Engan viljum vér Sigmund hafa

mæltu þeir Norðlendingar.

Augljóslega sýnir þetta mál, að Framsóknarflokkurinn er margklofinn. Í molum.

þetta lítur þannig út að formaðurinn hafi ætlað að taka þetta með einu höggi. Tilkynna framboð og niðurstöðu og enginn hefði tíma til að mótmæla.

Til þess ber líka að líta að núv. formaður framsóknar hefur stjórnað mikið þannig síðan hann tók við. Hann einn ræður.

Í þessu tilfelli vanmetur hann augljóslega þá Norðanmenn algjörlega. Norðanmenn brugðust hart við er þeir heyrðu þessi tíðindi. þeir einfaldlega söfnuðu liði og vörnuðu honum norðurför.


mbl.is Oddviti Framsóknar á Akureyri styður Höskuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst Framsóknarflokkurinn minna einna mest á gamla biðukollu sem bíður að visna og hverfa ofan í svörðinn.

Þessi stjórnmálaflokkur átti sér merkilegt upphaf. En svo kom spillingin og braskið til sögunnar. Þá var ekki aftur snúið. 

Góðar stundir en án braskara og biðukolluflokks!

Guðjón Sigþór Jensson, 24.9.2012 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband