7.12.2012 | 11:43
Kjánaþjóðrembingur innbyggjara fréttist erlendis
og smá saman verður Ísland aðalega þekkt fyrir hann.
Svo eru menn hissa á að enginn erlendur aðili vilji fjárfesta hérna nema alþjóðlegir auðhringir, brynvarðir má segja, sem fá nánast allt gefins fyrir að veita nokkrum hræðum vinnu. Eigi er eg hissa.
Hr. Nubo var barasta heppinn að lenda ekki í Smáralindargæjanum - eða lenti hann kannski í honum? Maður spyr sig.
Huang Nubo segir stjórnvöld vera fordómafull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Huang verður líka að athuga það að við íslendingar meigum heldur ekki fjárfesta í Kínversku landi, þannig að er ekki alveg eins hægt að kalla kínverja fordómafulla.
valli (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 12:00
ég var nú alveg hlintur þessum fjarfestingum fyrst. Enn ekki lengur. þetta fífl getur farið til helvítis bara. Rífandi kjaft og tuðandi hér setjandi út á okkur ofl. Bara best að vera laus við hann held ég.
ó (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 21:30
Kínverskur ríkisborgari, af hvaða litarhætti sem er, getur ekki fjárfest sem einstaklingur á sama hátt og maður frá Kanda eða Indlandi, því ríkið er með í kaupunum á hátt sem þekkist varla lengur. Huang þessi var stórtækur í Tíbet þar sem hann vann fyrir áróðursmálaráðuneytið, sem þar í landi er hafið yfir lög og reglur og hefur algjörlega frjálsar hendur. Hann var sem sagt í ábyrgðarstöðu í landshluta þar sem konur eru nauðuguar viljugar sendar í ófrjósemisaðgerðir og fóstureyðingar vegna kynþáttar þeirra, en mun meiri menningarlegur og kynþáttalegur munur er á Tíbetbúa og venjulegum Kínverja, vegna aldalangs nær fullkomins aðskilnaðar, heldur en segjum meira að segja Þjóðverja og gyðings. Engin þjóð í heiminum fer jafn illa með minnihlutahópa í dag og Kína, sem er stórtækt í öllum mannréttindabrotum og veitir eigin almenningi ömurleg lífsskilyrði. Meðal þeirra huggulegu hluta sem er að finna í Kína eru svokölluð "munaðarleysingjahæli" sem í raun eru bara biðstöðvar eftir dauðanum, en á þeim eru aðallega stúlkubörn, sem verður að láta afskiptalaus að mestu samkvæmt tilskipun, og er þetta skipulögð útrýming á vegum ríkisins á "óæskilegri" þegnum. Ríkir menn eins og Huang eru aftur á móti undanþegnir slíku og mega eiga eins mörg börn og þeir vilja. Hér er óhuggnaðurinn festur á filmu. Lítið er sýnt af slíku í Vestrænum löndum, vegna gríðarlegra fjárhagslegra ítaka Kínverja, sem eru raunveruleg ástæða þöggunarinnar, en Kínverjar eiga nú Bandaríkin að stærstu leyti sem dæmi, hafa keypt upp stóran hluta Afríku og annarra Asíuþjóða og hafa sífellt meiri ítök í Evrópu líka. Og eins og Mússólíni sagði þá er "almenningur hóra sem leggst undir þann sterkasta" og er þetta og ekkert annað raunveruleg ástæða þöggunarinnar gagnvart hinum ógeðslega fasisma og mannfyrirlitningu Kína, þjóðarmorðum þeirra á minnhlutahópum í eigin landi og svo framvegis. Enginn þorir að segja neitt, afþví almenningur veit að Kína skráir allt niður af elju og heldur lista yfir fólk. Mútuþægni stjórnvalda er svo annað stórt atriði og vandamál um víða veröld. Þá bæði í formi "beinna mútna" og eins "óbeinna" eða mögulegra mútna (túlkunaratriði) og á gráu svæði eins og yfir hundrað milljón króna meinti "þýðingarstyrkurinn" sem eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, besta vinar Nubo hlaut. http://www.youtube.com/watch?v=90Rn4LNiWaY
Fyrir réttlætið (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 05:17
Kvikmyndin "Hýbýli dauðans" um Kínversk "munaðarleysingahæli" (þýðing úr máli hræsninnar: útrýmingarbúðir): http://www.youtube.com/watch?v=90Rn4LNiWaY Fáir hafa hugrekki til að framleiða svona myndir og ríkisstjórnir taka því oft illa og hafa í hótunum. Flestir eru hundar að eðlisfari og dilla bara skottinu framan í þann sem er stærstur, fjölmennastur og hefur keypt mest upp af öðrum löndum, heiglar sem er sama um réttlæti og mennsku. Huang vann fyrir þessa ríkisstjórn og það á allra óhuggulegasta yfirráðasvæði hennar.
