjórnar ESB um leyfilegan heildarafla í Evrópusambandinu eru meðal annars byggðar á vísindalegri ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins."
http://evropuvefur.is/svar.php?id=63247
þau eru nú ekki umdeildari en þetta. Menn verða að passa sig að vera ekki svona ofan í skurði í málflutningi. það gengur ekkert.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2013 kl. 21:26
Ices segir 540 þúsund. þar af ætla Ísland og Færeyjar, einhliða og án heimildar, að úthluta til sín bara rétt si sona samtals 300 þúsund! Er ekki í lagi!? (Þó ber að hafa í huga að Færeyjar eru í aðeins betri stöðu lagalega en einhliða hrifsing þeirra er alveg óábyrg.
Jafnframt hef eg aldrei heyrt svona skrítin rök eins og menn virðast vera með hér, að þeir segja fyrst: Makríll kemur hingað og svo segja þeir: Hann étur svo mikið!
Eg hef aldrei nokkurntíman heyrt svona rök - en ef það ætti að fara að skipta fiskistofnum á þennan hátt, þ.e. eftir því hve hann éti mikið í hinni eða þessari lögsögu - eg er ekki viss um að Ísland kæmi vel útúr því. Alls ekki viss. Meir að segja ekki með makrílnn. því nb., málið snýst eigi um hvort ísland ,,megi veiða makríl eða ekki í sinni lögsögu". Málið snýst ekkert um það.
Málið snýst um hvort þeir megi og hvort sé siðferðislega réttlætanlegt að veiða svona mikið. Lykilorð: Svona mikið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2013 kl. 21:38
Þetta "ICES" er danskt félag og það er lítið alþjóðlegt við það, nema nafnið.
Frá upphafi hafa allar þeirra "vísindalegu" ráðleggingar miðað að því einu að geta fengið hinar ýmsu ríkisstjórnir til þess að senda sér peninga.
Með því að leggja fram stanslaus tilmæli um að "takmarka og minnka veiðar" þá geta þeir ávallt sagt að þeir hafi haft rétt fyrir sér, í hverju og einu einasta tilfelli, hvernig svo sem á stendur,- ...og ef, - og þegar illa fer, - staðið með pálmann í höndunum og sagt, ... hvað sögðum við ekki, - það var ekki farið að okkar ráðum og veiðar minnkaðar, og því fór sem fór.
Þar með hafa þeir fengið ný "skotleyfi" á viðkomandi ríkisstjórnir og þeir telja sig þar með geta krafist þess að fá ennþá meiri peninga til þess að gera enn meiri "rannsóknir" sem engan enda taka.
Hvað varðar makrílinn þá fara þeir að sjálfsögðu eftir sinni eigin og einu formúlu og leggja til að minnka veiðar. Þá eru þeir aftur ofan á, ef það yrði veiðibrestur, þá gætu þeir skellt allri skuldinni, í þetta sinn, beint á Íslendinga og Færeyinga.
Hvernig væri nú að það væri einu sinni farið til Jóns Kristjánssonar fiskifræðings og hann spurður álits um það hversu mikið Íslendingar (og Færeyingar) skulu veiða mikinn makríl á árinu 2013, og að farið verði eftir hans ráðleggingum.
Til dæmis, ... ef hann leggur til að veiða skuli 350 þúsund tonn af makríl í íslendsku fiskveiðilögsögunni, þá verði farið eftir því.
Og hvað um síldardauðann við Ísland ? Hvernig stendur á öllum þessum síldardauða og krankleika til margra ára ? Er það hugsanlegt að hið gífurlega flóð af makríl inn í lögsöguna, valdi því að makríllinn éti upp fæðuna sem annars hefði viðhaldið síldarstofninum ?
Tryggvi Helgason, 19.1.2013 kl. 21:53
Ég er bara einfaldlega að nota sömu frasa og þú í kringum LÍÚ. Ég get ekki annað séð á þínum skrifum að 100% rök eru þau rök að við eigum engan rétt á því að veiða þennan fiskistofn af því að aðrir hafa verið að veiða þennan stofn á undan okkur.
Þetta eru engin rök hjá þér Ómar.
Varðandi að veiða svona mikið, þá má örugglega deila um hvað er mikið í þessu sambandi. Þessi fiskistofn (Atlantshafsmakríll) er mældur með því að draga háfa um hafið í kringum hrygningastöðvar, á þriggja ára fresti. Eggin eru talin og þá fundin út einhver tala um hvað má veiða mikið.
