15.10.2012 | 13:47
Bófaflokkurinn Inlaws.
,,,,Það er tekist á um hagsmuni í íslensku samfélagi og hagsmunabaráttan er hörð. Öflin sem vilja ekki láta af sérhagsmunum sínum eru ákveðin og hörð í horn að taka og málflutningur þeirra er ófyrirleitinn á köflum og tekur stundum út yfir allan þjófabálk," sagði Örn Bárður Jónsson sóknarprestur í Neskirkju í prédikun sem var útvarpað í gær.
,,Um þessar mundir höfum við áhyggjur af þróun mála hér á landi og ekki síst af vaxandi tíðni alvarlegra glæpa," sagði Örn Bárður. ,,Glæpaflokkar hafa hreiðrað um sig og því þarf að búa betur að lögreglu landsins og styðja við þau sem sinna erfiðum störfum við löggæslu og á lágum launum. Vissulega er ástæða til að hafa áhyggjur af bófalokkum sem hér skjóta rótum. Þá þarf að uppræta. Sagt er að hópur kenndur við Outlaws sé bófaflokkur en ég velti því fyrir mér - og spyr - hvort ekki sé líka til bófaflokkurinn Inlaws eða Tengdó á íslensku og vísa þar til þeirra sem hygla sínum og berjast fyrir hagsmunum hina fáu á kostnað hinna mörgu. Þeir birtast ekki í riðvöxnum mönnum í leðurjökkum á rymjandi mótorfákum heldur í sparifötum og undir merkjum flokka, bófaflokka, sem eru varðhundar sérhagsmuna fámennra hópa sem arðræna fólkið í landinu.
Við lifum spennandi tíma og þeir eru spennandi vegna þess að spenna ríkir í samfélaginu. Heilbrigð spenna er góð þegar hún skapar jafnvægi kraftanna, jafnvægi milli frelsis og ábyrgðar, jafnvægi milli frelsis og taumhalds, jafnvægi milli elsku og þess að mörk eru sett, jafnvægi milli valdþátta í stjórnsýslu landsins þegar allt er með felldu.""
http://smugan.is/2012/10/sera-orn-bardur-jonsson-bofaflokkarnir-outlaws-og-inlaws/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.