Fyrir réttlætið (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 05:20
Væri hlátur í huga að þegna mesta rasistaríkis nútímans, þjóðarmorðingja Tíbeta og fleiri, kvarti undan rasisma. Þar í landi koma reglulega upp mál sem sýna djúpan rasisma og fyrirlitningu Kínverja á öðrum kynþáttum. Þegar Lou Jing, hálf svört Kínversk stúlka vann idol keppni þar þá vakti það kynþáttahaturs níð í þúsundum blaða og útvarpsstöðva, og landið logaði allt í kynþáttahatri. Hér á landi er fjöldi litaðs fólks og blandaðs áberandi í skemmtanalífinu og öðru, miðað við lágt hlutfall meðal þjóðarinnar, og það hefur jafnvel fulltrúa á þingi, nokkuð sem gæti aldrei átt sér stað í Kína. Þeir ættu bara að þegja og líta í eigin barm, teknir við af Suður Afríku sem höfuðrasistar heimsins.
Fyrir réttlætið (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 05:28
Það er hlægilegt að maður frá Kína komi til annars lands og kvarti yfir rasisma, þegar þeir eiga heimsmetið í honum í dag. Svipað og ef milljóner og starfsmaður ríkisstjórnarinnar frá apartheit Suður Afríku hefði farið til Kanada og kvartað yfir öllum rasismanum þar. Óforskammað og sýnir mikil óheilindi. Hálf svört stúlka vann kínverska idol keppni á dögunum og logaði þá landið allt í kynþáttahatri og þúsundir fjölmiðlamanna skrifuðu margvíslegan nýð um stúlkuna og móður hennar við mikla almenna undirtekt landsmanna. Sjáið þið slíkt gerast hér á landi? Þeir örfáu sem þjást af kynþáttahatri á 'Islandi eru svo almennt hinir sömu og vilja Nubo fái sérmeðferð og æpa "en aumingja maðurinn er gulur", þannig hljóma þeir eins og hillbilly sveitavargar sem aldrei hafa séð gulan mann, finnst eitthvað merkilegt að vera gulur greinilega, og líklega afþví þeir eru að reyna að breiða yfir eigin leyndu fordóma. Flestir menn í dag sjá ekki liti, og þeir örfáu sem gera það koma bara upp um eigin rasisma með þessari meintu samúð með Kínverskum billjarðamæringum. Eða kannski þeim langi í "þýðingarstyrk"?
Nupo Light (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 05:46
http://www.youtube.com/watch?v=ph9MRpfHePA
Nupo Light (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 06:06
Látum nú ekki dollara merkin í augunum blinda okkur, opnaðu augun og sjáðu mannréttindabrot Kínverja, yfirgangur Kínverja gagnvart öðrum Evrópuríkjum, Nupo er yfirgangsamur í gegnum stjórnina í Kína sem ætlar sér með öllum ráðum að snúa Ísland niður. Við eru í augum Kínaverja eins og Afganistan í augun U.S.A.
Karl (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 21:04
Sammála Karli!
Guðrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.