Fiskurinn vex upp í 200g frá klaki fram á haust og veiðistofninn er allur makríll yfir 200g.
Vandamálið í þessu öllu er að vísindamennirnir vita ekkert nema tölfræðilegt samband fjölda hrogna og afla. Ég veit að það er út í Q að ákvarða eitthvað út frá því en það er samt gert hjá ICES og það er "sannleikurinn".
Þar af leiðandi veit enginn hvað er mikil veiði á makríl, ekki einu sinni þeir sem gefa út hve mikið má veiða. Enda er og hefur aldrei verið farið eftir því, hvorki hjá Norðmönnum eða EU löndum sem hafa hagsmuna að gæta. Vísa þar m.a. í dóma gagnvart skoskum útgerðum og reglur varðandi vigtun afla hjá m.a. Skotum og Írum, þar sem m.a. eru notuð lóð og spotti til að ákvarða aflamagn í lestum skipa, áður en aflinn er tekinn í land. NB. engin vigt í landi sem segir til um hve mikið af afla fer í vinnslu.
Sindri Karl Sigurðsson, 19.1.2013 kl. 22:05
Öngvir eru frasarnir hjá mér. Eg segi bara staðreyndir. LíÚ er engin heilög kýr sem ekki má anda á þó hún liggi á miðjum vegi og jórtri landi og lýð til skaða.
Nú, varðandi mitt upplegg þá kemur þar bæði fram beint og óbeint á allan hátt að mitt upplegg er: Að Ísland megi veiða makríl.
Mitt upplegg er: Ekki svona mikið.
þetta getur nú ekki verið flókið.
Allar tölur um hve makríllinn ,,éti mikið" hérna, að slíku verður, því miður, að hafna algjörlega og undireins - nema því fylgi nákvæmir útreikningar ásamt hliðstæðum dæmumsem signeraðar eru af þar til gerðum vísindamönnum á alþjóðaleveli. þar til slíkt plagg sést - þá er til einskis að ræða einhverjar tölur um þessi eða hinn kokkar upp um leið og hann etur kornfleksið sitt að morgni. Eigi til neins að ræða slikt.
En stóra málið er, að ef Ísland mundi semja á skynsamlegum raunsæisnótum, þá mundi landið sennilega hagnast meira á því en þessi fíflagangur og kjánaþjóðrembingur sem menn eru með núna. Fíflagangur og kjánaþjóðrembingur kostar!
Ísland er að veiða makrílinn mikið til áður en hann verður að fullu virði. Ftyrst dældi LÍÚ þessu bara í gúanó! Beint í bræðslu. þessum gullfiski verðlega séð. Settu hann bara í gúanóið. Nú nú, svo skömmuðust menn sín svo mikið fyrir það að þeir fóru aðpaufast við að fryta hann - en þá er það bara 2.og 3. flokks vara seld á útsölu í Asíu! Náttúrulega með ólíkindum þetta háttalag.
En svo er líka annað verra að LÍÚ ofmettar markaðinn með ofveiðinni og er búið almennt að rústa makrílverðinu sem vonlegt er.
Landið mundi sennilega hagnast meira á því að semja skynsamlega og raunsætt til lengri tíma og þá mundi vera hægt að veiða makrílinn þegar hann er verðmætastur.
það sem margir íslendingar feila soldið á að líta til, að þeir átta sig ekki alveg á hve mikið LÍÚ hrifsar til sín úr heildarkvóta sem þeir áttu nánast 0% í fyrir örfáum árum. Um er að ræða fisk sem mjög verðmætur er og mikilvægur fyrir ákveðna byggðarkjarna í skotlandi og Írlandi ásamt Noregi náttúrulega.
það er hvorki skynsamlegt né réttlátt að hrifsa til sín allt uppí 1/2 heildarkvótans rétt si sona á 2-3 árum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2013 kl. 23:14
Er þetta sama stofnunin og gaf ESB skotleyfi á alla helstu fiskveiðistofna innan þeirra lögsögu eða er þetta kannski stofnunin sem sat hjá þegar ESB veiddi upp hvern einasta fisk sem höndum var komist yfir og fiskstofnarnir hrundu í lögsögu ESB? Ef svo er, þá er lítið vit í að hlusta á ráðleggingar svoleiðis stofnunnar..
