Göran Persson segir nauðsynlegt að Ísland gerist aðili að EU.

það fólst í orðum hans og hann orðaði það snyrtilega:

,,Persson segir enn að pólitísk samstaða sé mikilvæg og að ekki megi halda að björninn sé unninn. Tekin hafi verið mikilvæg skref í rétta átt, en það sé ennþá langur vegur framundan. ,,Mesta hættan er sú að glata því sem hefur áunnist. Það verður að halda í ávinninginn og það krefst pólitískrar samstöðu. Ef Íslendingar lenda í stjórnmálakreppu við núverandi aðstæður verður þjóðin ansi berskjölduð."

Gjaldeyrishöftin stórt vandamál

Persson segir að Íslendingar þurfi að afnema gjaldeyrishöftin, ná jafnvægi í ríkisútgjöldum og auka samkeppnishæfnina. Þetta séu erfið verkefni en nauðsynleg. „Ef þessu er ekki sinnt,“ segir hann, „þá skjóta gömlu vandamálin upp kollinum aftur. En fyrsta heillavænlega skrefið hafa Íslendingar þegar tekið.“ Og hann er ekki í vafa þegar hann er spurður hver sé mesti einstaki vandi Íslendinga að hans mati: ,,Gjaldeyrishöftin."

http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/1270240/

,,Fyrsta skrefið" merkir aðild að EU. ,,mesti einstaki vandi" stafar hann bókstaflega fram: Gjaldeyrishöftin.

Í framhaldi varar hann íslendinga við að fara eftir fíflagangi og óábyrgheitum kjánaþjóðrembinga og annarra ofstækismanna og almennra rugludalla. Varar afar sterklega við þeim. Landið geti staðið eftir eitt útá berangri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband