14.1.2013 | 00:58
Bjuggu ,,kolsvartir jarðholudvergar" á Grænlandi?
Svo sagði fræðimaðurinn Jón Dúason sá sem skrifaði hvað merkast um ,,réttláta kröfu" íslendinga til yfirráða yfir grænlandi.
Hann vill meina að norrænir menn hafi séð ummerki um þennnan flokk á grænlandi og kallað ,,skrælingja".
Hann lýsir þessum flokki nánar sem ,,kolsvört dvergþjóð 3-4 fet á hæð".
Athugasemdir
,,Grænland var óbyggt, er Skandinavarnir fundu það á tiundu öld, þótt þeir fyndu þar minjar eftir Eskimóa. Engir Eskimóar voru til á 10. öld, svo ekki geta Islendingar hafa fundið minjar eftir þá. íslendingar fundu aðeins minjar frá Skrælingjum, en þeir voru allt annað fólk, kolsvartir jarðholudvergar.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4893110
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.1.2013 kl. 01:00
,,Sá kynþáttur, sem heimildir vorar nefna Skrælingja, erlendir höfundar Pigmæí, en sagnir Eskimóa jarðdverga, voru hvorki Indiánar eða eskimóar, heldur kolsvört dvergþjóð 3-4 fet á hæð".
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=80927&pageId=1165079&lang=is&q=Eskim%F3ar+eru
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.1.2013 kl. 01:08
Veit ekki alveg hvert þú ert að fara með þessu ... en fyndið er það. Sérstaklega síðari greinin sem þú vísar til er svo yfirfull af rangfærslum að merkilegt má teljast.
Jared Diamond lýsir því ágætlega í bók sinni "Collapse: How Societies Choose To Fail Or Succeed" (2005) að Grænland hafi trúlega séð 3 búsetubylgjur áður en Norrænir menn settust þar að (Wikipedia er ekki eins nákvæm með tölur, gætu hafa verið fleiri). Þeir sem þar voru á ferð skildu vissulega eftir sig mannvistarleifar eins og Ari Fróði lýsir í Íslendingabók og fornleifafræðingar hafa fundið síðan.
Núverandi íbúar Grænlands þróuðu norðurslóðatækni sína í heimkynnum í Alaska á 10. öld, dreifðust síðan meðfram norðurströnd Kanada og eru komnir til Vestur-Grænlands á 12. öld. Þeir eru því í sambýli við norræna menn í fleiri hundruð ár, alla vega fram á miðja 15. öld (var ekki verið að grafa upp beinagrind ínúítastúlku frá 15. öld á Skriðuklaustri?). Hvers vegna Norrænir hurfu frá Grænlandi er svo auðvitað mjög spennandi og Wikipedia er enn sem oftar með mjög góða úttekt á núverandi stöðu þekkingar í þeim efnum: http://en.wikipedia.org/wiki/History_of_Greenland
Brynjólfur Þorvarðsson, 14.1.2013 kl. 07:27
það sem eg er að fara með þessu er, að sýna framá hve hugmyndir sumra íslendinga eru oft yfirgengilegt rugl.
Dúason var mikilsvirtur af íslendingum í eina tíð og talin mikil speki sem frá honum kom. Lokatakmark var svo yfirráð Íslands yfir Grænlandi.
þetta með grænlending á Skriðuklaustri - að bökkuðu menn ekki með það? Man það ekki nákvæmlega en minnir að niðurstaðan hafi orðið að frekar hefði verið um einstakling með sjúkdóm að ræða.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.1.2013 kl. 13:09
Það er ekki svo langt síðan að “doktorinn” skrifaði þetta. Eiginlega bara í fyrradag. Við aðrar aðstæður hefði þetta getað leitt til fjöldamorða.
Sá í gærkvöld af hreinni tilviljun þátt um Heinrich Kramer (1430-1505), sá sem skrifaði ritið; Malleus Maleficarum ( sleggja nornanna). Þetta rit, sem var gefið út í stóru upplagi og fékk viðurkenningu hjá Vatíkani, varð nokkurskonar handbók galdra og norna ofsókna. Átti sinn þátt í dauða tugþúsunda kvenna. Áður en fórnarlömbin voru brennd á báli, höfðu þau játað sekt sína eftir hryllilegustu pindingar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 15:27
Já. Alveg fáránlega stutt síðan.
Taka ber eftir hve það skiptir miklu máli hjá doktornum að nefndir dvergar á Grænlandi hafi verið svartir og það ,,kolsvartir".
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.1.2013 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.