Charles Geir Marinó Stout, 20.1.2013 kl. 01:35
Fiskistofnar eru misjafnlega á sig komnir og vísindaráðgjöf og eftirfylgd með henni allavega söguæega séð. Svipað ástand er á fiskistofnum á LÍÚ miðum og á öðrum miðum. Sem er náttúrulega ótrúlegt að LÍÚ skui ekki getað gert sér meiri mat úr þessum víðáttumiklu og gjöfulu miðum sem íslandsmið eru.
Við skulum bara tala um, sem dæmi, hvernig LÍÚ sem fékk íslendinga til að bakka sig upp með því að nota kjanaþjóðrembinginn rústaði og stórskaðaði hverjum stofninum á fætur öðrum: Síldinni, kolmunannum, makrílnum o.s.videre. Svo má bæta við þorskinum. Hann hefur eigi borðið sitt barr eftir að LÍÚ lagði eignarhald sitt á hann.
þessi hegðan varðandi makrílinn núna er bæði óskynsamleg og skaðleg fyrir land og lýð í heild og þá til lengri tíma litið. Má vel vera að LÍÚ hagnist eitthvað á þessu í 2-3 ár og gangi með ágóðann af ofveiðinni alla leiðina í bankann á Tortúlla. það veit ég ekkert um. Eg er að tala útfrá heildarhagsunum land og lýðs og hvernig innbyggjar láta LÍU spila með sig.
það er nú svo.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.1.2013 kl. 02:09
Æji...
Þér hlýtur að líða illa við að berja hausnum í steininn.
Sindri Karl Sigurðsson, 20.1.2013 kl. 02:22
Svona liggja nú staðreyndir máls.
Íslendingar, ótrúlega margir, lifa í nokkurskonar bubble þessu viðvíkjandi. Lifa í bubble viðkomandi flestu er snýr að samskiptum Íslands sem ríkis útávið. Á sér sína sögu náttúrulega og alveg aftur til um 1900 er kjánaþjóðrembingurinn var fundinn upp af pólitíkusum og nefnt fyrirbrigði hefur lifað sæmilegu lífi síðan og á tímabilum góðu lífi. Td. þegar íslendingar komu upp með það að þeir ætti í raun Grænland og Jan Mayen. Lærðar greinar voru skrifaðar um að á Grænlandi hefðu búið kolsvartir jarðholudvergar o.s.frv. Umræðan er oft dáldið þannig æ síðan er samskipti Íslands og umheimsins ber á góma. Órunsæi og óþarfa derringur við erlenda menn og á stundum barasta kjánalegur derringur sem er svo sem um ekki neitt - nema að vera með derring.
Allt þetta hefur í raunninni skaðað landið í heildina og lýðin er á landinu byggir. Skaðað hvorutveggja. Einhverjir sérhagsmunir kunna að hafa hagnast á þessu. það má vera. það skal eg ekkert segja um. það eru ekki nema 4-5% þjóðarinnar. Elítan sem á sérhagsmunina.
Íslendingar sumir eru soldið þannig, að þeir láta elítuna og fjársterka aðila spila dáldið mikið með sig. það sker Ísland frá td. öðrum Norðurlöndum. Almenningur allur þar er fyrir löngu kominn uppfyrir það stig að láta sérhagsmunaklíkur mata sig með teskeið.
Á Íslandi minnir þetta hreinlega á í bændasamfélaginu þegar svokölluð höfuðból hreppa (gátu verið mörg) voru allsráðandi og allir bugtuðu sig og beygðu fyrir slektinu á höfuðbólinu og þá bara afþví að það var höfuðból og þessvegna merkilegra fólk sem bjó þar. þannig var þetta náttúrulega um aldir. Eymir af þvi hugarfari ennþá.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.1.2013 kl. 03:13
Jan Mayen er nær Íslandi en Noregi og er Íslensk eyja. Þetta hlýturðu að sjá þó þú sért með andlitið klesst upp við endaþarminn á erlendum öflum sem girnast vora heilögu Fósturjörð.
Ekkert fjárans esb hér (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 10:18
Þetta er bara með fyndnari vitleysum sem ég hef séð lengi koma frá þér Ómar... Hahahahaha.... :D
Halda að það sé Íslendingum að kenna að stóra ESB minki kvóta... Hvar lærðir þú að lesa og greina á milli trúverðugleika frétta???
Hahahaha... :D
Ólafur Björn Ólafsson, 20.1.2013 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.