10.11.2012 | 22:29
Lýðskrumsvitleysan um afnám verðtryggingar
sem enginn flokkur mun treysta sér til að mæla í mót í komandi kosningabaráttu. það verður nú ljóti söngurinn. Afnema verðtryggingu og vexti og afskrifa hægri vinstri o.s.frv. En hvernig liggur efni máls ef staðreyndir eru skoðaðar með skynsemi, fræðileik og þokkalegu raunsæi? Kemur fram hér í MS ritgerð Hörpu B. Óskarsdóttur:
,,Í rannsókninni var gert ævilínulíkan með tilliti til vals á fasteignaláni og það metið með tölulegum aðferðum. Leitast var við að meta hvaða áhrif val á fasteignaláni hefur á fjárhag heimilanna og var líkanið lagað, eins og unnt var, að íslenska fasteignamarkaðnum.
Helstu niðurstöður eru þær að láglaunafjölskyldur hafa mestan hag af aðgangi að verðtryggðu lánsfjármagni til fasteignakaupa. Með aðgangi að verðtryggðum fasteignalánum hafa þær fjölskyldur tækifæri til að festa kaup á íbúð fyrr en ella og geta því komist fyrr í húsnæði af endanlegri stærð."
http://skemman.is/stream/get/1946/11277/27853/3/Verdtrygging_husnaedislana.pdf
Fólk ætti að lesa þetta. Alla ritgerðina. það er nefnilega búið að telja fólki trú um, að ef verðtrygging er tekin burt - þá hverfi bara sá hluti kostnaðar lánsins! Auðvitað ekkert fjær sanni. Í öðrum lánsformum er þetta tekið inn í gegnum vextina með einum eða öðrum hætti. það getur td. verið mjög riskí að taka óverðtryggt lán. þetta er svona allt matatriði og spurning um hvernig menn eru í stakk búnir að mæta snöggum breytingum.
Til að ná fram því sem fólk er að tala um, þá verður ríkisvaldið að ákveða fasta vexti - og svo vonist menn eftir verðbólguskoti. það var einu sinni þannig í stutt tímabil og á afmörkuðum lánum. það endaði með ósköpum og tómri vitleysu og nb. einhver þurfti að borga það sko.
Ennfremur skal hafa í huga og rannsaka, að fyrr á tímum voru þetta í raun engin lán sem fólk fékk. Miklu mun minni partur af heildarverði og allt í þvílíka ruglinu. Jafnframt sem verðtryggð húsnæðislán eru ekkert nýtilkomin.
Athugasemdir
Þessi ritgeð kemur okkar "lýðskrumi" alls ekki við. Auðvitað er ekkert hægt að neita því að í svona hávaxtaumhverfi er betra fyrir marga aðila, og jafnvel eini möguleiki margra, að slá á verðtryggð lán. "Lýðskrumið" okkar felst í því að spyrja hverjir vextirnir yrðu ef verðtryggingarkerfið væri ekki til staðar, svo einfalt er það.
Það þarf að skilja eftir "hefðbundinn sannleika" um að krónan valdi háum vöxtum að öllu leyti. Hún gerir það að örlitlu leyti en það má rekja háa vexti að langmestu leyti til stórvægilegra kerfisgalla sem henta fjármálaöflunum vel.
Þið hinum megin í þokunni þurfið að vita um hvað við hin erum að tala. Það er þetta: Í verðtryggingarkerfi eru almennir vextir allra lána hærri en ef verðtrygging væri ekki til staðar. Ástæðan er verðbólgan sem verðtryggingarkerfið sjálft elur af sér og sú staðreynd að bankar hafa að auki hag af því að tala upp verðbólgu, sem þeir svo gera helst nokkrum sinnum í viku. Þetta eru gríðarlega mikilvægar staðreyndir.
Hérna er pappír sem þú mátt grugga í. Hann heitir 'Indexing and inflation' eftir Stanley Fischer, núverandi seðlabankastjóra Ísraels og þáverandi aðalhagfræðing Alþjóðabankans. http://www.nber.org/papers/w0670.pdf
Bragi, 11.11.2012 kl. 00:10
Já, að fá verðbólguspá og stýrivaxtaspá 40 ár fram í tímann. Einmitt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 00:40
algjörlega sammála.
ég er bara hiss af hverju fólk fattar ekki að án verðtryggingar þá hækka vextirnir. Getur ekki fengið "verðtryggðu vextina" á óverðtryggða lánið.
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2012 kl. 16:54
Sleggjan: Ástæðan fyrir því er sú að verðbólga myndi lækka með afnámi verðtryggðra neytendalána. Þá lækka nafnvextir óverðtryggðra lána samhliða. Einfalt mál.
Bragi, 11.11.2012 kl. 19:38
Verðbólgan mun ekki lækka. Engin hagfræðileg rök fyrir því.
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 14.11.2012 kl. 23:46
Það eru mjög einföld hagfræðileg rök fyrir því en það þarf fyrst að skilja hagfræði til að sjá þau.
Bragi, 16.11.2012 kl. 00:33
mér sýnist þú ekki vera ná því.
Sleggjan og Hvellurinn, 20.11.2012 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.