Fregnir af ráðagerðum innbyggjara.

Rétt áðan var umræðuþáttur á RUV þar sem þrír þingmenn ræddu landsins gagn og nauðsynjar og hvað þyrfti helst að gera og ekki gera í efnahagsmálum. Árni, Illugi og Lilja.

Hver er ráðgerðin? Jú, það á að taka fjármuni af útlendingum! þetta voru þau öll alveg sammála um. Ja, Lilja vildi taka 80-90% af öllum eigum sem útlendingar ættu á Íslandi. Hinir vildu líklega taka eitthvað heldur minna.

Eg verð að segja það fyrir minn hatt að mér finnst þetta ekki frumleg hugmynd.

það er eins og innbyggjurum hérna detti fátt í hug nema þá að stela pening af útlendingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband