Rétta spurningin sem blaðamaður Mogga hefði átt að spyrja Slitastjórn

væri: Ef eignir þrotabúsins dekka höfuðstól skuldar og vexti fram að 2009 að fullu og ef eignir þrotabúss verða meiri en það - eru þá vextir á kröfunum eftir 2009 forgangskröfur? þ.e.a.s. lagalega séð. Og þá ekki á íslandshluta skuldarinnar per se sem er lágmarkstrygging heldur vextir af innstæðukröfunum almennt.

Að þessu hefði blaðamaður átt að spurja. Upplýsa almenning og nota ofurstöðu Mogga þar að lútandi enda eru allir slitastjórnendur LB og bankamenn almennt hard core Sjallar. þannig að það þyrfti ekki að fara neitt yfir bæjarlækinn.

En nei! Moggi passar sig á upplýsa almenning ekki neitt heldur bullar bara og hrærir einhverja áróðursvitleysu uppí vesalings innbyggjurum hérna sem eru að niðurlotum komnir eftir barsmíðar Mogga/sjalla/líú.


mbl.is Misskilningur um Icesave-vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

ef eignir þrotabúss verða meiri en það - eru þá vextir á kröfunum eftir 2009 forgangskröfur?

Neibb, almennar kröfur.

þá ekki á íslandshluta skuldarinnar per se sem er lágmarkstrygging

Geri ráð fyrir að þú sért að meina þann hluta sem þrotabú bankans skuldar tryggingasjóði innstæðueigenda fyrir lágmarkstrygginguna, sem sjóðurinn skuldar svo áfram Bretum og Hollendingum. Sú krafa var fastsett í krónum árið 2009 á 675 milljarða króna, en þrotabúið er nú þegar búið að greiða meira en það til kröfuhafanna eða 677 milljarða. Vextir af þessari kröfu tryggingasjóðsins eru líka almenn krafa, sem er ekki víst að fáist greidd að fullu samkvæmt reglum gjaldþrotaréttar.

Með því að skrifa undir Icesave-III samninginn hefði þessari endurheimtu-áhættu hinsvegar verið velt óskiptri yfir á íslenska skattgreiðendur, og það sem annars ætti að vera almenn búskrafa hefði orðið að kröfu á ríkissjóð, og ekki aðeins fyrir vöxtum af lágmarkstryggingunni heldur öllu heila klabbinu.

Sem betur fer var því afstýrt, því annars væru 100 milljarðar í erlendum gjaldeyri gjaldfallnir nú þegar á hendur ríkissjóði vegna vaxta af kröfunni frá 2009. Eins og allir vita er enginn erlendur gjaldeyrir í ríkissjóði Íslands, sem þýðir að ef þetta hefði gerst værum við núna í greiðslufalli: Kúba norðursins.

Þess í stað er Ísland núna alþjóðlegt "poster-child for recovery".

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2012 kl. 15:32

2 Smámynd: Andrés Kristjánsson

"poster-child for recovery" Guðmundur Á.

þegar verið er að hrósa íslenskum stjórnvöldum þá er það fyrir þessi störf, blandaða leiðin.

".....aðrar þjóðir sem nú eru í vanda geti lært af viðbrögðum Íslendinga við kreppunni. Það hafi komið henni á óvart hversu vel efnahagurinn hafi náð sér hér á landi eftir hrun. „Sú staðreynd að Ísland hafi náð að viðhalda velferðarkerfinu þrátt fyrir að standa frammi fyrir mjög miklum samdrætti er eitt stórt afrek í starfi okkar hér og þrekvirki af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar.“

Dariu V. Zakharova, fulltrúi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

http://www.dv.is/frettir/2012/8/13/segir-threkvirki-hafa-unnist-eftir-hrun/

Reynum að hafa staðreyndirnar réttar. Icesave er ekki lokið og er nú fyrir dómsstólum.

Andrés Kristjánsson, 29.10.2012 kl. 15:45

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Geri ráð fyrir að þú sért að meina þann hluta sem þrotabú bankans skuldar tryggingasjóði innstæðueigenda fyrir lágmarkstrygginguna..."

Nei. Eg er bara að meina innstæðurnar almennt. Líka yfir lágmarkinu. þ.e.a.s. að þegar búið var að gera innstæður að forgangskröfum - fylgja þá vextir með í því? þ.e. ef eignir dekka höfuðstólinn og það eru meiri eignir til staðar - er þá hægt að fá vexti úr þrotabúinu. Eg er að meina almennt. Ekki bara lágmarkstrygginguna.

,,,,en þrotabúið er nú þegar búið að greiða meira en það til kröfuhafanna eða 677 milljarða. Vextir af þessari kröfu tryggingasjóðsins eru líka almenn krafa..."

,,Almenn krafa"? Ekki forgangskrafa?

Fyrir nokkrum dögum skrifaði eg smá færslu um umræður eða fyrirspurn og svar í Breska þinginu varðandi útgreiðslur úr þrotabúi bankans. Sjá hér:

http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/1264756/#comments

Ef farið er á linkinn og lesið, þá vísar Clark fjármálaráðherra á skýrslu um útgreiðslur úr þrotabúinu. það þarf náttúrulega sérfræðingur að dæma um þetta - en mér sýndist í fljótu bragði, að útgreiðslurnar væru samkvæmt þarna ,,pari passjú" dæminu sem mikið var til umræðu í histeríkastinu sem kjánaþjóðrembingsinnbyggjar tóku hérna um árið. Útgreiðslurnar fara jafnt, eða í ákveðnum hlutföllum til þriggja aðila. TIF-hlutans, Breska tryggingarsjóðshlutans og Breska fjármálaráðuneytisins.

Ok. svo skil eg það þannig að Breski tryggingarsjóður og fjármálaráðuneyti eigi kröfur í vexti ef eignir þrotabúss verða meiri en höfuðstóllinn - en Ísland eigi að greiða vexti af lágmarkstryggingunni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2012 kl. 16:13

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ok. eg skal stytta mönnum leið. Skýrslan sem Clarc vísar í er hér:

Details of the Icesave loans as at 31 March 2012, including repayments and interest received, can be found in Sections 33 of the Treasury Annual Reports and Accounts 2011-12. The report can be accessed via the following web link:

www.hm-treasury.gov.uk/d/hmt_annual_report_2012.pdf

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2012 kl. 16:16

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já ok. eigi nákvæmt hjá mér. þeir segja að hluti HM treasjúrí sem greiddi yfir 50.000 punda partinn - fái vexti úr þrotabúinu. The plot thickenes.

,,33.2 Recovery of costs and related income

The professional fees incurred by HM Treasury relating to Icesave are included in the total

financial stability costs in note 7.2.

The FSCS pays interest on the loan from HM Treasury. Interest accrued during 2011-12 totalled

£26 million. This will be paid on 1 October 2012.

Interest is receivable from Icelandic authorities in respect of the loan provided to the DIGF for

payouts up to €20,887 per depositor.

The compensation due to HM Treasury for payment of deposits above £50,000 is not accruing

any interest. It is recoverable from the administration process for Landsbanki."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2012 kl. 16:23

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Samkv. þessu, þá eiga sjóðirnir, sá íslenski og sá breski - ekki rétt á vaxtakröfum í þrotabúið.

þetta verður alveg svakalegt ef Ísland tapar dómsmálinu fyrir alþjóðlegum dómsstóli. Setur landið í alveg svakalega stöðu.

það var algjörlega, algjörlega, óásættanlegt fyrir vestrænt lýðræðisríki að fara í slíkan fíflagang semforsetagarmur, LÍÚ, framsóknarvæs, Sjallafens og almennir kjánaþjóðrembingar settu andið í. Algjörlega óásættanleg áhætta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2012 kl. 16:28

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vissulega er dómsmálið fyrir EFTA dómstólnum enn óklárað.

En var það frekar ásættanlegt að taka áhættu á greiðslufalli strax vorið 2011 sem voru 100% líkur á að myndi eiga sér stað ef skrifað væri undir samninginn?

Ég staðhæfi að þá værum við í mun verri stöðu en núna!

Það getur aldrei stofnast greiðsluskylda á ríkið fyrr en íslenskur dómstóll dæmir ríkið til greiðslu. Ef það gerist þá a) verður það í krónum en ekki erlendum gjaldeyri og b) á móti stofnast um leið krafa ríkisins um 300 milljarða úr þrotabúinu vegna ríkisábyrgðargjalds, sem er lögveðskrafa og gengur því framar kröfum vegna innstæðna. Þannig yrðu endurheimtur Breta og Hollendinga beinlínis minni sem því nemur. Þar að auki myndu þeir sjálfir, og reyndar öll hin EES/ESB ríkin þurfa að bókfæra hjá sér ríkisábyrgð á bankainnstæðum upp á að meðaltali 83% af VLF umræddra ríkja samkvæmt rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Við það færu þau umsvifalaust í ruslflokk og líklega mörg þeirra á hausinn.

Ég verð mjög hissa ef Bretar og Hollendingar láta þetta gerast óhindrað. Nema þeim gangi það helst til að splundra Evrópusambandinu?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2012 kl. 16:45

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Afhverju segirðu ,,83% af VLF"?

Sko, sjáðu til, í tilfelli Icesave þá er eitt ákveðið vandamál. Málið snýst í raun ekkert um hvort það sé ,,ríkisábyrgð á innstæðum" eða lágmarkinu sem innstæðusjóður átti að dekka.

þetta bara er afar erfitt að fá íslendinga suma til að skilja.

Í tilfelli Íslands þarf í raun ekkert að ræða það atriði þó það hafi vissulega tekið allt sviðið í umræðunni og sé eitt af atriðunum sem Ísland er með í sínum málflutningi dyrir alþjóðlegum dómsstóli.

Í tilfelli Íslands - þá ákvað Ísland að það væri ríkisábyrgð á innstæðum! Ísland sagði og framkvæmdi ríkisábyrgð á innstæðum! það var bara ef um útlending var að ræða - þá var engin ábyrgð!

þetta gera td. Nojarar sér alveg grein fyrir. það er rangt þegar sagt var hér í Moggafréttum og víðar að ,,Nojarar styddu málflutning Íslands". Alrangt. þeir taka ekki afstöðu til hins sérstaka mál Íslands! það er undirstrikað og kemur víða fram. Eg get vísað á afr sterka heimild ef þess er óskað. Frá þeim sem sömdu bréf noregs og útleggingu. þar kemur þetta alveg skýrt fram. þeir taka ekki afstöðu í máli Íslands. þeir segja pass fyrir kurteisissakir - en augljóst af samhenginu hvert þeir eru að fara.

Ennfremur hangir þetta skuldarmál saman við svo margt annað. það hefur í raun gengið eftir að allt fór í frost þegar kom stopp eða hle í samninga þessu viðvíkjandi. Hérna er allt lok lok og læs og í þvílíka höftunum að menn eru alveg ráðalausir og ástandið versnar bara og versnar. Þó vissulega núverandi stjórnvöld hafi unnið þrekvirki við að bjarga landinu í þessum slæmu aðstæðum sem þið Sjallar komuð landinu í. (Og jú, þú ert sjalli. Eg sá þig viðurkenna það einhversstaðar. þú kaust sjalla í bak og fyrir alveg til 2008. þú ert frjálshyggjugutti sennilega.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2012 kl. 17:06

9 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Ég held að þú ofmetir kostnað vegna Icesave 3. En miðað við hversu hratt gékk að ná endurheimtum þá hefði það kostað okkur um 45 milljarðar ekki 100 milljarða. Að 45 milljarðar hefði ollið gjaldfalli er mjög hæpið. Skuldir ríkissjóðs hefðu aukist um 2.3% miðað við stöðuna við lok 2011. Af erlendum skuldum ríkissjóðs þá hefðu þær aukist um 10%.

Hagstofan.is

talnaefni,

Þjóðhagsreikningar og opinber fjármál,

Peningalegar eignir og skuldir ríkissjóðs 1998-2011.

skuldir, erlendir aðilar.

Andrés Kristjánsson, 29.10.2012 kl. 17:12

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað hefði ekkert orðið neitt ,,greiðslufall". þetta tal hérna uppi í fásinninu um einhverja ,,hörku" B&H þessu viðvíkjandi var bara vitleysisbull.

það var versti kostur og mesti skaðinn sú leið er áðurgreindir aðilar öttu þjóðinni útí. Langversti og langmesti skaðinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2012 kl. 17:28

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. já þetta er nú bara Utanríkisráherra Noregs sem segir þetta opinberlega. Nojarar styðja ekki Ísland:

,,Så er det viktig å understreke at Norge tar ikke i dette innlegget stilling til den konkrete saken mellom ESA og Island. Det norske innlegget er altså ingen intervensjon til støtte for Island som sådan, selv om vi har sammenfallende syn på spørsmålet om statsgaranti. Kommisjonen intervenerer i saken til støtte for ESA. Storbritannia, Nederland og Liechtenstein har også inngitt skriftlige innlegg i saken. Den muntlige høringen i saken vil finne sted til høsten."

http://www.stortinget.no/no/Saker-og-publikasjoner/Publikasjoner/Referater/Europautvalget/2011-2012/506201/

þetta þarf ekki að þýða. það er bara verið að ljúga að vesalings innbyggjurum hérna. Ljúga því að Nojarar styðji málflutninginn. það er af og frá. Af og frá. Hann tvítekur það fram að Nojarar styðji ekki Ísland. Hvernig verður það hér uppi í fásinni? Jú, Nojarar styðja Ísland!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2012 kl. 17:35

12 identicon

Ómar Bjarki studdi alla samningana, líka Svavarsafrekið.

Honum var nákvæmlega sama hvað kostaði að koma þessu leiðindamáli frá, og láta næstu ríkisstjórn um að taka afleiðingunum.

Honum var nákvæmlega sama þótt það hefði leitt ríkissjóð lóðbeint á höfuðið, allt fyrir flokkinn sinn.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 17:41

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er bara einn samningur. Namely, að standa við þessar alþjóðlegu skuldbindingu sem íslandi ber siðferðilega og að öllum líkindum lagalega skylda til. Allt og sumt.

Hvað einhverjir sjallaræflar eins og siggi greyið er að mjálma um að stela eigi þessum fjármunum - jú jú, þaðgegnur sjálfsagt fínt uppí valhöll slíkur málflutningur enda mega sjallar ekki sjá neitt peningatengt nema seilast í það og ef ekkert er að gert þá tæma þeir alla sjóði og rústa heilu löndunum sem dæmin sanna.

Málið er þetta: Einhver ,,harka" eða ,,ósanngirni" B&H - það er ekki til! Ekkert slíkt til. Um þetta brotabrot af skaðakostnaði landsins af völdum þeirra sjalla hefði verið hægt að endursemja útí hið óendanlega. End það tekið fram í nánast annarrihverri línu í öllum svokölluðum samningum.

það er búið að liggja fyrir langa lengi, nánast frá 2009 að eignir bankans dekkuðu þessa skuld. það er þá í sjálfu sér undarlegt og mikil fádæmi hvernig það getur ,,sett land á hausinn".

En siggi greyið, hann hefur ekki áhyggjur þá þeir sjallabræður margrústi þessa veslings landi, lemji og berji og tæma alla sjóði. Neei! það er hann kátur með ræfillinn og hugleysinginn og siðlausi sjallabjálfinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2012 kl. 18:06

14 identicon

Vaxtakostnaðurinn af Svavarsafrekinu, sem þú studdir dyggilega voru hundruðir miljarða króna.

Hundruðir miljarða, og ekki eitt einasta pund, evra né króna af þeim peningum áttu að greiðast úr þrotabúinu, heldur úr ríkissjóði.

Þetta veist þú full vel Ómar, hversu oft sem þú reynir að ljúga öðru.

Hundruðir miljarða, sem alveg fullkomlega útilokað mál er að ríkið hefði nokkurn tíman ráðið við.

Og þetta studdir þú.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 18:29

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sýrusjallaræfill: Samkvæmt samningi þurfti ekki að byrja að greiða vexti fyrr en einhverntíma 2016 og eg veit ekki hvað og hvað. það er því ANDSKOTANS HELVÍTI ERFITT, SJALLARÆFILL OG SIÐLEYSINGI, að sjá það fyrir sér að það setti ,,land á hausinn 2010 eða 2011.

Sko, þo þú sért siðlaus sjalli - það merkir ekki að allir aðrir séu skyldugir til að vera siðlausir.

Ennfremur er það þannig að um vexti má alltaf endursemja útí hið óendarlega. það er bara formsatriði að setja einhverja vxti þarna inn. þeir B&H hefðu sennilegast fellt alla vexti niður ef þið Forsetaræfill, sjallafens, framsóknarvæs og almennir kjánaþjóðrembingar og siðleysingjar hefðuð ekki hálfvitast til að heimta það í fábjánaþjóðaratkvæðagreiðslu að dómsstólar ákveddu vextina ásamt því að þið vísvitandi stórsköðuðu landið til frambúðar og framtíðarkynslóðir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2012 kl. 18:41

16 identicon

"Sýrusjallaræfill: Samkvæmt samningi þurfti ekki að byrja að greiða vexti fyrr en einhverntíma 2016 og eg veit ekki hvað og hvað."

Það var nákvæmlega þetta sem ég var að meina þegar ég sagði að ykkur væri nákvæmlega sama um afleiðingarnar, því þær lentu á næstu ríkisstjórn, en ekki þessari.

Sem betur fer fékk þjóðin að grípa inn í og stöðva þessi ósköp ykkar.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 19:46

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það að hafa langan tíma í fyrstu afborgunum af vöxtum var öryggisventill drengur. það var ekkert fast eða niðurneglt. ísland gat haft það eins og það vildi. Á þeim tíma var ekki alveg ljóst hverning gengi að bjarga landinu eftir rústalagningu og sjóðstæmingar ykkar Sjalla og fáir höfðu trú á, á eim tíma, að SJS gæti unnið slíkt þrekvirki se raunin varð.

það sem kemur alltaf betur og betur í ljós er, að mið sjallaræflar hafið vísvitandi verið að reyna að skaða landið og framtíðarkynslóðir eftir hrun. þið haldið áfram skemmdarstarfseminni. Liggið í leyni og vegið úr launsátrið. Slíkur er ræfilskapurinn og hugleysið í þessum bandittaflokki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2012 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband