SJS með 90% kosningu í Norðausturkjördæmi.

þetta er afar afgerandi og kemur ekki á óvart. Staða Steingríms er sterk á svæðinu. þarna fær VG sennilega 2 þingmenn. Náðu 3 síðast og óraunsætt að ætla að þeir haldi þeim. Sá þingmaður fer líklega til Sjallanna en við þá binda innbyggjar nú miklar vonir. Búnir að steingleyma Sjallahruninu og ef þeir muna þá er það allt í móðu auk þess sem þeir lesa í LÍÚ-Málgagninu að Sjallahrunið hafi í bara verið vondur draumur sem aldrei gerðist í raun. þessvegna munu innbyggjar kjósa yfir sig Sjallana með tilheyrandi. Við næsta Sjallahrun er hinsvegar alls óvíst að SJS geti komið hlaupandi og bjargað öllu. Alls óvíst. Og hvað gera bændur þá?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður Briem, sem lengi var fulltrúi við sýslumannsembættið á Húsavík, aðstoðaði eitt sinn aldna konu og sjóndapra við að kjósa á sjúkrahúsinu á Húsavík við alþingiskosningar. Er þau voru komin inn í kjörklefan spurði Sigurður konuna hvern hún hygðist kjósa. “Ætli ég kjósi ekki Jónas minn frá Hriflu eins og ég hef alltaf gert”, sagði sú gamla. Jónas var þá látinn fyrir tíu árum.

Ég minntist þessarar sögu, sem mun vera sönn, þegar á sá nafn Ara Teitssonar á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Ari Teitsson var varaformaður stjórnlagaráðsins  og vann þar gott verk. En efstur á lista hækjunnar fyrir norðan er Sigmundur nokkur Davíð, skilgetið afkvæmi höfuðborgarinnar og spillingarklíku hennar. Hann flúði norður þar sem hann treysti sér ekki til að fara í framboð fyrir sunnan. Sem sagt á slóðir Hriflu-Jónasar.

Hækjan hefur hinsvegar verið lítt skárri en Íhaldið í því að tala niður til þeirra sem unnu gott verk í stjórnarlagsráðinu, gera lítið úr þeirra starfi og úr því merka lýðræðisferli sem lá að baki stjórnarskrártillaganna.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband